Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Side 14

Læknaneminn - 01.09.1981, Side 14
og önnur dánareinkenni koma í ljós. Tvö atriði í nútímalæknisfræði gera þetta þó flóknara: í fyrsta lagi, að hægt er að sjá vefjum líkamans fyrir súrefni með notkun véla, þótt líkam- inn hafi orðið fyrir óbætanlegum skemmdum (hér mun átt við heila- dauða). í öðru lagi eru líffæraflutn- ingar. Mikilvægt er að geta ákveðið, hvort skemmd á Iíffæri sé varan- leg. I þessu sambandi skiptir mestu máli dómgreind lækna og kliniskt mat, en heilaritua er talin hjálpleg. Þegar dauðastund hefur verið ákvörðuð, er Ieyfilegt að hætta tilraunum til endurlífgunar og má þá fjarlægja Iíffæri til líffæraflutnings, ef farið er eftir lögum og reglum í við- komandi landi. Þegar þannig stendur á, skulu tveir læknar ákveða dauða- stundina. Evrópuráðið hefur einnig látið fara frá sér ráðleggingar varðandi réttindi sjúkra og deyjandi. Þar segir m. a.: „Hagsmunum hinna sjúku er ekki undantekningarlaust best borgið með notkun nýtískutækni til að lengja lífið. Deyjandi sjúklingar vilja deyja í ró og með virðingu og helst meðal ætt- ingja og vina. — Engir hagsmunir aðrir en hins deyjandi ráði ákvörðun dauðastundar." Dauðann ber að með ýmsum hætti. Sumir deyja vegna ellihrum- leika, aðrir af völdum sjúkdóma og enn aðrir vegna slysfara. Hér á landi munu flestir enda líf sitt á sjúkrahús- um eða um 80-90 af hundraði. Þeir sem deyja í heimahúsum eða utan sjúkrahúsa munu flestir deyja ein- hverskonar skyndidauða. A sjúkra- húsum deyja flestir á almennum sjúkradeildum, en allstór hópur á gjörgæsludeildum þar sem oftast eru vistaðir þeir, sem mest eru veikir eða slasaðir. Hjá mörgum hefur dauðinn verið fyrirsjáanlegur um nokkurn tíma svo sem hjá þeim sem haldnir eru illkynja eða langvarandi sjúk- dómum, en oft er einnig um skyndi- dauða að ræða. Spítalalæknar eru því meira eða minna meðal deyjandi fólks í sam- bandi við starf sitt. Það er hlutverk þeirra að stuðla að því, að sjúklingar hljóti eins mildan dauðdaga og hægt er. Annað starfsfólk á hér einnig hlut að máli. Það er oft rætt um, hvernig eigi að undirbúa sjúklinga fyrir dauð- ann, hvað eigi að segja og hvað ekki. Ég held, að ekki sé til nein ákveðin formúla í því efni, því aðstæður eru svo misjafnar og sömuleiðis einstakl- ingarnir. Hér skiptir mestu máli að lina þjáningar eins og hægt er og vista sjúklinga þar sem ró og friður ríkir, þar sem aðstandendur geta verið hjá þeim síðustu stundirnar. Dómgreind og reynsla viðkomandi Iæknis er mjög mikilvæg. A gjörgæsludeildum er þetta oft nokkru minna vandamál, því að deyjandi sjúklingar þar hafa oft misst meðvitund all-löngu fyrir dauða- stundina. A gjörgæsludeildum og reyndar öðrum sjúkradeildum þarf að taka tillit til ýmissa aðila vegna deyjandi sjúklinga. í fyrsta lagi er það sjúkl- ingurinn sjálfur, í öðru lagi aðstand- endur, í þriðja lagi aðrir læknar og í tjórða lagi hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk deildanna. Sjúklingurinn á rétt á því, að allt sé gert fyrir hann sem hægt er og að- stæður leyfa og aktivri meðferð er haldið áfram meðan nokkur batavon er. Öll meðferð er hinsvegar til- gangslaus, ef sjúklingurinn er úr- skurðaður heiladauður, en það er gert með kliniskri rannsókn og með aðstoð heilaritunar og röntgenrann- sókna á blóðrás í heila. Þegar þannig stendur á er oftast dregið úr aktivri meðferð. Ekki er réttlætanlegt að hefja eða halda áfram tilgangslausri meðferð. í siðareglum lækna er ekki ætlast til þess að læknar lengi dauða- stríðið, en líkni hinsvegar og lini þjáningar. Vegna aðstandenda er það nauð- synlegt, að læknar setji sig nákvæm- Iega inn í sjúkrasögu og meðferð sjúklingsins og gefi aðstandendum réttar og nákvæmar upplýsingar í byrjun og síðan eftir því sem ástand breytist eða aðrar aðstæður gefa til- efni til. Ekki mun talið heppilegt, að aðstandendur séu yfir sjúklingnunt allan sólarhringinn, heldur styttri tírna í einu. Mikið álag er að vera hjá stórslösuðum eða fárveikum 12 LÆKNANEMINN “-/.s.i - 34. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.