Læknaneminn - 01.09.1981, Side 15
skyldmennum, og þannig sjúklingar
þola illa samtöl eða aðra áreynslu,
séu þeir með meðvitund. Einnig leyf-
ir vinnuskipulag á deildum oft ekki
langar heimsóknir. Stuðla ætti þó að
því, að aðstandendur séu hjá sínum
nánustu síðustu stundirnar.
Hvernig er heppilegt að haga sér
gagnvart aðstandendum, þegar um
heiladauða er að ræða eða þegar sýnt
er að læknismeðferð er tilgangslaus?
Ekki ætti að gera þá meðábyrga, þeg-
ar ákveðið er að draga úr aktivri
meðferð og ekki ætti að draga úr
meðferðinni mjög skyndilega. Gefa
skal aðstandendum réttar upplýsing-
ar svo og starfsfólki deildarinnar.
Stundum koma upp vandamál í
sambandi við ákvarðanatöku varð-
andi meðferð. Oft eru mörkin óglögg
milli jákvæðra og neikvæðra áhrifa
meðferðar. Erfitt getur verið að
ákveða að hefja einhverja meðferð
en erfiðara er oft að hætta meðferð-
inni.
Hvað lækna varðar er það ekki
nema eðlilegt, að menn séu ekki allt-
af sammála um meðferð eða hvenær
draga skuli úr meðferð. Mun ég ekki
orðlengja þetta hér en auðvitað er
sjálfsagt, að menn ráðfæri sig hver
við annan, þegar vafaatriði skjóta
upp kollinum eða erfiðar ákvarðan-
ir eru teknar.
Hjúkrunarfræðingar og annað
starfsfólk deilda er langtímum saman
innan um fárveikt, slasað eða deyj-
andi fólk. Það er því mikilvægt að
ofbjóða ekki tilfinningum þessa fólks
með tilgangslausum eða vafasömum
aðgerðum til að lengja líf þeirra, sem
ekki eiga sér batavon.
Varðandi endurlífgun er höfuð-
reglan sú, að reynt er að endurlífga
alla, sem taldir eru eiga möguleika á
því að lifa áfram sæmilegu lífi. Er þá
endurlífgunartilraunum haldið
áfram meðan nokkur von eru um að
þær beri árangur. Þeir sem ekki eru
endurlífgaðir eru fjörgamalt fólk
með hrörnunarsjúkdóma á háu stigi
og sjúklingar langt leiddir at' völdum
illkynja sjúkdóma. Oft er þó erfitt að
greina slíkt, þegar sjúklingar eru
fluttir í skyndi í dái á spítalana og
fyrri sjúkrasaga er ekki þekkt.
Líknardráp ber oft á góma við
umræður um læknisfræðilega sið-
fræði. Er þá stundum annarsvegar
greint milli aktivs Iíknardauða þar
sem hinum sjúku eru gefin lyf eða á
annan hátt flýtt fyrir dauða og hins-
vegar passivs líknardauða þar sem
læknirinn heldur að sér höndum eða
notar ekki öll tiltæk ráð til þess að
halda deyjandi sjúklingi sem lengst á
lífi. Sennilega væri réttast að nota
Dauðinn er margslungið fyrirbæri,
jafnt hugtak sem veruleiki. Oscar
Wilde sagði einhverju sinni: „Nú á
dögum lifa menn allt af nema dauð-
ann." Síðan þetta var sagt, hefur
margt breyst, og menn efast nú orðið
um, að mörk lífs og dauða séu eins
skýr og ótvíræð og áður virtist.
Áleitnar spurningar vakna. Hvenær
telst maður dáinn? Er það við heila-
dauða, hjartadauða eða við stöðvun
einhverra annarra líffæra? Telst
frystur maður dauður eða lifandi?
Og hvor er það, sem lifir, þegar hjarta
eða annað lífsnauðsynlegt líffæri er
flutt úr einum manni í annan, hjarta-
gjafinn eða hjartaþeginn?
Hverju skiptir dauöinn í iögfræði?
Við kjósum helst, að löggjafinn hafi
sem minnst afskipti af persónulegum
málefnum, er snerta líf okkar og
dauða. Hjá því verður þó ekki komist
að setja reglur um fjölmargt, sem
varðar líf manna og dauða. Umfram
allt slá lögin skjaldborg um lífið,
treysta friðhelgi þess með margvís-
orðið Iíknardauða eingöngu yfir fyrr-
nefnda hugtakið. Yfirleitt mun akt-
ivur líknardauði vera fordæmdur í
flestum löndum, reglur þar um eru
þó mismunandi strangar. Það er rétt
að menn geri sér grein fyrir því að ef
heilbrigðisþjónustan á að geta sinnt
hlutverki sínu er það nauðsynlegt að
hún njóti trausts almennings. Þetta
traust gæti glatast væru aktivar að-
gerðir til að stytta líf sjúklings teknar
upp. Slíkt stríðir móti siðareglum
lækna og almennum siðgæðishug-
sjónum. Hætta væri á, að siðgæði
lækna hrakaði og misferli gæti átt sér
stað.
legum hætti, en tryggja okkur jafn-
framt frelsi til að lifa lífinu að vild,
þótt það kosti heilsuna og jafnvel
lífið sjálft. Þegar dauðinn kallar,
reynir á margs kyns reglur um með-
ferð látinna manna og umbúnað, en
þó fyrst og fremst varðandi þau rétt-
aráhrif er tengjast andláti. Nefna má
erfðareglur, sem eru efni heillar
fræðigreinar í lögfræði, enn fremur
reglur um dánarbætur og refsi-
ábyrgð, ef maður ber að lögum
ábyrgð á andláti annars manns með
einhverjum hætti. Um slík viöbrögð
réttarins eru gildir þættir í skaða-
bótarétti og refsirétti. Verður ekki
fjallað frekar hér um þessi hefð-
bundnu svið lögfræðinnar.
Réttarreglur eru um margt óljósar
og brotakenndar að því er varðar rétt
manna yfir eigin lífi og líkama og
hliðstæðan rétt vandamanna. Það
gæti verið til bóta að taka afstöðu til
ákveðinna álitaefna í löggjöf svo sem
gert hefur verið víða annars staðar.
Tækniþróun og breytt félagsleg og
Dauðinn í ljósi réttarins
Jónatan Pórmundsson, prófessor
LÆKNANEMINN •“/i.si - 34. árgi
13