Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 17
ar. Yfirlæknirinn, sem ber ábyrgö á
töku nýrans, heldur því fram, að
maðurinn hafi verið látinn, er nýrað
var tekið, þar eö heilastarfsemin hafi
þá verið með öllu stöðvuö. En hvaö
mundu dómstólar segja? Mundu þeir
segja, eins og læknaráöiö sænska í
þekktu máli þarlendu, aö maðurinn
heföi látist þá fyrst, er hjarta hans og
öndunarfæri stöðvuðust? Ætti lækn-
irinn yfir höfði sér refsiábyrgð aö ís-
lenskum lögurn fyrir líkamsárás,
jafnvel manndráp, þrátt fyrir sam-
þykki aðstandenda, auk viðurlaga
samkvæmt læknalögum? Ekkert skal
fullyrt um það hér, enda margt, sem
getur skipt máli um úrlausn slíks
máls.
Stundum kernur til kasta dómstóla
að úrskurða mann látinn. I lögum eru
ákveðin atvik talin veita löglíkur fyrir
því, að horfinn maður sé dáinn. Sam-
kvæmt nýlegum lögum um horfna
menn nr. 44/1981 er unnt að ákveða
með dómi, að horfinn maður skuli
talinn látinn, enda hafi á undan fariö
opinber stefna í Lögbirtingablaöi
um, að slíkt mál veröi höfðaö, að
fullnægðum ákveðnum skilyröum
öðrum, sbr. 5. gr. Opinbera stefnu
má gefa út, þegar meira en 3 ár eru
liðin frá því, að síöast spurðist til hins
horfna manns eða vitað var, að hann
væri á lífi. Frestur getur þó verið 4
mánuöir, ef miklar Iíkur eru á, að
maður sé látinn, t. d. vegna þess að
skip, sem hann var á, hefur farist, sjá
6. gr., sbr. 10. og 11. gr. Sum réttindi,
en önnur ekki, rakna við vegna þess
aö dánarlíkur reynast rangar. Maður
getur t. d. endurheimt eignirsínarfrá
þeim, sem fékk þær í arf, næstu 5 ár
eftir það tímamark, sem dómur miö-
ar réttaráhrif dánarlíkna við, sbr. 14.
gr. Sama máli gegnir um vátrygging-
arfé, sbr. 17. gr. Hins vegar verður
lífeyrir ekki endurkrafinn, sbr. 18.
gr., og nýr hjúskapur „eftirlifandi"
maka heldur gildi sínu, sbr. 20. gr.
Ákvörðunarréttur yfir
eigin Iífi og líkama.
Réttur náinna vandamanna
I íslenskum rétti gildir sú grundvall-
arregla, aö menn eru frjálsir að því,
hvernig þeir fara með líkama sinn,
heilsu og líf, svo t'ramarlega sem þeir
skaða ekki sams konar hagsmuni
(eða Ijármuni) annarra meö hátt-
semi sinni. Réttarreglur láta einnig
aö mestu afskiptalaus sjálfsvíg eða
tilraunir til þeirra. Viðhorf og óskir
sjúklinga hafa því mikil áhrif á at-
hafnaskyldur og athafnarétt lækna.
Hvorki læknar né aðrir eru skyldir til
aö hefja björgunaraðgeröir gegn vilja
sjúklings, enda geta slíkar (læknis)-
aðgerðir verið óheimilar og jafnvel
refsiverðar, sbr. nánar ritgerðina
Líknardráp, Úlfljóti 1976, bls. 166.
Forsendan er raunar sú, að sjúkling-
ur sé með fullu ráði og rænu og hafi
nægan aidur og þroska. Um mat á
þessum atriðum getur oröið ágrein-
ingur. Læknir telur sig dómbærastan
um þau, en sjúklingur getur verið á
öndverðum meiri. Á læknum hvílir
almenn skylda samkvæmt lögum og
siðareglum til að viðhalda lífi. Lækn-
ar telja sig yfirleitt ekki þurfa aö
sinna óskum eða boðum, er ganga í
aðra átt, nema skýrar (skráðar) laga-
reglur bjóði. Pess verður raunar
einnig vart, að læknar telji eigin siða-
reglur æðri landslögum, ef reglurnar
fá ekki samrýmst. Ef maður hafnar
lífsnauðsynlegri aðgerð af hvaða
ástæðum sem er, verður almennt að
lögum að virða þá ósk. Þetta er af-
staöa íslensks réttar, þótt óskráð sé,
og sú grundvallarregla er rétt og
skynsamleg að mínu mati. I íslensk-
um lögum eru engar skýlausar reglur,
er tryggi mönnum rétt til að deyja,
þótt þeir eða vandamenn þeirra kjósi
það helst af öllu, t. d. vegna þess að
sjúklingur er háður vélrænu viðhaldi
lífs um ókomna framtíð án þess að
hafa nokkra möguleika til að lifa í
venjulegum skilningi þess orðs. Sú
regla gildir í sumum ríkjum Banda-
ríkjanna, að fullfrískum manni, and-
lega og líkamlega, er heimilt að und-
irrita skjal, e. k. erfðaskrá, þess efnis,
að ef hann veikist eða slasast lífs-
hættulega, skuli hann ekki látinn
þola vélræna meðferð á sjúkrahúsi til
þess að halda í honum líftórunni.
Verður þá ekki heldur komiö fram
neinni lagaábyrgð á hendur þeim,
sem á grundvelli slíkrar yfirlýsingar
ber ábyrgð á vanrækslu meðferðar.
Regla sem þessi leysir ekki vandann í
þeim tilvikum, er maður hefur ekki
komiö því í verk að ganga frá yfirlýs-
ingu. Líklegt er, að þróunin neyði
okkur til Iagasetningar um þessi efni
bæði til að vernda friðhelgi manna,
eftir að hið andlega og félagslega líf
þeirra er slokknað, svo og til þess að
takmarka ábyrgð Iækna við skyn-
samleg mörk. Eins og áður segir, er
það þó ýmsum annmörkum háð að
setja lagaákvæði um rétt manna til að
deyja og jafnframt um rétt (eða
skyldu) lækna til að stöðva tæknilega
lífsmöguleika manna.
Víðtækar heimildir eru í Iögum til
líkskoðunar og krufningar. Krufn-
ingu má stundum framkvæma án
samþykkis hins látna eða vanda-
manna hans samkvæmt sérstökum
lagaheimildum, en annars eftir fyrir-
fram gefnu leyfi hins látna eða með
samþykki tiltekinna vandamanna.
Almenna reglan er, að þeir, sem
orðnir eru 18 ára og hafa nægan and-
legan þroska, geti ráðstafað líkama
sínum eftir sinn dag, svo fremi slík
ráðstöfun brjóti ekki í bága við lög
eða velsæmi. Ef fyrirmæli hins látna
liggja ekki fyrir, hafa nánir vanda-
menn þennan rétt, sjá nánar Þórður
Eyjólfsson, Persónuréttur (2. útg.
1967), bls. 27-29.
Ætíð ber að fá samþykki sjúklings
sjálfs til allra meiri háttar aðgerða,
sem varða líf hans og dauða. Ef slíkt
samþykki verður ekki fengið, skal
LÆKNANEMINN 1-‘/i..i-34.árg,
15