Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 20
Útbrot eru dreifð, rauðflekkótt og
í fyrstu er hægt að ruglast á þeim og
roða, er fylgir háum hita.5 Síðar
verða útbrotin betur afmörkuð:
rauðflekkóttar hellur sem eru mest
áberandi á bol og útlimum. Roði í
slímhimnum er alláberandi, en þó
mjög mismunandi eftir einstakling-
um. Slímhimna í koki getur verið
hvellrauð, en þó oftast án merkja um
punktblæðingar, útferð eða gröft.
Tungan er þá með slikju, sem gerir
hana líka jarðarberjatungu (straw-
berry-tongue). Fylgja þessu oft háls-
særindi. Roði er.líka algengur í aug-
um og leggöngum. Útferð frá leg-
göngum getur verið til staðar auk
annarra merkja um bólgu þar.
Lungnaskoðun er yfirleitt eðlileg,
öndun getur þó verið nokkuð hröð.
18
Einstaka fær þó sem fylgikvilla losts,
lost-lunga (shock-lung) eða „Adult
respiratory distress syndrome“ með
bjúg í lungum. í einni athugun3
fannst, að hjá 7 af 8 sjúklingum fór
slagæðasúrefnisþrýstingur niður fyrir
60mm Hg. Sex þeirra höfðu einkenni
um lungnabjúg.
Hjartsláttur er hraður, en hjartarit
er eðliiegt eða sýnir ósérkennandi ST
og T breytingar. Pessar breytingar
benda þó ekki á leiðnitruflanir,
gollurshússbólgu eða hjartadrep.
Hjartahlustun er eðlileg, en hjarta-
hljóð eru stöku sinnum fjarlæg.
Merki um minnkað blóðstreymi til
útlima getur verið til staðar (kaldir
fætur), einnig getur komið bjúgur
(non-pitting) í útlimi og andlit.
Kviður er spenntur við skoðun hjá
mörgum, sem hafa TSS, og flestir
hafa kviðverki. Ekki finnast líffæra-
stækkanir, utan að lifurgetur fundist
stækkuð. Einkenni frá nýrum, svo
sem nýrnabilun eða þvagþurrð, sem
fylgikvilli losts koma fyrir.
Nær allir fá vöðvaverki út um allan
skrokkinn og eru vöðvarnir oft áber-
andi viðkvæmir fyrir snertingu.
Nokkrir verða hnakkastífir vegna
spennu í hálsvöðvum.8 Önnur ein-
kenni frá stoðkerfi eru fremur sjald-
gæf, en liðverkjum og vökvasöfnun í
liðhol hefur þó verið lýst.5
Margir sjúklinganna eru órólegir,
eða illa áttaðir á stað og stund og/eða
hálfsofandi. Ljósfælni kemur fyrir og
lömun um stundar sakir hefur verið
lýst.5
Flestum batnar á 7— 10 dögum og á
meðan þeim er að batna, þ. e. á 1. til
2. viku eftir að veikindi hófust, flagn-
ar húðin af þar sem útbrotin voru.
Blóð- og þvagrannsóknir
Eins og vænta má, eru rannsóknar-
niðurstöður á ýmsum þáttum líkams-
starfseminnar utan eðlilegra marka í
sjúkdómi eins og TSS. Verða nú
helstu rannsóknir raktar (Tafla II).
Blóðmeinafræði: Rauða blóð-
myndin er oftast eðlileg við innlögn,
þó alltaf sé viss hundraðshluti með
blóðleysi. Þegar líður á veikindin, fá
um 78% vægt nonhemolyticnor-
mochrome-blóðleysi. Verður það
sjaldan svo mikið að krefjist með-
ferðar. Hvítum blóðkornum fjölgar
hjá flestum og verða meira en 15000
hjá um 50% sjúklinganna. Jafnframt
kemur fram vinstri hneigð í deilitaln-
ingu og verða vanþroska granulocyt-
ar áberandi í blóðmyndinni. Blóð-
flögum fer mjög fækkandi á 2.-3.
degi veikinda og fara þá iðulega nið-
ur fyrir 100.000. Varir þetta í allt að
viku. Verður þá (of) mikil fjölgun á
blóðflögum hjá einstaka sjúklingi.8
Frávik í storkukerfi blóðsins eru al-
LÆKNANEMINN 3-4/i98i-34. árg.