Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 22
örverurannsóknir og hlutur
örvera
Rétt er að taka sýni úr slímhimnum,
sérstaklega úr hálsi, augum og leg-
göngum. Einnig er mikilvægt að fá
sýni úr staðbundnum sýkingum (t. d.
fistlum í húð). Sömuleiðis er rétt að
taka blóðsýni í ræktun og til þess að
mæla breytingar á ýmsum títrum, eft-
ir því sem sjúkdómsmynd gefur til-
efni til.
Frá miklum meirihluta TSS-sjúkl-
inga hefur ræktast staphylokokkus
aureus. Hefur verið hægt að ná staph.
aureus ræktun úr leggöngum eða leg-
hálsi í 70—94% sjúklinga, dálítið mis-
munandi eftir athugunum.2 5 7 4 Blóð-
ræktanir fyrir staph. aureus voru nei-
kvæðar. í heilbrigðum konum með
tíðir finnst þessi sýkill hjá um 10%.
Pessi mikli munur á tíðni staphylo-
kokka í leggöngum og leghálsi heil-
brigðra kvenna og kvenna með TSS
er vísbending um bakteríusjúkdóm
af völdum staph. aureus. Hvernig
bakterían orsakar sjúkdóminn er
ekki enn Ijóst. Blóðræktanir hafa
verið neikvæðar, en stungið hefur
verið upp á að toxín eitt eða fleiri,
sem bakterían framleiddi, fari við
blæðingar yfir slímhúðina og valdi
TSS, eða að um galla í ónæmissvörun
sé að ræða.1
Það er ekki enn fullljóst hver þessi
toxín eru. I einni athugun1 fannst
prótein Iíkt enterotoxíni, kallað
staphylokokka enterotoxín F (SEF).
Fannst SEF í 61 af 65 staph. aureus
ræktuðum frá sjúklingum með TSS.
Sýnt hefur verið fram á TSS lík ein-
kenni í öpum eftir inngjöf á öðrum
enterotoxínum og þykir það renna
stoðum undir að SEF gæti orsakað
TSS.
I annarri athugun6 fannst Exo-
toxín C í öllum staph. aureus ræktuð-
um frá TSS sjúklingum, en aðeins í
15% staph. aureus ræktuðum frá
fólki, sem ekki var með TSS. Þetta
toxín hafði ýmis einkenni sameigin-
leg með öðrum þekktum pyrogen-
toxínum og enterotoxínum. í til-
raunadýrum jók Exotoxín C líkur á
losti, hjarta- og lifrarskemmdum af
völdum endotoxína. I umræðu í báð-
um athugunum kom fram að toxínin,
sem fundist höfðu, gætu verið með-
virkandi í TSS ásamt öðrum toxín-
um. Bakterían framleiðir líka t. d.
pyrogen exotoxín A og B (A fannst
þó líka hjá 95% í samanburðarhóp
auk þess hjá öllum með TSS6). Til
frekari stuðnings því að toxín hafi
hlutverk í TSS og sem jafnframt gæti
rennt stoðum undir hugmynd um
galla í ónæmissvörun er, að anti SEF-
antibody er í títrum = 1:100 í 17,2%
tilvika hjá TSS sjúklingum, en 78,6%
tilvika í samanburðarhóp.6
Hugsanlegt er að Exotoxín C og
SEF séu eitt og sama toxínið, en ekki
hefur enn verið skorið úr því.
Aðrar rannsóknir
I vöðvasýnum, sem tekin hafa verið,8
hafa sést merki um smáæðabólgu. í
þeim hafa ekki fundist nein merki
um mótefnafléttur. Húðsýni hafa og
verið tekin,3 er hafa sýnt perivasculer
breytingar í dermis. í rafeindasmásjá
sést eitilfrumuíferð, en engin merki
um mótefnafléttur eða veirur.
Greining á TSS5
1) Hiti: Líkamshiti er meiri en
38,9°C.
2) Útbrot: Dreifðar rauðflekkótt-
ar hellur.
3) Flögnun á húð: Mest í Iófum og
iljum, 1-2 vikur eftir upphaf
veikindanna.
4) Of lágur blóðþrýstingur:
Systola <90mmHg hjá full-
orðnum og tilsvarandi hjá börn-
um og unglingum. Stöðubundið
fall í diastolu >15mmHg úr
liggjandi í sitjandi stöðu, eða yf-
irlið (svimi) við að rísa á fætur.
5) Meltingarfæri: Uppköst eða
niðurgangur við upphaf veik-
inda.
6) Stoðkerfi: Slæmir vöðvaverkir
eða tvöföldun á CPK gildi.
7) Slímhimnur: Roði í koki, aug-
um eða leggöngum.
8) Nýru: Gildi UREAeða kreatin-
in tvöfölduð eða óeðlileg smá-
sjárskoðun af þvagi (>5 hvít
blóðkorn), án þess að um þvag-
færasýkingu sé að ræða.
9) Lifur: Gildi á bilirubin, S-GOT
eða SGPT tvöfölduð.
10) Blóð: Blóðflögur færri en 100
þús.
11) Miðtaugakerfi: Truflun á með-
vitund og áttun, án staðbund-
inna taugaeinkenna, þegar hiti
og blóðþrýstingur er eðlilegur.
Loks þarf að útiloka aðra sjúk-
dóma.
Einkenni 1-4 verða öll að vera
til staðar og þrjú af atriðum
5-11.
Endursýking
Um þriðjungur kvenna, er fær TSS,
veikist aftur. Tíðni helstu einkenna
eru svipuð og í upphaflegu veikind-
unum (sjá Töflu I). Einkenni, sem
höfð eru í huga til að meta hvort
sjúklingur hafi veikst aftur, eru:5
Örugg endursýking
flögnun og a. m. k. 3 af 4 aðal-
einkennum TSS.
Sennileg endursýking
flögnun og 2 af 4 aðaleinkennum
TSS eða 3 af 4 aðaleinkennum
TSS.
Ekki endursýking
2 aðaleinkenni TSS eða færri, ekki
húðflögnun.
Flestar þær konur, sem veikjast aftur,
gera það 1—2 mánuðum eftir upphaf-
legu veikindin, en geta gert það
miklu síðar (41 mánuði síðar hefur
verið lýst.5 Einstaka fá TSS hvað eftir
annað, allt að 5 sinnum hefur sést.5)
20
LÆKNANEMINN - 34. árg.