Læknaneminn - 01.09.1981, Síða 24
Háttvirtu herrar...
Nú gefst lesendum kostur á að líta tæpa öld aftur í tím-
ann. Eftirfarandi er bréf sem Sigurður Sigurðsson ritaði
þegar hann starfaði sem læknir í Höfn árið 1889 og sendi
félagi læknanema í gamla læknaskólanum, félagið hét þá
Hippocrates. Bréfið var lesið upp á fyrsta fræðslufundi
læknanema sem sögur fara af.
Háttvirtu herrar,
studiosi medicinæ & chirurgiæ
í læknaskólanum í Reykjavík
Til þess að sýna, að jeg man okkar
„institutionem mediciam" og hið
litla fjelag „Hippocrates", sem vjer
stofnuðum til þess að efla áhuga
og til þess að gefa færi á að láta
Ijós þeirra skýna, sem vildu gefa
sig fram, eða þeirra, sem bezt
kunnu og þá ekki vildu draga sig í
hlje og þannig fela sinn fróðleiks-
sjóð, skrifa jeg meðlimum Hippo-
cratesar þessar línur og fel vini
mínum Ólafi Finsen á hendur að
recitera þær á væntanlegum
næsta fundi eptir að þær hafa náð
heim til Fróns. Vona jeg, að rit-
gjörðin geti orðið til þess, að fund
megi kalla saman, og að menn
gefi hljóð dálitla stund, svo fram-
arlega, sem enginn annar hefur
beðið um orðið.
Jeg ætla þá að tala um periostit-
is, ostitis og svo um osteomyelitis,
þessa inflammationprocessa í
beinsysteminu, sem reyndar opt
koma fyrir kombineraðir, en sem
þó má specialisera eptir þeirra
anatomiska stað. Ennfremur eru
þessir processar mjög einfaldir
þegar þeir eru skoðaðir generelt
og maður ber þá saman við ana-
loga sjúkdóma í bandvefjunum. Ef
vjer hugsum oss kalksöltin og
beinvefinn sjálfan horfinn úrbein-
unum, þá sjáum vjer í bandvefi
þeim, sem klæðir innan hina
Haversisku ganga í hinum þjettu
beinum og möskvarúmin í hinum
spongiösu beinpörtum, hina
sömu processa, sem koma fyrir í
bandvefjum hinna linu parta; ef
vjer svo köllum þær tvær höfuð-
myndir af ostitis, nefnil.: a)Hina
rarificerandi ostitis og b)Hina
condenserandi ostitis, hverja fyrir
sig: a),,Henfald“ og b)Nýmyndun,
þá hefðum vjer Ijóst yfirlit yfir
þessa processa, sem sýnast svo
kompliceraðir.
Að svo búnu skal jeg þá fyrst
tala um
A. Periostitits
Periostitis er inflammation í hin-
um lausa celluvef, sem er gegn-
umdreginn af mörgum æðum og
sem liggur beinlínis utan um hið
anatomiska periosteum (í þrengri
merkingu), sem er hvítgljáandi
himna og liggur beinlínis á bein-
inu. Periostitis er annaðhvort akút
eða krónisk. Hin fyrrnefnda teg-
und kemur opt án kunnugrar or-
sakar, helzt í hinum löngu legg-
beinum (Rörknokler). NB. Hin
acútu periostitis í einum phalanx
hef jeg heyrt Prófessor Axel Iver-
sen kalla: „Panaritum periostale";
það lýsir sjer avleg eins og acút
periostitis á hærra eða lægra stigi,
og verður opt til að eyðileggja við-
komandi phalanx.
Hin acúta periostitis byrjar með
áköfum feber og óþolandi verk í
limnum, hann fer að bólgna og
roðna, verður stirður og sjúkling-
urinn þolir ekki að komið sje við
hann. Symptóm þessi eru merki
um infiltration í celluvef þeim, sem
jeg fyr nefndi, og sem kirurgarnir
reikna með periosteum. í mörgum
tilfellum resorberast exudatið og
sjúkl. batnar, en optast heldur
infiltrationin áfram og meiri eða
minni partur af periosteum eyði-
leggst per suppuration. Á þessu
tímabili hefursjúkl. náttúrlega háa
temperatúr og er altekinn, stund-
um kemurdiarrhoe. Eptirnokkurn
tíma hefur pus rutt sjer braut
gegnum hina linu parta til húðar-
innar, svo að maður getur fundið
flúktúaton og inciderað. Sumir
halda því fram, að ekki sje ráðlegt
að incidera fyr en maður finni
glöggt flúktúation, því að ab-
cessinn hafi ekki afkapslað sig
nægilega, og því haldi suppurati-
onin áfram út í kringumliggjandi
vefi eptir að incisionin hafi verið
gjörð. Þótt þetta sje íhugunarvert
og geti átt sjer stað; þá finnst mjer
22
LÆKNANEMINN ’-4/1sbí - 34. árg.