Læknaneminn - 01.09.1981, Page 28
Sjúkratilfelli
Bjarni Þjóðleifsson Iæknir
Fimmtug kona leitar til heimilislækn-
is vegna slappleika og óljósra verkja
um ofanverðan kvið, einkum hægra
megin. Einkennin byrjuðu fyrir 10
dögum, voru væg fyrst en fóru versn-
andi. Hitalaus. Síðustu 2 daga hafði
þvag verið óvenju dökkt. Við skoðun
fannst aum og nokkuð stækkuð lifur
og væg gula sást á augnhvítu. Milta
fannst ekki. Heilsufarssaga var ekki
markverð.
Rannsóknir:
Hb. 13,0 gr.%, sökk 20 hvít 5600.
Bilirubin 5,6 mg%, direkt 4,7 mg%.
ASAT 102 IU (<35), gamma GT 96
(<35) og alk. fosf. 302 (<270).
LDH Quick próf 18 sek., kontrol 14
sek.
Hvernig má túlka sögu og skoðun?
Hvernig ber að túlka lifraprófin?
Hvaða atriði þarf að kanna nánar
í sjúkrasögu til að nálgast grein-
ingu?
Svar
Vandamálið snýst um að finna hvers
eðlis gulan er, þ.e. stíflu- lifrarfrumu-
eða hæmolysugula. Það er strax hægt
að leiða rök að því að ekki sé um
hæmolysugulu að ræða, en í þeim
sjúkdómi er indirekt bilirubin hækk-
að. Dökkt þvag bendir hinsvegar á
direkt bilirubin. Aum og stækkuð lif-
ur bendir á sjúkdóm í lifur, en ekkert
kemur fram, sem bendir á stíflu í gall-
vegum. Milta fannst ekki og bendir
það til að ekki sé um langvarandi
lifrarsjúkdóm að ræða og styður enn
frekar að hæmolysa sé ekki orsök
gulunnar.
Lifrarprófin sýna drep á lifrarfrum-
um (j1 ASAT og gamma GT) og byrj-
andi lifrarbilun (lengt Quickpróf).
Það síðastnefnda getur þó einnig
stafað af skorti á K vítamíni en það er
mjög ólíkleg orsök. Alk. fosf. er
óverulega hækkaður og samrýmist
það einnig drepi á lifrarfrumum og
bendir ekki á stíflu.
Túlkun á sjúkrasögu, skoðun og
lifrarprófum styður því hvort annað.
Um er að ræða sjúkdóm í lifur, annað
hvort bólgu (hepatit) eða æxlisvöxt
(meinvörp). Það síðastnefnda er þó
mun ólíklegra og verður því fyrst
snúið að því að kanna möguleika á
lifrarbólgum. Nákvæm sjúkrasaga er
þar mikilvægasta greiningartækið og
þarf að kanna möguleika á helstu or-
sökum lifrarbólgu.
Konan var vel efnuð, gift forstjóra
innflutningsfyrirtækis. Hún ferðaðist
mikið með manni sínum og var síðast
á Italíu fyrir P/2 mánuði. Notaði
engin lyf að staðaldri, en einstaka
sinnum nitrazepam fýrir svefn, en
það lyf er ekki þekkt að því að valda
lifrarbólgu. Áfengisnotkun taldi hún
hóflega, en við nánari könnun kom í
ljós að í ferðalögum notaði hún Iétt-
vín með mat og auk þess sterka
drykki á kvöldin. Var þessi neysla
áætluð um 50-60 gr. hreinn vínandi á
dag (ein léttvínsflaska inniheldur 90
gr. vínanda). Þegar hún var heima
var áfengisneysla tengd samkvæmis-
lífi og gestamóttöku, en einnig sherry
við sjónvarp. samtals metið um 40-
50 gr. vínanda á dag. Þessi neysla
hafði staðið í meira en 10 ár. Aldrei
fengið fráhvarfseinkenni og aldrei
orðið ölvuð.
Þessi könnun á sjúkrasögu vekur
grun um að konan hafi alkohól lifrar-
bólgu. Var hún tekin á spítala og
voru þar m.a. mæld mótefni fyrir A &
B lifrarbólguveiru og voru bæði nei-
kvæð. Þegar blæðingarpróf voru
komin í lag var tekið nálarsýni úr
lifur og sýndi það fitusöfnun og drep í
lifrarfrumum, bólgufrumuígerð og
mallory hyalin. Þessar rannsóknir
staðfesta klíniskan grun um alkohól
Iifrarbólgu.
Meðferð var fólgin í eftirliti á
göngudeild og ráðleggingum um
áfengisbindindi. Lifrarpróf urðu
eðlileg á 3 mánuðum. Horfur eru
góðar ef bindindi er haldið og líklegt
áð ekki sé um varanlega skaða á lifur
að ræða.
Það sem er athyglisvert við þessa
sögu er m.a. að konan var ekki alko-
hólisti í þeirri merkingu að hún væri
líkamlega háð áfengi. Neyslan mót-
aðist frekar af lífsstíl hennar og um-
hverfi og magnið er ekki frábrugðið
meðalneyslu íbúa í ýmsum Evrópu-
löndum. Engu að síður getur þetta
magn ef þess er neytt í nokkur ár
valdið fituíferð og lifrarbólgu eins og
hér er lýst. Það er mjög einstaklings-
bundið hve „hófdrykkja“ þolist vel
og er talið að sumir einstaklingar geti
fengið alkóhóllifrarbólgu á stöðugri
neyslu á 20-30 gr. af hreinum vín-
anda á dag. Konur þola minna en
karlar í þessu tilliti.
26
LÆKNANEMINN 3-4/i.„ - 34. árg.