Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Side 29

Læknaneminn - 01.09.1981, Side 29
Utanför 2. árs læknanema sumarið ’81 Skrásett hefirÁrni Leifsson Sumarið '81 fóru annars árs nemar til Bretlands að venju til verklegs náms í líffærafræði og bjórdrykkju. Liverpool var valin sem oft endranær, sakir þess að þar býr Pearson nokkur, sem hald- inn erþeim sjúkdómi aö kunnavel við íslenska læknastúdenta og vera þeim snúningalipur. Pearson tók á móti okkur að Seljubúruhöll um óttubil hinn 13. júlí og var mönnum vísað til rekkju og þess gætt, að Valur, Gimmi, Sverrir og aðrir hinna áhugasöm- ustu stúdenta þyrftu ekki að ganga upp stiga að loknum ströngum námsdegi. Seljubúra- höll stendur í fögrum skógarlundi (lundur stór, skógur lítill), þar sem stúdentar áttu eftir að una sér sumarkvöldin löng &c, við knatt- leiki, sólböð og can can dans. Að nokkrum stundum sofnum var okkur hlaðið á tvíþilförung og ekið niður í háskólann, þarsem frú Lynch kynnti fyrir okkur stífa fjög- urra vikna áætlun, þar sem aðeins var hægt á um helgar, á miðviku- dags-síðdegjum (? — that's right) og á ríkisarfabrúðkaupum. Annars var fyrsti dagurinn rólegur og eyddum við honum í anthrópólóg- ískar rannsóknir og sýna niður- stöður þeirra að Lifrarpollar eru heldur undir meðallagi hvað varð- ar líkamsburði og þokka, en yfir meðaltali í hjálpfýsi og viðkunnan- legheitum. Nokkrum heilabrotum ollu gamlir karlar, sem stóðu á hornum og hrópuðu ,,go“ sí og æ, eins og þeir meintu það; en í Ijós kom að ,,gÓ“ er framburður innfæddra á ,,Echo“; það er bæj- arsnepillinn, sem síðar varð ómissandi heimild Upplýsinga- þjónustu Hjartar um bíómál. Þennan dag komust menn einnig að því, að flest það japanska tækniglingur, sem þeir höfðu keypt fyrir slikk í fríhöfninni var ódýrara á Englandi. Daginn eftir hófst lífsins óum- flýjanleg alvara og verður hér lýst dæmigerðum starfsdegi: Sú hefð skapaðist að þeir sem ekki voru farnir að sofa að morgni, vöktu hina. Gastronomískir masochistar lóðsuðu sig út I mötuneyti vistar- innar að eta svínafitu og tómata steikta í eigin soði (specialité de la maison). Hinir létu sér nægja að bæta úr skorti á ECW áður en þeir komu sér fyrir í rúgbrauðinu tveggjahæða, sem flutti þá niður í bæ. í krufningastofu kaupa menn hanska af hinum elskulegu Ritu og Joan, stríða kerlingunum á Charles & Di-barmmerkjunum, þiggja af þeim góð ráð um pöbba og munda hnífana: ,,Hurru,“ segir Össi, „hvað er þetta plexus brachialis?“ — „Opnaðu kók,“ svaraði Tóti. — „Það stendur hérna í bókinni, að...“ byrjaði Dötti, — „Spyrjum Missing Link," lagði Sæli til. Og Missis Lynch brýndi neglurnar, grúfði hárið niður í axilluna og dissikeraði á örskotsstundu út úr bandvefs- fascium eftirlíkingu af pl brach alveg eins og hann var teiknaður í bókinni. — „You see here the Aðferð Sverris til að gleyma ekki spekinni. LÆKNANEMINN - 34. árg. 27

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.