Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 31
anterior ramus," byrjaði hún og
leit á Orra, en það var í augum
hans fjarræna, sem var alls óskyld
intoxicatio alcaholica eða aesth-
etískri upplifun á innihaldi regio
axillaris; hann var enn dáleiddur
af hinu athyglisverða sjónarhorni,
er Lynch hafði presenterað, er hún
anteflecteraði sig yfir materialið.
í mötuneyti háskólasjúkrahúss-
ins var fram borinn skárstur matur
á Bretlandseyjum. Hræbillegurvar
hann og vinsæll af stúdentum. Eitt
sinn sem oftar sátu þar íslenskir
og húðuðu ventriculus áður þeir
fylltu hann ölbryggi, er seldist
handan götu. Þá ber að Isabel
nokkra, og upphefur Dötti við
hana orðræður spaklegar: ,,Só jú
ar a dentist-stjúdent?" ,,Yes...“
— ,,Will you clean my teeth?" —
„Well, I..— „Thank you so
much.“ Og varð hjal þetta til þess,
sem aldrei orðið skyldi; hver á fæt-
ur öðrum gein karlpeningur ár-
gangsins við tannsteinsfræsara
hennar, og er íslendinga þá helst
getið meðal Liverpoolskra heil-
brigðisstétta, að þeirra tennur
hljóti að vera annarra kynnþátta
saurgari, að flestir þurftu akút
meðferð þeim til bjargar.
Tölvuspil ýmisskonar hafa nú
fyllt pöbba Bretlandseyja og kom-
ið í borða stað. Leikir þessir hel-
tóku hugi margra, og það svo að
veglegar fjárhæðir, sem í bjór
eyddust voru smámunireinirsam-
an bornar við þærfúlgur, sem fóru
í herkostnað við að verja plánetu
jörð fyrir dólgslegum árásum
ýmissa óvinaherja á litfögrum kat-
óðuskermum þessara spilakassa.
Afsökunin fyrir þessari spilasýki
var, að nauðsynlegt væri að við-
halda góðri oculo-manual coord-
inatio fyrir krufningar síðdegis.
Margt hefur hin framhyggna
læknadeild Liverpoolháskóla um-
fram fjársveltan HÍ, má þar nefna
videovædda prófessora og sáum
við einn slíkan á skermi, bendandi
á ýmsa merka intracranial struct-
ura með svokölluðum skjálf-blý-
anti, en það verkfæri var uppfund-
ið í þágu inter-disciplinary integr-
atio og eiga nemendur að beita
tölfræðiþekkingu sinni til þess að
ákvarða líkindafræðilega yfir
hvaða punkti blýanturinn var oft-
ast og þar með hvaða strúktúr var
til umræðu.
Systematískri aflimun lauk kl.
4.30 daglega og eyddu menn tíma
fram að kvöldmat við hina ýmsu
recreations-möguleika, er borgin
hafði upþ á að bjóða, hver eftir
sínu höfði. Þá fóru þeir í mötuneyti
vistarinnar, sem þorðu, aðrir eld-
uðu sjálfir og sumir fóru út að
borða og mátti þá oft finna góðan
mat á lágum prís.
Pearson og hans Rotary-félagar
voru ótrúlega iðnir við að hafa
ofan af fyrir okkur, og var ein
merkasta operationin að fara með
okkur á pöb-crawl, þar sem Rot-
ary-limur og hans kvinna ef vel
vildi, settu bifreið sína undir tvo
stúdenta og lagði upp löng proc-
ession í ferð milli kráa og var
drukkin hálf til ein pinta á hverri.
Sverrir og Stebbi Matt lentu sam-
an í bifreið Schoolmaster-hjón-
anna og höfðu þau dóttur sína
gjafvaxta meðferðis. Á meðan við
Dötti hófsemdarmenn ræddum
við frú Schoolmaster um skóla og
uppeldismál, bitust Sverrir og
Stebbi á um athygli hinnarföngu-
legu ungfrúr, Allison. Eigi varð
þeim ágengt með þetta sjaldgæfa
dæmi um fegurð í Liverpool, og
má opsummera allt þeirra activitet
þennan mánuð svo: Þeir vildu ekki
það sem þeir fengu, og fengu ekki
það sem þeir vildu.
Stúdentagarðar Liverpool eru
margir og dreifðir, en stjórn þeirra
ákvað, að koma fyrir í sömu stæðu
íslenskum stúdentum og Christi-
an Pensioners' Recreation and
Lord Praising Association
(CPRLPA). Framámenn þessa
hóps töldu að við værum barbarar
sem hefðu hætti skógarbjarna:
sofa á veturna, vaka á sumrin; og
vildu meina, sem rétt var að það
færi ekki alls kostar vel saman við
þeirra kristilega vana að sofa á
nóttunni. Eftir nokkrar kurteisleg-
ar viðræður, skýrðist fyrir þeim að
við fögnuðum ásíðkvöldum öllum
þeim lærdómi, sem við öfluðum
okkur á daginn, og hinir kristnu
eftirlaunamenn krossuðu sig I bak
og fyrir (,,... and cannibals,
too ...“), og fengu sig flutta á
annan garð. Allir voru hamingju-
samir og garðsstjórn vísari að.
Um helgar ferðuðust menn vítt
og breitt og skoðuðu landslag og
kúltúr frá Cornwall til Aberdeen og
frá París til írlands. Þess verður
ekki nánar getið hér, heldur látið
bíða sérstaks fylgirits Læknanem-
ans: „One Hundred Ways to Es-
cape from Liverpool."
Þessi ferð var farin til þess að
tengja það, sem við höfðum lært
af bókum því sem vænta má í
raunveruleikanum (NB þó orð
Siggu Dóru: „Eða ég held alla-
vega, að það sé tilgangurinn.")
Eigi skal það metið hér, hve vel
það heþþnaðist, næstu ár munu
skera úr um það.
Vér stúdentar sendum kærar
þakkir: Læknadeild fyrir hug-
myndina, Alþingi fyrir peningana,
leiðbeinendum fyrirfræðsluna, og
að lokum þeim sem mestar þakkir
eiga skilið — Rest in pieces.
LÆKNANEMINN - 34. árg.
29