Læknaneminn - 01.09.1981, Page 34
Skiptinám 1981
Sumarið 1981 fóru fimm þriðja árs nemar til nákvæmlega jafn-
margra Ianda sem skiptinemar á vegum IFMSA. Hér birtast
greinargerðir tveggja þeirra.
Skiptinemi í Egyptalandi
Sigurveig Pétursdóttir
Dag einn seinni hluta ágústmánaðar
hélt ég af stað frá íslandi áleiðis til
Egyptalands. Leiðin lá fyrst til Kaup-
mannahafnar, þá til Búdapest og að
lokum sást hilla undir hina fyrir-
heitnu borg Kairo. Þangað kom ég
að nóttu til og var orðin hálf tuskuleg
eftir flakkið. Lofað hafði verið að ég
yrði sótt á flugvöllinn, en það Ioforð
hafði verið gefið gegnum síma og
hafði ég ekkert annað í höndunum
en 3 símanúmer til að hringja í ef það
brygðist. Af þessum sökum var mér
ekki beinlínis rótt er flugvélin lenti.
Það var enginn asi á flugvellinum.
Vegabréfsskoöunin tók alllangan
tíma og velti maðurinn lengi fyrir sér
þessu ntagra bláa vegabréfi, gefnu út
í landi, sem hann hafði sennilega
aldrei heyrt minnst á áður. Kvíðinn
um hvort égyrði sótt, magnaðist jafnt
og þétt eftir því sem ég nálgaðist
móttökusalinn. Mér til óblandinnar
ánægju stóðu þar tveir myndar
læknanemar með risastórt blað með
nafninu ntínu skrifuðu á. Héldum við
nú af stað inn í Kairo. Þessa fyrstu
nótt gisti ég í all óhrjálegri íbúð, virt-
ist sem enginn hefði búið í henni í
langan tíma. Þetta var ein sú óvistleg-
asta og óhreinasta íbúð sem ég mundi
eftir að hafa augum litið um ævina,
en það átti nú eftir að breytast.næstu
dagana.
Daginn eftir var mér svo komið á
endanlegan áfangastað, sem sé á
spítalann sem ég dvaldi á. A leiðinni
þangað var mér sagt að ég væri hepp-
in því ég lenti áeinum hreinasta ríkis-
spítalanum í Kairo. Spítalinn stóð við
Níl, sem er breið og falleg að sjá.
Víða á bökkum hennar eru veitinga-
hús úti í skipum. Það er einhver alveg
sérstakur sjarmi yfir Níl, sem erfitt er
Við sfinxin
að skýra, þetta er áin sem gefur öllu
Egyptalandi líf.
Við fyrstu sýn leit spítalinn vel út.
Framhliðin var bara falleg og mikill
gróður í kring. Heldur tók nú fegurð-
in að fölna þegar inn var komið.
Egypskt hreinlæti er greinilega ekki
sambærilegt við íslenskt hreinlæti.
Ég fékk herbergi í blóðbanka spítal-
ans, ásamt 4 öðrum skiptinemum.
Þetta herbergi hafði sér það helst til
ágætis að frernur lítið var um skordýr
þar. Aðeins fáeinir maurar og svo 3
stórar köngulær í loftinu, sem sagt
hreinasta herbergi sem ég sá í þessu
landi fyrir utan Hilton hótel og álíka
staði. Á baðherberginu var úrval
skordýra mun meira, en það vandist.
Fyrstu dagana varð mér lítið úr
verki. Hiti og tungumálaörðugleikar
gerðu það að verkum að fram-
kvæmdasemin var í lágmarki. Ef
mann langaði að vita hvað fram færi á
spítalanum, þá var eina leiðin að fara
á stúfana og leita að einhverjum sem
talaði ensku en það voru bara læknar
og læknanemar, að öðru leyti var
arabiskan eina málið.
Spítalinn tók um það bil 530 sjúkl-
inga og var hluti hans ætlaður efna-
litlu fólki. Engan matsal fyrir starfs-
fólk var að finna í þessum spítala.
Hins vegar voru tvö lítil herbergi á
efstu hæðinni, er ætluð voru sem eins
konar eldhús fyrir lækna. Annað var
fyrir kvenfólk en hitt fyrir karlmenn
(gott dæmi um aðskilnað kynjanna
þarna). Þarna var ekki um sérlega
auðugan garð að gresja, til voru þrír
gafflar, tveir og hálfur hnífur, þrjár
skeiðar og fjórir diskar. Þetta þurftu
32
LÆKNANEMINN 3-/i9»i - 34. árg.