Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 36

Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 36
getur. Ef svo vel vill til aö lögreglu- þjónar eru á gatnamótunum, hlýða þeim allir. Árekstrar eru lítið mál þarna, að minnsta kosti er lítill vandi að losna við lögregluna, borga henni eitthvað smáræði og þá er það mál afgreitt. Sá hugsunarháttur er ríkj- andi þarna að mesta virðingin er bor- in fyrir þeim sem þverbrjóta allar reglur og haga sér alveg eftir eigin geðþótta. Mitt í öllu þessu öngþveiti og lát- um starfar þó félag læknanema, sem er til sóma. Allt varðandi erlenda skiptinema er mjög vel skipulagt. í byrjun hvers mánaðar er haldið alls- herjar partý fyrir alla skiptinemana. Þar er útbýtt prógrami fyrir allan mánuðinn. Þar er til dæmis boðið upp á þriggja daga ferð til Alex- andríu, eins dags ferð að Suez skurð- inum og margt fleira, allt mjög ódýrt. I þessar ferðir kemur alltaf þó nokk- uð af egypskum Iæknanemum. Að vísu eru farartækin ekki alltaf neinar glæsikerrur en það er aukaatriði. Það var mesta furða hvað það venst að vera hálfdauður úr hita og svita í bíl. Ég fór í allar þær ferðir sem stúd- entar buðu upp á og voru þær allar vel heppnaðar. Alexandría er borg sem er gaman að skoða. Þar er mikið um fornminjar, skemmtistaði og heljarlöng baðströnd svo flestir finna eitthvað við sitt hæfi. Helsti kostur hennar er svo að hún er einn hrein- asti og svalasti staður landsins. Einum degi eyddi ég svo við Suez skurðinn, nálægt borginni Ismailia. Það var mikil umferð skipa frá ýms- um Iöndum um skurðinn. Það sem ég var mest hissa á var að brún skurðsins er ágætis baðströnd sem mikið er notuð. Betra er þó að synda ekki of langt út, því maður yrði fljótt kaf- sigldur. Hitastigið var yfirleitt á bilinu 33- 38°C og geysilegt ryk. Það var ekki nema von að nóg væri rykið, því það rignir ca. 3 daga á ári ef vel lætur og svo er eyðimörkin rétt við borgar- mörkin. Okkur stelpunum þótti hálf súrt í broti að strákarnir gátu gengið í stuttbuxum, en það var ekki auðvelt fyrir okkur. Ef einhver okkar vogaði sér í stuttbuxur, lá við að allir egypsk- ir karlmenn gláptu úr sér augun. Það er sem sagt ekki siður að kvenfólk klæðist öðru en pilsi þar. Þegar fólk heyrði að ég kæmi frá Islandi, varð oft smá þögn og svo var spurt: Hvar er það? Á suður- eða Við hof drottningarinnar Hapshepsut Agouza spítali norðurhvelinu? Það er kannski ekki mjög skrítið þótt fólk þekki ekki þetta litla sker. Einnig vakti gífurlega athygli að hér liðist það að fólk byggi saman í óvígðri sambúð. í Kairo má sjá ýmiss konar hús- næði. Flest húsanna fannst mér ekki sérlega reisuleg og fátækrahverfin voru vægast sagt hörmuleg. Ég hélt einu sinni að við værum að keyra gegnum ruslahauga, en þegar betur var að gáð reyndist þetta vera íbúð- arhverfi. Þurfti að beita mikilli at- hygli til að sjá að þetta væru eins konar skýli fyrir fólk og víða sést svartur reykur liðast upp. Í Egyptalandi eru um 92% íbú- anna múhameðstrúar og er því ekki leyfilegt að drekka alkóhól. Það má finna einstaka vínbúð í borginni og sumir matsölustaðir selja bjór. Al- mennt virðir fólk þetta bann, en það er helst yngra fólkið sem brýtur það. Mér fannst það furðulegt að í svo stóru samfélagi sá ég aldrei vín á nokkurri manneskju. Ekki er hægt að skilja við Egypta- land án þess að minnast á fornminjar. Um það bil I 1 km frá miðborginni eru Gizeh pýramídarnir, Keops, Kefren, Mykerinos og Sphinxinn. Manni finnst óraunverulegt að þeir séu svona gamlir, síðan ca. 2700 f. Kr. Það sést á þeim að eyðimerkur- sandurinn vinnur sitt eyðileggingar- starf jafnt og þétt þó hægt fari. Þarna er allt krökkt af ferðamönnum yfir daginn, aðallega þýskum og spönsk- um. Þegar komið er kvöld, eftir klukkan 9, er hins vegar rólegt þarna og virkilega þess virði að rölta um og skoða. Inni í miðri Kairo er svo The Egyptian Museum. Þar eru geymdir allir helstu dýrgripirnir sem fundist hafa víðsvegar um landið. Þetta safn er svo mikilfenglegt að sennilega þarf 10 daga til að skoða það svo sæmileg mynd sé á. Þarna er alveg geysilegur fjöldi af skartgripum, styttum og ýmsum öðrum fornminjum. Það er 34 LÆKNANEMINN - 34. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.