Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Page 37

Læknaneminn - 01.09.1981, Page 37
alveg ótrúlegt hve mikil vinna er lögð í hvern hlut. Til dæmis steinkistur utan um múmíur. Ein kista er stund- um með örsmáum útskornum mynd- um að utan og innan, svo hvergi er lófastór blettur auður. Það er með ólíkindum hve rniklu af skartgripum var hægt að koma á eina múmíu. Þessum mánuði sem ég dvaldi þarna mun ég aldrei gleyma. Leggst þar á eitt, að allt það sem hægt er að sjá þarna, er ólíkt því sem við eigum að venjast og að það egypska fólk sem ég kynntist var sérlega hlýlegt og hjálpsamt. Mánuður með finnskum Stefán Steinsson í ágúst og september 1981 varð ég þeirrar blönduðu ánægju aðnjótandi að liggja við sem skiptinemi í Finn- landi. Stud. med. Eiríkur Jónsson hafði veg og vanda af því að útvega mér pláss í landinu. Til að ég hefði einhvern fastan púnkt í tilverunni út- vegaði hann mér einnig 1300 króna ávísun. 18. ágúst byrjaði útferðin. Þá var ég með þann hluta sem mér bar af ársveltu Geðdeildar Borgarspítalans á Arnarholti upp á vasann og tvenna sokka til skiptanna í bakpoka. Ég flaug til Hafnar og Ijósmyndaði Öræfajökul úr lofti. Á flugvelli þeim sem oft er kenndur við Kastrup bónda á Amagerey henti mig kóf- sveittan íslendingshálfvitann það meginlán að rekast á gamla bekkjar- systur. Hún starfaði við að þvo mat- arílátin hin sömu sem ég hafði óhreinkað í flugvélinni. Svo vel bjó hún að eiga legio af hornsófum á öresund collegium og þurfti ég því ekki að fara á illfyglaheimili. Daginn eftir heimsótti ég collega Karl í Gautaborg en hann var þar á sumarnámskeiði í sænsku og skein- ingum. Fóru með honum tveir dagar í súginn. Frá Gautaborg hélt ég í heimsókn til flóttamannanna Sisselar og Pers Tores sem einu sinni voru með okkur hér. Þau hýrast nú í borg- inni Lin Sjö Bing, en kínverskt nafn LÆKNANEMINN - 34. árg. hennar útleggst á íslensku ,,Blóð- sjúkdómaborgin". Hjá þeim dvaldi ég í góðu yfirlæti eina helgi. Nú leið að því að Suomi-Iandið sjálft nálgaðist (og ég það um leið). í Lin Sjö Bing fór ég aftast í lestina og gekk hana síðan endilanga á leiðinni til Stokkahólms. Þannig græddi ég nokkrar mínútur sem kom sér vel því að á höfuðbananum vissi ég ekkert hvað ég átti að gera. Eftir að hafa ruglað saman T-bana og lokaltogi langa hríð keypti ég mér miða í rennistiga, si svona af því að svo stór- ir rennistigar eru ekki til á klakanum. Og sem ég nú renn þarna niður stig- ann sé ég velkunnuga mannsveskju síðhærða og föngulega koma renn- andi upp stigann andfætis. Og sjá, þarna þekkti ég þegar í stað að kom- in var Fída hin eina sanna, símalaus en með jakka á báðum öxlum og nokkurt föruneyti. Ég heilsaði henni í stuttu andvarpi og hún mér. „Hvert ætlar þú?“ ,,Til Finnlands." „Ég Öræfajökull úr lofti. Collega Karl lætur fara vel um sig undir áhrifum sænsks þjóðskipulags. líka." Og svo fórum við til Finn- lands. í Finnlandi fann ég mér sem dval- arstað þá umsömdu borg Tampere. Við komuna þangað var mér hríðkalt og utan fyrir brautarstöðinni blasti við morgunblaðshöll staðarins. Ég tók nú strætil að Tampereen Keskussairaala eða aðalsjúkrahús- inu. Tyllti ég mér inn á bekk í húsi læknadeildar og hóf að spyrja vegfar- endur spjörunum úr um manninn sem átti að skipuleggjalmig. En ég beið og beið og var biðin svo löng að ég var kominn á fremsta hlunn að flippa norður um í heimsóknir til Luleá í Sve. Þar var þá að vinna á röntgendeild kunningjakona mín ein af Watutsi ættbálknum sem nú er að mestu útdauður. Loks fannst þó Sakari, sá minn umsjónarmaður. Þetta var knippa- karl og sportisti. Hann sýndi mér annan sem Ahti hét en hjá honum skyldi ég búa. Sá vildi ekki heilsa mér því að hann var nýuppstaðinn frá dauðu svíni sem hann hafði saumað í sér til æfingar, verandi á kírúrgíu- kúrs. Ahti sagðist hafa íbúð og fannst 35

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.