Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Page 39

Læknaneminn - 01.09.1981, Page 39
Autio yfirlækni á kírúrgíunni. Þetta var lítill eldri maður hnöttóttur. Hann varð mjög imponeraður þegar ég rembdist eins og rjúpan við staur- inn að segja þrjár setningar á finnsku og tókst. Hann sagði mér að koma næsta dag. Enskukunnátta hans var fólgin í því að hann sagði: ,,Huo- menna — yesterday ..síðara orð- iö hinu fyrra til skýringarsem þýðirá morgun. Eg fór til Grönroos og sagði hon- um að ég nennti ekki að vera á míkróbíólógíunni lengur og væri far- inn yfir á kírúrgíu. Hann glotti býsnin öll. „Allir ungir læknanemar ætla að verða kírúrgar." ,,Já,“ sagði ég og snautaði út. Daginn eftir fól Ville Autio önd mína í hendur Annikki Ilmarinen sem talaði mjög góða ensku og var aðstoðarlæknir í barnakírúrgíu. Reyndar var hún sem næst fullnuma sérfræðingur í faginu, kona um þrí- tugt og hefi ég ekki í annan tíma séð jafn sexí kírúrg. Nú hafði ég afrekað að gera það sem IFMSA ekki megnaði, það er að skipta um deild. Sannaði ég þar með að stúdenta samtökin eru óþörf og legg til að þau verði lögð niður. Eg var hjá þeim þarna á barna- kírúrgíunni seinni hálfa mánuðinn af dvölinni. Annikki Ilmarinen átti að vera minn verndari en ég hætti fljót- lega að leita til hennar, hún var frem- ur leiðigjörn eins og títt er um fallegt kvenfólk. Yfirsérpi deildarinnar var hins vegar Eero Sornppi (frb. Sombi) og var mjög spakur rnaður og auk þess hress. Það voru ekki tjáninga- vandamálin milli Somba læknis og sjúklinganna. Hann hefir skrifað bókina Luentoja Lastenkirurgiasta sem ég ræð mönnum að Iesa. Ég horfði þarna á aðgerðir við ýmsum meinum s. s. retentio testis, hypospadias, botnlangafíflagangi o. s. frv. Skólinn var byrjaður hjá finnskum svo ég fékk ekki að að- Tampereen Keskussairaala. stoða til að ryðjast ekki fram fyrir nemana. Þó lafði ég einu sinni í haka við exploratífa laparotomiu & thora- cotomiu á manni sem hafði fengið ofan á sig hús. Terenhuovi hét sá sem skar og var snöggur að. Handleggur mannsins var í rúst en Terenhuovi var ekki í vandræðum. Hann fékk sér statíf og stillti upp á það opinni Lehrbuch der Topografischen Ana- tomie des Menschen eftir Anton Hafferl. Síðan hafði hann í frammi borvélar ýmsar og apparöt og allt gekk vel. Þarna var ekki sama súperþjón- ustan við sloppaíklæðslu og hér. Eftir að hafa þvegið sér um hendur með sápu, bursta og spritti var sagt: Nú ertu steríll á höndunum og ferð sjálf- ur í þinn slopp. Og mátti maður Áfengisverslunin, þessi Saab kemur mál- inu ekkert við. handfjatla hann að utan sem innan. Einu sinni hafði ég stolið Ijósbrún- um klossum og var á þeim á vappi á skurðstofuganginum. Hjúkka ein hóf að rífast. Beitti ég fyrir mig skilnings- leysi en mistókst. Hún rak mig þá til að stela hvítum klossum. Átti þá lisalo nokkur sem hafði jafnlitla löpp og ég og kann ég honum bestu þakkir fyrir. En þetta er greinileg sönnun þess að skurðhjúkkur eru samar við sig í öllum löndum. Kírúrgísk undirklæði eru í Tampere græn með ljótu sniði. Menn Iáta ekki sjá sig í þeim á almannafæri og skipta því um föt áður en þeir fara í mat. En þetta veldur því að sami litur er á því sem sterílt er og ósterílt og tel ég það ábendingu fyrir ósjálf- ráðu ótímabæru káfi. I Finnlandi læra mun fleiri stelpur læknisfræði en strákar. Þeir eru yfir- leitt stæltir og vöðvamiklir og ganga út í skógana að berja tré. Stelpurnar dunda sér við langskólanám á meðan. Ég skemmti mér nokkrum sinnum með þessu fólki. Annars vegar var farið á Ravintola sem samkvæmt orðabókum er sama og Restaurant á dönsku. En á Ravintola fara menn til að drekka nokkur glös og sitja og 37 LÆKNANEMINN 3-4/i98, - 34. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.