Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 34
AÐGERÐIR VEGNA ALVARLEGRAR OFFITU,
Mynd 3. Maga- og garnahjáveituaðgerðin sem gerð er á LSH.
Maga- og garnahjáveituaðgerðir (Gastric- and intestinal byp-
ass) eru þær aðgerðir sem flestir hallast að í dag og þykja
gefa bestan langtímaárangur <15‘17L Gerð eru mörg mismun-
andi afbrigði þessara aðgerða og mismunandi tækni beitt.
Flestir eru nú sammála um að ef góður langtímaárangur á að
nást þurfi:
1. Hjáveitu á maga þar sem veitt er framhjá a.m.k. 90% af
maga. Flestír gera magapoka sem tekur aðeins 50-100 ml
(mynd 3). Þetta tryggir að sjúklíngar geti borðað miklu minna
í einu og þeir léttast hratt í fyrstu. Þessi magapoki vex þó mikið
fyrsta árið (fimm til tífaldast) og eftir það geta sjúklingarnir
borðað meira magn í einu,
2. Hjáveitu á efri hluta garna, þar sem tengt er framhjá mis-
miklu af efri hluta mjógirnis (við tengjum fram hjá 2 m af efsta
hluta jejunum). Mikilvægt er að hreyfa ekki við neðri hluta ile-
um en þar fer fram frásog á vítamínum og steinefnum. Garna-
hjáveitan er gerð með Roux-enY endurtengingu en þá er eng-
inn blindur endi skilinn eftir (mynd 3). Hjáveita garna veldur
því að gall, brissafi og magasýrur blandast ekki fæðunni fyrr en
í neðri hluta garna þannig að melting og frásog á sér aðallega
stað í neðri hluta garna. Ef borðað er mikið af orkuríkri fæðu
(fitu og kolvetnum) nýtist fæðan ekki að fullu og sjúklingurinn
fær niðurgang (fituskitu). Til að melta hreinan sykur þarf þó
enga meltingarhvata og nýtist sykur því ailtaf að fullu.[hs911
Maga- og garnahjáveituaðgerðir eru stórar skurðaðgerðir
og talsvert hættulegri en sultarólaraðgerðirnar því hér eru
magi og mjógirni tekin í sundur og tvær samtengingar gerðar
í kviðarholinu og skapar það hættu á fylgikvillum og jafnvel
dauðsföllum. Nú er komin allt að 15 ára reynsla af þessum
aðgerðum á nokkrum stöðum erlendis og virðist langtímaár-
angur vera mjög góður. Þegar gerð er hjáveita á maga og
skeifugörn hverfur eða minnkar hin stöðuga hungurtilfinning
og sjúklingar léttast og haldast léttir (nánar sultarhormón í lok
greinar).
Ný aðgerðartækni þ.e. tilkoma kviðsjártækni (laparoscopiu)
og tilkoma örbylgjuskæra (ultrascission) og heftibyssa (Endo-
GIA) til nota um kviðsjárport (myndir 4 og 5) hefur minnkað
tíðni fylgikvilla verulega og sjúklingar eru fljótari að ná sér eftir
slfkar aðgerðir (18,19). Árin 2001 og 2002 gerðum við alls
110 slíkar aðgerðir á LSH. Ef um enduraðgerð var að ræða
(áður gerð sultarólaraðgerð hjá 15 sjúklingum) gerðum við
aðgerðina með opnum kviðskurði en aðrar aðgerðir gerðum
við með kviðsjá.
Undirbúningur
Eftir aðgerð liggja sjúklingar venjulega inni í 4 daga ef
aðgerðin er gerð um kviðsjá en í 7-8 daga ef opin aðgerð er
gerð. Sjúklingar eru hafðir á fljótandi fæði í 3 vikur eftir aðgerð
og síðan á maukfæði í tvær vikur í samráði við næringarráð-
gjafa. Eftir aðgerð taka sjúklingar tvöfaldan dagskammt af
vítamínum með málmsöltum ævilangt.
Ef gallsteinar eru til staðar og gerð er opin aðgerð þá er
gallblaðran tekin samtímis. Ef gerð er speglunaraðgerð er gall-
blaðran aðeins tekin ef gallsteinar eru til staðar og sjúklingur
með einkenni. I kjölfar speglunaraðgerða myndast í mjög litlum
mæli samvextir í kviðarholinu og það er engum vandkvæðum
bundið að taka gallblöðru með kviðsjá síðar ef sjúklingar fá
gallsteinaeinkenni.
Kostir þess að framkvæma maga- og garnahjáveituaðgerðir
um kviðsjá eru ekki aðeins minni óþægindi, styttri sjúkrahús-
lega og styttri fjarvera frá vinnu. Tíðni fylgikvilla verður einnig
lægri. Offitusjúklingar eru sjúklingahópur með marga áhættu-
þætti og ef opin aðgerð (laparotomia) er gerð fá um 20%
sjúklinga fylgikvilla (5) borið saman við um 10% sjúklinga ef
aðgerð er gerð með kviðsjá (18,19).
Helstu fylgikvillar aðgerða (5'10,11):
1. Leki frá samtengingu (anastomósuleki) með djúpri sýkingu
(peritonitis/abscess): 2-3%
2. Sárasýking (sem þarfnast aðgerðar): 4-5%*
3. Þrengsli í samtengingu magstúfs-garnar: 7%
4. Magasár í magastúf: 7-10%
5. Kviðslit í skurðsárið: 15%*
6. Dánartíðni < 1% (leki, lungnaembolia ofl)
34-Læknaneminn 2004