Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - Dec 2023, Page 24

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - Dec 2023, Page 24
24 Mér finnst svo merkilegt hvað þetta virkar vel Heiða Björk Sturludóttir skrifaði bókina Ayurveda – Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Leiðarvísir um indversku lífsvísindin sem kom út nú á árinu. Bókin fjallar um þessi indversku lífsvísindi og hvernig þau hafa m.a. hjálpað henni að takast á við lungnasjúkdóm sinn, auk þess að hafa nýst syni hennar vel í sinni sjúkdómsbaráttu. Hún var stödd í Kerala héraði á Suður-Indlandi þegar við ræddum saman í nóvemberlok þar sem hún gengst undir svokallaða panchakarma læknismeðferð ayurveda lífsvísindanna. Venju samkvæmt leikur forvitni á að vita um bakgrunn viðmælandans. „Ég er 56 ára flóttabarn úr Eyjum,“ svarar Heiða Björk brosandi og bætir við að undangengnir atburðir í Grindavík hafi sannarlega rifjað upp alls konar tilfinningar. „Við fjölskyldan fluttumst í viðlagasjóðshús í Mosfellsbæ. Ég fór svo í Menntaskólann í Hamrahlíð, þaðan í Háskólann í sagnfræði og því næst í mastersnámi í stjórun umhverfismála úti á Spáni. Fyrir vikið er ég með góð tök á spænsku og hef m.a. sem hliðarstarf að fara með spænskumælandi ferðamenn um Ísland.“ Fann leið sem skipti sköpum fyrir soninn Ástæðu þess að Heiða Björk fór að kynna sér indversku lífsvísindin má rekja til þess að sonur hennar greindist með tourette sjúkdóminn. „Hann var sagður ólæknandi, við gætum ekkert gert og værum algerlega upp á náð máttarvaldanna komin.“ Þar sem hún segist alltaf hafa verið frekar hlynnt náttúrulækningum fór hún að leita leiða fyrir son sinn og fann samtök í Bandaríkjunum þar sem náttúrulæknar og hefðbundnir, vestrænir taugalæknar vinna saman. „Þeir voru búnir að gefa út bók sem heitir Ticks and Tourette til þess að hjálpa fólki að ná sér góðu. Ég pantaði bókina á Amazon og fylgdi henni af mikilli nákvæmni og strákurinn losnaði við alla kippina og kækina á innan við tveim mánuðum!“ Vakti mikla athygli Þetta var árið 2006 og Heiða Björk segir að kveikjan að þessari leit hafi verið að til stóð að gefa syni hennar lyf sem hún vissi að myndu ekki losa hann við sjúkdóminn og hefðu alls kyns óæskileg aukaáhrif. „Ég var svo uppnumin af þessu því að enginn virtist vita af þessari leið og enginn hafði sagt mér frá þessu. Ég skrifaði grein sem vakti mikla athygli og fjölmiðlar fengu mig til að koma í viðtal. Fólk fór að leita til mín í síauknum mæli og ég bauð þeim sumum að koma heim og kíkja í skápana. Á þessum tímum var vöruúrvalið í stórmörkuðunum ekki það sama og í dag og ekkert einfalt að finna hvað ætti að gefa barni sem mátti t.d. ekki fá glúten og mjólk.“ Þegar þar var komið sögu segir Heiða Björk að sér hafi ekki fundist hún trúverðug og ekki liðið vel með að vera orðin einhver heilsuráðgjafi með engan bakgrunn. „Það varð til þess að ég fór í þriggja ára nám til Bretlands í næringarþerapíu. Þaðan lá leiðin í yogakennaranám af því að ég sá að það hafði svo góð áhrif, meðfram því að taka lífsstíl og næringu í gegn, að nota yogaæfæingar, öndunaræfingar og hugleiðslu.“ Öll vötn runnu til ayurveda Í kjölfarið kynntist Heiða Björk svo ayurveda fræðunum, elsta lækningakerfi veraldar. „Þessi fræði eru alveg 5000 ára gömul og enginn veit hversu mikið eldri en það. Ég komst í kynni við þau þegar ég var í náttúrulækninganámi í Toronto. Þar hitti ég indverskan lækni og hann hjálpaði mér með soninn sem hafði verið góður af tourette í tæp 4 ár en fengið bakslag. Í þetta sinn birtist það ekki sem kippir og kækir, heldur ofboðslegt magnleysi, sífelld hitavella og verkir í maganum.“ Hún segir að læknarnir heima hafi staðið ráðþrota frammi fyrir þessum veikindum og hafi sett hann á þunglyndislyf til að prófa eitthvað. Hann var 13 ára og þegar hún talaði við hann á Skype og sá hvað honum leið illa var hún komin á fremsta hlunn með að hætta í

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.