Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 12
Hér verður fjallað um ýmis algeng
einkenni sem þungaðar konur lýsa og
bera upp við Ijósmóður sína eða lcekni
í mœðravernd. Orsökum einkennanna,
mikilvcegum mismunagreiningum og
úrrceðum verða gerð nokkur skil.
Ógleði
Meðgönguógleði er sennilega best þekkta meðgöngueinkennið.
Næstum allar konur finna einhvern tímann til ógleði á með-
göngu en langt er í frá að ógleðin iþyngi þeim öllum. Oft hefur
verið talað um morgunógleði en þetta einkenni er, þegar grannt
er skoðað, ekki bundið dægursveiflu. Hins vegar er algengt á
meðgöngu að hungur lýsi sér með ógleði og þær aðstæður eru oft á
morgnana. Þessi hungurógleði er vægasta form meðgönguógleði
og auðvelt að ráða bót á henni með því að konan fái sér matarbita.
Litrófið er breitt í meðgönguógleði. Svæsnustu mynd ógleði
og uppkasta hefur verið gefið heitið hyperemesis gravidarum.
Reynt hefur verið að skilgreina þá sjúkdómsmynd, t.d. með þvi að
þyngdartap verði meira en 5%, ketonuria og elektrolytatruflanir
verði og að ástandið krefjist sjúkrahússinnlagnar’. Sjaldan
sjást elektrolytatruflanir og oft er erfitt um vik að sýna með
nákvæmni fram á þyngdartapið. Venjan er á kvennadeild LSH
að veita sjúkrahúsmeðferð (þó ekki innlögn) með vökvagjöf í æð
ef ketonuria gefur til kynna vökvaskort (dehydration). Reynt er
að forðast sjúkrahúsinnlögn, frekar er veitt endurtekin göngu-
eða dagdeildarmeðferð. Sýnt hefur verið fram á aukna hættu á
fyrirburafæðingu og vaxtarseinkun fósturs í hópi allra svæsnustu
hyperemesu kvenna2 en langsamlega oftast gengur þetta yfir á
fyrsta trimestri eða fyrri hluta annars trimesters og hefur ekki
áhrif á barnið.
Ógleðistillandi lyf gera fremur lítið gagn en reyna má;
Postafen® (meklozin, Phenergan® (prometazin), Koffínátín®
(difenhydramin og koffein), Primperan® (metoklopramid) og
Zofran® (ondansetron) í erfiðum tilvikum. Oftar er hvíld sálar
og líkama betri meðferð á meðan ógleðin gengur yfir.
Ógleðin er yfirleitt talin eiga sér rót í miðtaugakerfisbundnum
þáttum og stýrast af hormónum, sérstaklega beta-human
choriogonadotropin, þ-HCG, en einnig tengjast aðstæðum
í meltingarvegi, t.d hægari iðrahreyfingum (peristalsis) sem
vissulega má einnig skýra með hormónaáhrifum.
Þóra Steingrímsdóttir
fceðinga- og kvensjúkdómalceknir
Kvennadeild LSH og Heilsugceslu
höfuðborgarsvceðisins
thora.steingrimsdottir@heilsugaeslan.is
Þreyta og svefnleysi
Þreyta, syfja og svefnleysi eru oft nefnd í sömu andrá en
á meðgöngu er mjög dæmigert að syfjan og þreytan séu
áberandi snemma í þungun. Þá eiga konur yfirleitt ekki bágt
með svefn heldur geta, þvert á móti, sofnað hvar og hvenær
sem er. Þessu fylgir ekki sérlega mikil vanlíðan en öðru máli
gegnir um svefnleysið og þreytuna sem er dæmigerðara fyrir
síðasta hluta meðgöngunnar. Svefnleysið tengist stundum
tíðum þvaglátum á nóttunni, áhyggjum og kvíða, grindarlosi,
miðtaugarheilkenni (e. carpal tunnel syndrom) eða kláða.
Sjálfsagt er að reyna að meðhöndla þær orsakir eins og mögu-
legt er, en annars er völ á svefnlyfjum sem löng reynsla er af
að nota á meðgöngu s.s. Phenergan® (prometazin), Stilnoct®
(zolpidem), Imovane® (zopiklon). Oft er nægilegt að tryggja
konunni góðan svefn nokkrar nætur í röð eða eina til tvær
nætur í viku.
Húðkláði
Kláði á meðgöngu getur verið einkenni húðsjúkdóms en kláði
án útbrota er einnig vel þekktur. Skipta má kláða án útbrota
í tvennt, annars vegar meinlausan (góðkynja) kláða og hins
vegar kláða sem orsakast af gallstasa á meðgöngu (intrahepatic
cholestasis of pregnancy, ICP).
Meinlausi kláðinn verður sjaldnast mikill, heldur ekki vöku
fyrir konunni og er oftast bundinn við húð á kviðveggnum þá
sérstaklega í striae gravidarum (húðslit)3. Ef þörf er á meðferð
nægja oftast almenn ráð við kláða, s.s. rakakrem og að láta loft
leika um húðina.
Gallstasi á meðgöngu (ICP) greinist ef kláði er til staðar
án útbrota og hækkun er á gallsýrum í sermi. Þá er dæmigert
að kláðinn sé djúpur og þungur, mestur í lófum, undir iljum
og í andliti og oft verstur á nóttunni. Þetta ástand hefur í
för með sér aukna hættu á fósturstreitu, fyrirburafæðingu
og fósturdauða3.