Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 60

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 60
Við fórum tvœr til Eþíópíu íjanúar 2009 og vorum þar á spítala í litlu þorpi sem heitir Jinka í sex vikur. Spítalinn Þar fylgdum við íslenskum almennum skurðlækni að störfum á skurðdeild og kvennadeild, tókum þátt í aðgerðum og kynntumst hitabeltissjúkdómum. Spítalinn er rekinn af norska kristni- boðssambandinu í samstarfi við eþíópíska ríkið. Á upptökusvæði hans býr um það bil hálf milljón manna á stóru landsvæði. Á spí- talanum störfuðu tveir læknar sem voru alltaf á vakt. Margir þurftu að ganga langar vegalengdir til að komast á staðinn og jafn- vel i marga daga. Þannig komu til dæmis konur eftir að hafa verið í nokkra daga í fæðingu sem sjaldnast endaði vel. Algengt var að sjá stór graftarkýli í brjóstum, í vöðvum og í húð. Við tókum þátt í ýmsum aðgerðum á kvið til dæmis vegna volvu- lus, garnastíflu af völdum orma og botnlangabólgu. Það vakti athygli okkar að sami læknirinn framkvæmdi bæklunaraðgerðir, keisaraskurði og fleira. Við sáum einnig slæm brunasár og brot sem voru gjarnan eftir föll úr mangótrjám. Við fórum með í vitjun í afskekkt þorp, Makki. Þar býr ætt- bálkur sem skreytir sig með diskum í vörum og eyrum. Við heimsóttum fjölskyldu og vitjuðum nýrnabilaðs drengs sem hafði áður legið á spítalanum. Hann hafði verið greindur með nephrotic syndrome og þvi miður ekkert hægt að gera fyrir hann frekar. Að auki tókum við þátt í bólusetningum á heilu þorpi á upptökusvæði spítalans. Þar voru aðallega börn vigtuð og bólusett bæði fyrir taugaveiki og stifkrampa. Eftir bólusetninguna var langur fundur hjá öldungum þorpsins um HIV. Við áttuðum okkur því miður ekki á því hvað fór fram á fundinum að öðru leyti. Það var gaman að sjá mæður koma með börn sín þangað og flestar voru með þar til gert bólusetningarskírteini, misskítugt. Það var frábært að fá að kynnast starfsumhverfi á spítala í Afríku og læra að nýta það litla sem er til staðar. Til dæmis hófst einn dagpr.okkar á spítalanum á því að taka botninn úr niðursuðudós og slípa kántana til að hægt væri að nota hana sem millistykki fyrir colostomiupoka. Kvöldið áður höfðum við einmitt borðað lífrarkæfu úr þessari sömu dós. Eins lærðum við að vatn er ekki sjálfsagður hlutur og vatnsskortur afar tíður á spítalanum. Það þýddi engar aðgerðir þann daginn. Stundum hafði þó safnast nóg í tunnur sem hægt var að nota til að skrúbba sig inn. Einnig sáum við sjúkdóma með eigin augum sem við höfðum aðeins lesið um til dæmis Burkitt’s lymphoma, elephantiasis, fullkomið legsig og hinar undarlegustu fæðingar. Svo var auðvitað mjög gaman að fá að aðstoða í aðgerðum, æfa sig að sauma og alltaf skortur á mannafli og því næg tækifæri. Ekki spillti fyrir að frábær íslenskur læknir var á staðnum! Björg Jónsdóttir Anóur Sigbergsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.