Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 24

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 24
í mars síðastliðnum stóð Lýðheilsufélag læknanema fyrir blóð- gjafamánuði fyrir Háskóla íslands í samvinnu við Vodafone, Félag læknanema, Félagsstofnun Stúdenta og Stúdentaráð. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir átaki sem þessu en síðast stóð félagið fyrir bióðsöfnunarátaki meðal stúdenta árið 2008 og fengust þá tæplega 200 blóðgjafir. Markmið mánaðarins var að hvetja nemendur Háskólans til að gefa blóð og gerast um leið reglulegir blóðgjafar. Þáttur í mánuðinum var keppni milli nemendafélaga innan Háskólans um hvaða nemendafélag gæfi hlutfallslega flestar gjafir miðað við höfða- tölu. Söfnunin fór að mestu fram í Blóðbankanum en auk þess kom blóðbankabíllinn á háskólasvæðið þrisvar í mánuð-inum við góðar undirtektir háskólanema. Alls voru það um 350 stúdentar sem tóku þátt í mánuðinum. Árið 2008 bar Félag læknanema sigur úr býtum og hlaut farand- bikar blóðgjafamánaðarins að launum. í ár var mikil samkeppni um bikarinn rauða og lögðu mörg nemendafélög hart að sér til að tryggja það að læknanemar fengju ekki að hampa sigrinum aftur. Það var að lokum Komplex, félag framhaldsnema í efna- og lifefnafræði, sem hreppti bikarinn rauða og var hann afhentur í lokahófi blóðgjafamánaðarins þann 8. apríl þar sem hljómsveitin Bloodgroup skemmti viðstöddum. Þess má einnig geta að Félag læknanema stóð fyrir keppni á milli ára innan læknadeildarinnar og voru það 1. árs nemar sem gáfu flestar gjafir. Það er von félagsins að blóðgjafamánuður Háskóla Islands verði árlegur viðburður sem stuðli að markvissri kynningu á starfi Blóðbankans og hvetji ungt fólk í Háskóla Islands til að gefa reglulega blóð. Fyrir hönd Lýðheilsufélags lœknanema, Fjóla Dögg Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.