Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 7
sérstaklega þegar flókin eða óvanaleg einkenni eru til staðar sem illa gengur að skýra fyrir sjúklingum sem ekki hafa lokið læknanámi og aðstandendum hvað kann að standa á bak við. Taugalæknar tala t.d. oft um að einstaklingar með kvartanir sem ekki benda til vefrænna orsaka samkvæmt sögu, skoðun og rannsóknum séu með „functional" eða starfræn einkenni, heimilislæknar hér á landi og erlendis hafa notað talsvert að „sómatísering“ eða óskýrð líkamleg einkenni (ÓLE) séu til staðar5. Sjúklingar með ÓLE leita gjarna fyrst til heimilislækna en í löndum þar sem jafngreiður aðgangur er að niðurgreiddri þjónustu sérfræðinga og á íslandi er hætta á að þeir leiti meira á eigin forsendum á mið sérfræðinga í hinum ýmsu greinum en heppilegt er í sumum tilvikum, til dæmis þegar einkennin valda og viðhalda miklum kvíða. Það er óheppilegt ef enginn tiltekinn læknir tekur að sér að skipuleggja hvert sjúklingurinn leitar og hvers vegna, og heldur utan um niðurstöður sérfræðinga í hinum einstöku greinum. Slíkt eykur oft á kvíða sjúklinga enda má líkja því við að reyna að púsla saman púsluspili án þess að hafa fyrirmynd til að fara eftir. Þetta hlutverk á oftast best heima hjá heilsugæslulækni sjúklingsins þótt á því geti verið undantekningar. Hver sérgrein hefur sitt tungutak fyrir einkenni sem eru algeng hjá sjúklingum með ÓLE, sem þangað leita''. Það eru þau einkenni og heilkenni sem sérfræðingar tiltekinna greina hafa mesta tilhneigingu til að vera meðvitaðir um og leita eftir þegar sagan bendirtil ÓLE. Meltingarfæralæknar spyrja þá gjarna um einkenni „irritable bowel syndrome“ eða iðraólgu, gigtlæknar meta vefjagigtareinkenni, smitsjúkdómalæknar einkenni síþreytu, taugalæknar kanna einkenni spennuhöfuðverkja, aðra verki og conversion-einkenni, kvenlæknar spyrja um einkenni fyrirtíðaspennu og verki í grindarholi svo að nokkur dæmi séu tekin. Wessely og félagar hafa sett fram rök sem styðja að mikil skörun sé milli þessara heilkenna. Sé einstaklingur með vefjagigtareinkenni þá er mjög líklegt að einkenni úr fleiri flokkum séu til staðar svo sem spennuhöfuðverkur, iðraólga eða siþreyta auk þess sem kvíði og depurð eru þá oft til staðar í einhverjum mæli5. Þeir benda á að þótt empírísk flokkun slíkra heilkenna í faraldsfræðirannsóknum í heilsugæslu hafi leyft aðgreiningu fimm þátta; iðraólgu, vefjagigtar, síþreytu, kvíða og þunglyndis, þá hafi fylgnin verið mikil milli þessara fimm þátta6 "-8. Því sé hentugra að hugsa um ÓLE í nokkrum tengdum víddum fremur en í einangruðum flokkum. ÓLE eru algeng. Þau rey na á samskiptahæfni og fagmennsku lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Þau ógna iðulega virðingu og sjálfsmynd sjúklinga sem finnst að sér vegið þegar þeim er tjáð að skoðun og rannsóknir hafi ekki sýnt neitt óeðlilegt og skýringarnar séu því líklega fremur af sálrænum en líkamlegum toga. Síðast en ekki síst kosta þessi einkenni mikið í endurteknum komum og rannsóknum, fjarvistum frá vinnu, röskun á fjölskyldulífi auk beins kostnaðar atvinnurek- anda, trygginga, sjúkrasjóða stéttarfélaga og sjúklinga sjálfra í óþarfa lyf, rannsóknir og komugjöld til lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. í Bretlandi eru ÓLE orsök um 20% af öllum komum til heilsugæslulækna'*. Hættan er aukin þegar um er að ræða innflytjendur með takmarkaða málakunnáttu og annan menningarbakgrunn en læknar þeirrar þjóðar þar sem þeir búa. Tjáskipti eru þá erfiðari og óháð málakunnáttu flóknara fyrirlækna að skilja sálfélagslega þýðingu einkennanna hjá sjúklingunum. í umfangsmikilli rannsókn Goldberg og Bridges þar sem þeir mátu eingöngu s júklinga sem voru að leita í heilsugæslustöð var á Bretlandimeðnýjarveikindaloturtölduþeiraðsjúklingurværiað „sómatísera“ ef neðantöldum fjórum skilmerkjum væri mætt'". • Sjúklingurinn leitaði til heilsugæslunnar vegna líkamlegra kvartana • Sjúklingurinn taldi að umkvörtunarefnið ætti sér ekki sálrænar orsakir • Rannsóknarskilmerki studdu að einhver geðröskun væri til staðar • Kvartanir sjúklingsins virtust orsakaðar af geðröskun eða hafa aukist vegna geðröskunar Alls átti þetta við í 19% tilvika þegar um nýjar lotur veikinda var að ræða og reyndust slíkar kvartanir vera algengasta birt- ingarform geðröskunar hjá sjúklingum sem leituðu til heilsu- gæslustöðva í rannsókninni. Heimilislæknum gekk áberandi betur að greina geðröskun þegar hún var til staðar hjá einstaklingum sem ekki voru með neinn líkamlegan sjúkdóm (í 85% tilvika), heldur en hinum þar sem likamlegur sjúkdómur var einnig til staðar en hafði versnað eða þróast vegna geðröskunar (í 33% tilvika)10. Hvað er til ráða þegar sjúklingar virðast þjást af ÓLE ? Goldberg og samstarfsmenn þróuðu færninám fyrir heimilis- læknaágrunnirannsóknasinnaásamskiptumheilsugæslu-lækna og sjúklinga og á lausnamiðaðri nálgun Lesser við McMaster Háskólann í Kanada1112. Á þessum grunni skiptu þeir sam- skiptum læknis og sjúklinga með ÓLE í þrjú stig sem fara þarf í gegnum eigi viðunandi árangur að nást: • Sjúklingurinn upplifi að læknirinn hafi lagt sig fram við að skilja kvartanir hans • Víkka út umræðuna um hugsanlegar skýringar einkennanna t.d. með dæmum • Hjálpa sjúklingnum að skilja hvernig sálrænir þættir geta valdið eða aukið á líkamlega vanlíðan einstaklinga Síðar meir hafa aðrir bætt við fjórða stiginu sem er að gera meðferðaráætlun í samvinnu við sjúklinginn. Rannsóknir Goldberg sýndu að læknar sem lentu oftar en aðrir í erfið- leikum með að fá sjúklinga með sér í gegnum þessi stig áttu ýmislegt sameiginlegt; þeir tóku oft ekki nægilega góða sjúkrasögu, höfðu ekki nægilega góða tækni við sögutöku, t.d. við að skýra og ná þannig að skilja betur hvað sjúklingur á við með umorðun og spyrja hvort þeir hafi skilið hann rétt. Þeir mátu síður geðslag með beinum spurningum, spurðu síður um fjölskylduþætti og félagslega þætti, könnuðu ekki skýringarmódel sjúklingsins með tilliti til helstu kvartana og gerðu síður líkamlega skoðun á sjúklingnum. í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að það eru ekki endilega líkamlegu einkennin sjálf sem valda mestu um áhyggjur sjúk- linga, heldur persónuleg túlkun sjúklinga á hvað þau geta þýtt. Kvíðaröskun eins og heilsukvíði (hypochondriasis) getur þróast þegar fólk telur að einkenni séu mun hættulegri en þau eru í raun. Það liggur þó í hlutarins eðli að til að geta sýnt samhygð og farið með áhyggjufullum sjúklingi í gegnum stigin 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.