Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 94

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 94
variations in the region were recorded and the frequency in the cases and controls compared. An expression assay was also carried out to determine the relationship between genetic variations in the area and the expression of hTERT. The study was carried out at the facilities of deCODE Genetics, March-May 2009. Results 16 genetic variants were detected in the region. Three of them were chosen for further analysis, two SNPs and a six base deletion. They all showed asociation with increased risk of lung cancer but none was statistically significant. The six base deletion did not show correlation with previously known lung cancer associated variants in the region. The expresion of hTERT did not show correation with the three variants or with other SNPs in the proximate area. ------ Conclusions From the results it can be concluded that the sample set was not sufficiently large to reach statistical significance. The six base deletion could possibly be a new independent landmark on the lung cancer map and requires further investigation. Association of hTERT expression and genetic variants in the area has yet to be proven. Óþekktur galli í ónæmiskerfi sjúklings Dagrún Jónasdóttir’, Brynja Gunnlaugsdóttir2 2, Inga Skaftadóttir3, Ásgeir Haraldsson14 og Björn Rúnar Lúðviksson1'2'3. 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Rannsóknarstofa í gigtarsjúkdómum, !Ónæmisfræðideild LSH, "Barnaspltali Hringsins, Inngangur Fyrir skömmu var leitað til Ónæmisfræðideildar Landspítala Háskólasjúkrahúss vegna einstaklings með endurteknar sýkingar og bólgur. Niðurstöður forrannsókna vöktu grun um að um óþekktan galla ÍT-frumuöxli ónæmiskerfsins væri að ræða. Þar virtust T-frumur aðallega vera með svipgerðina yó-TCR og skorta CD28 hjálparsameindina. Markmið rannsóknarinnar var því að skoða frekar þessa þætti með ítarlegum hætti. Efniviður og aðferðir Aflað var upplýsinga um öll fyrri veikindi, heilsufar og niðurstöður fyrri rannsókna einstaklingsins (SK) úr sjúkraskrám. Úr heilblóði voru einangraðar hnattkjarna hvítfrumur og þær örvaðar með mismunandi styrk aCD3 (0,1 og 10 pg/ml) ásamt viðbótarörvun með aCD28, TGF-þl, aCD28 og TGF-pi, TNF-a eða PHA (1 og 5 |xg/ml). Frumufjölgun var metin meö geislavirku thymidíni og flot safnað af frumum sem var mælt fyrir ónæmisboðefnum. Einnig voru frumurnar litaðar fyrir ýmsum yfirborðssameindum með flúrlituöum mótefnum og sum sýnin þvegin fyrir notkun til að huga að hvort eitthvað gæti verið að trufia bindingu mótefna. Auk þess var litað fyrir umritunarþættinum FoxP3 sem tjáður er í T-stýrifrumum og sermi sjúklingsins sent í rafdrátt. Til viðmiðunar voru rannsóknir gerðar á heilblóði 5 heilbrigðra viðmiðunareinstaklinga (VM). Niðurstöður SK hefur barist við ýmsar sýkíngar þ.á m. hnúðabólgu í húð, ofvöxt á tannholdi og mælst hefur hjá honum hækkað IgG í blóði. Strax beindust sjónir okkar að því að meta hvort að um óþekkta ónæmisþætti gæti verið að ræða sem hefðu hindrandi áhrif á bindingu þeirra einkennandi mótefna sem notuð voru við flæðifrumusjár rannsóknirnar. Við þvott á frumum kom í Ijós að ekki var um skort á ap-TCR og CD28 að ræða. Auk þess sem að yð-T-frumurnar voru í eðlilegu hlutfalli. Hins vegar, benda niðurstöður okkar nú til þess að um verulega aukningu á B-frumum (CD19+: SK 17,64/20,7% m.v. VM 7,05% (6,09-9,39%)) og TNFRI (TNFRI+: SK 63,38% m.v. VM 0,12/0,36%). Samhliða aukningu á B-frumum var hækkun á IgG (SK 18,66 g/l m.v. VM 6,1- 15,7 g/l), sem reyndist fjölklóna við rafdrátt. Virknirannsóknir sýndu að grunnræsing T-fruma SK var verulega hærri þegar ekki var ræst um T-frumuviðtakann (SK14153/6082 c.p.m. m.v. VM 1375-4617 c.p.m.). Hinsvegar, voru niðurstöður úr rannsóknum er varða frumufjölgun eftir ræsingu með CD3 og CD28 misvísandi. Jafnframt reyndist seytun IL-6 við fyrri komu í hámarki við enga örvun og lágskammtaræsingu (aCD3 = 1 |xg/ml) gegnum T-frumuviðtakann. Áiyktanir Niðurstöður okkar nú benda frekar til þess að um óþekktan fjölkerfa bólgusjúkdóm sé að ræða. Sérstaklega benda niðurstöður okkar til þess að um tengsl við hitaboða heilkenni, þá sérstaklega TRAPS, og/eða sarklíki geti verið að ræða. Sumir þessara sjúkdóma hafa sýnt tengsl við ósértæka og vessabundna ónæmis- svarið og er vel hugsanlegt að ofangreindar rannsóknaniðurstöður geti samrýmst sifkum göllum. Næstu skref uppvinnslunnar munu beinast að slíkum boðferlum. Reykingar, magnaþættir og langvinn lungnateppa (LLT) Einar Teitur Björnsson(a), Guðmundur J. Arason(b), Bryndís Benediktsdóttir(c), Gunnar Guðmundsson(d), Þórarinn Gíslason(d) inngangur Komið hefur í Ijós að vantjáð C4B (C4B*Q0) eykur áhættu reykingafólks á að fé kransæðasjúkdóm. Við töldum mikilvægt að fylgja þessu eftir með rannsókn á því hvort samspil C4B*Q0 og reykinga væri einnig áhættuþáttur í öðrum bólgusjúkdómum sem herja á fólk um miðjan aldur og hafa reykingar sem áhættuþátt, svosem LLT. Markmið Til skoðunar voru 632 sýni úr íslensku BOLD (Burden of Obstructive Lung Disease)- rannsókninni en í henni var víðtækri vitn- eskju safnað um klíníska þætti og ýmsar mælibreytur hjá slembiúrtaki fólks á höfuð- borgarsvæðinu, 40 ára og eldri. Einnig voru fengin 49 sýni úr þýði reykingamanna sem lagst höfðu inn á Lungnadeild LSH. Arfgerðir C4-próteina voru greindar og tíðni arfbera C4B*Q0 borin saman milli einstaklinga með LLT og heilbrigðra, m.t.t. reykingasögu og aldurs. Tæki, efni og aðferð Sermissýni voru melt yfir nótt með ensímum en við það brotnuðu C4-sameindirnar niður í stærð sem inniheldur hið breytilega svæði próteinanna. Þetta var gert til þess að auka næmni prófsins. Svo voru sýnin rafdregin við háa spennu í þunnu agarósageli í 314 klst., í búffer með háan saltstyrk. Þá aðgreindust brotin á á grundvelli hleðslu og stærðar. Mót- efnum gegn C4 var svo valtað yfir gelið til að festa C4-próteinin en önnur prótein voru skoluð í burtu. Próteinin voru svo lituð til úrlesturs. Samsætugerðir C4A-flokksins ferðuðust lengra en gerðir C4B-flokksins og hægt var að greina þær í sundur skv. þekktum hlutföllum ferðavegalengda i gelinu. Athygli beindist einkum að því hvort vantjáð C4B (C4B*Q0) væru til staðar en það lýsti sér i því að C4B- bönd voru daufari eða þau vantaði alveg. Niðurstöður C4B*Q0 arfgerðin er áberandi tíð (11/36=31%) meðal sjúklinga með öruggan LLT-sjúkdóm (GOLD-II, aldur a 50 ár) miðað við heilbrigða jafnaldra þeirra (47/326=14.42%) (p=0.018). Nánari athugun sýndi að munurinn var mestur meðal þeirra sem reyktu, þar var tíðnin 33% (8/24) hjá LLT-sjúklingum (GOLD-II) en einungis 10,42% (15/144) hjá viðmiðunarhóp (p=0.007). Hlutfall arfbera C4B*Q0 fór dvínandi með aldri meðal heilbrigðra reykingamanna, líkt og fyrri niðurstöður höfðu gefið til kynna (úr 20% í 10%). Þessi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.