Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 69
notuð til að koma fréttum og leiðbeiningum á framfæri og
simaþjónusta við almenning var efld til að svara aukinni
þörf. Lögum samkvæmt eru yfirlæknar heilsugæslu skipaðir
sóttvarnalæknar umdæma og svæða og bera þeir ábyrgð á
sóttvörnum hver á sínu svæði. Sóttvarnalæknar umdæma og
svæða eru jafnmargir lögreglustjórum umdæma sem eru 15
og unnu þeir saman hver á sínu svæði/umdæmi í samræmi
við viðbragðsáætlun sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra.
Sóttvarnalæknir var í nánu samstarfi við sóttvarnalækna umdæma
og svæða. Þegar faraldurinn var í hámarki voru haldnir vikulegir
símafundir ofantalinna aðila, farið yfir stöðu faraldursins og
aðgerðir samræmdar á landvísu við dreifingu og notkun veirulyfja
og hlífðarbúnaðar og skipulag við bólusetningar.
Islendingar tryggðu sér kaup á 300.000 skömmtum af
bóluefni gegn inflúensu A(H1N1) 2009 sem dugar til að
fullbólusetja svo til alla þjóðina. Bóluefnið heitir Pandemrix®
og er framleitt af GlaxoSmithKline (GSK). Búið er að
bólusetja um 140.000 manns og ætla má að um 55.000 manns
hafi fengið ónæmi eftir sýkingu af völdum inflúensu A(H1N1)
2009 veirunnar á síðasta ári. Gera þarf ráð fyrir einhverri
skörun þessara hópa og sennilega voru 170 - 180 þúsund
manns með ónæmi gegn inflúensu A(H1N1) 2009 hérlendis.
Sögulegar heimildir greina frá seinni bylgju í heimsfar-
öldrum síðustu aldar sem hafði verri afleiðingar en fyrsta
bylgjan. Ekki er vitað hversu stór hluti þjóðarinnar þarf að vera
varinn til að koma í veg fyrir aðra bylgju en eftir að sýkingum
fækkaði í ársbyrjun 2010 dró nokkuð úr áhuga almennings
á bólusetningu gegn inflúensu A(H1N1) 2009. Um þessar
mundir er sóttvarnalæknir með átak þar sem landsmenn eru
hvattir til að láta bólusetja sig gegn inflúensu A(H1N1) 2009.
Koma þarf í veg fyrir annan faraldur á þessu ári með þeim
veikindum, dauðsföllum, kostnaði og álagi á heilbrigðisþjónustu
sem honum kann að fylgja. Hafa skal í huga að alvarlegar
afleiðingar sýkingarinnar eru vel þekktar ekki bara hjá fólki
með aukna áhættu heldur einnig hjá fullfrísku fólki á aldrinum
30-50 ára. Hins vegar hafa engar fregnir borist um alvarlegar
aukaverkanir í kjölfar bólusetningar með Pandemrix®.
Guðrún Sigmundsdóttir
Þórólfur Guðnason
Haraldur Briem
Omeprazol Actavis
- öflugt lyfvið brjóstsviða og súru bakflæði
20 mg, 14 og 28 stk. - fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki
Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lyfja sem ínnihalda claritrómýcln hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lyfja
sem innihalda atazanavir. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erfiðleikar eru við að kyngja, við
blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið nema að ráði læknis. Omeprazol
Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og
sjón- og heyrnartruflanir, geta komið fram og geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur,
hægöatregða, vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruflanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yfirleitt vægari við áframhaldandi meðferð.
Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur
verið notað í 14 daga skal hafa samband viö lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva.
Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hyikin. Lesið vandlega
leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009.
hagur í heilsu
litlumneista