Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2010, Qupperneq 69

Læknaneminn - 01.04.2010, Qupperneq 69
notuð til að koma fréttum og leiðbeiningum á framfæri og simaþjónusta við almenning var efld til að svara aukinni þörf. Lögum samkvæmt eru yfirlæknar heilsugæslu skipaðir sóttvarnalæknar umdæma og svæða og bera þeir ábyrgð á sóttvörnum hver á sínu svæði. Sóttvarnalæknar umdæma og svæða eru jafnmargir lögreglustjórum umdæma sem eru 15 og unnu þeir saman hver á sínu svæði/umdæmi í samræmi við viðbragðsáætlun sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra. Sóttvarnalæknir var í nánu samstarfi við sóttvarnalækna umdæma og svæða. Þegar faraldurinn var í hámarki voru haldnir vikulegir símafundir ofantalinna aðila, farið yfir stöðu faraldursins og aðgerðir samræmdar á landvísu við dreifingu og notkun veirulyfja og hlífðarbúnaðar og skipulag við bólusetningar. Islendingar tryggðu sér kaup á 300.000 skömmtum af bóluefni gegn inflúensu A(H1N1) 2009 sem dugar til að fullbólusetja svo til alla þjóðina. Bóluefnið heitir Pandemrix® og er framleitt af GlaxoSmithKline (GSK). Búið er að bólusetja um 140.000 manns og ætla má að um 55.000 manns hafi fengið ónæmi eftir sýkingu af völdum inflúensu A(H1N1) 2009 veirunnar á síðasta ári. Gera þarf ráð fyrir einhverri skörun þessara hópa og sennilega voru 170 - 180 þúsund manns með ónæmi gegn inflúensu A(H1N1) 2009 hérlendis. Sögulegar heimildir greina frá seinni bylgju í heimsfar- öldrum síðustu aldar sem hafði verri afleiðingar en fyrsta bylgjan. Ekki er vitað hversu stór hluti þjóðarinnar þarf að vera varinn til að koma í veg fyrir aðra bylgju en eftir að sýkingum fækkaði í ársbyrjun 2010 dró nokkuð úr áhuga almennings á bólusetningu gegn inflúensu A(H1N1) 2009. Um þessar mundir er sóttvarnalæknir með átak þar sem landsmenn eru hvattir til að láta bólusetja sig gegn inflúensu A(H1N1) 2009. Koma þarf í veg fyrir annan faraldur á þessu ári með þeim veikindum, dauðsföllum, kostnaði og álagi á heilbrigðisþjónustu sem honum kann að fylgja. Hafa skal í huga að alvarlegar afleiðingar sýkingarinnar eru vel þekktar ekki bara hjá fólki með aukna áhættu heldur einnig hjá fullfrísku fólki á aldrinum 30-50 ára. Hins vegar hafa engar fregnir borist um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar með Pandemrix®. Guðrún Sigmundsdóttir Þórólfur Guðnason Haraldur Briem Omeprazol Actavis - öflugt lyfvið brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. - fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lyfja sem ínnihalda claritrómýcln hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lyfja sem innihalda atazanavir. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erfiðleikar eru við að kyngja, við blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruflanir, geta komið fram og geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægöatregða, vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruflanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yfirleitt vægari við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband viö lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva. Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hyikin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009. hagur í heilsu litlumneista
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.