Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 81

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 81
Smáþarmabólga (jejunoileitis) Þetta er tiltölulega sjaldgæft form af Crohn's sjúkdómi, allavega á íslandi. Við útbreidda bólgu minnka frásogssvæði smáþarms og steinefna og almennur næringarskortur getur fylgt í kjölfarið. Niðurgangur er mikill og getur verið íituskita, albuminlækkun í blóði, calcium og magnesium minnkar í blóði og storkutruflanir sjást vegna K-vítamín skorts. Ef ristill er til staðar getur orðið hyperoxaluria með nýrnasteinamyndun. Með tímanum verður örvefsmyndun í smáþarminum og lokunareinkenni verða meira áberandi og þarf oftast að leysa slik vandamál með skurðaðgerð. Ristilbólga - Perianal sjúkdómur Hjá stórum hluta sjúklinga er bara ristillinn bólginn og einkenni eru áfram kviðverkur (verri en í sáraristilbólgu), mikill niðurgangur en aðeins í helmingi tilfella sést blóð og mikill almennur slappleiki. Þrengsli geta myndast í ristli eins og í smáþarmi og þarf oft að laga þau með holsjárútvíkkun ef þau eru stutt eða aðgerð ef þrengslin eru löng og hörð. Um 30% sjúklinga með Crohn's ristilbólgu hafa sjúkdóm í kringum endaþarmsopið. Þetta geta verið miklir ytri flipar (Elephant ears), sár og afrifur, þrengsli í opi og loks fistlar sem geta sýkst með tilheyrandi graftrarkýli (abscess). Meðferð þessara endaþarmsvandamála kallar oft á skurðaðgerðir en er einnig sterk ábending fyrir nýrri lyf eins og infliximab og adalimumab til að bæta lífsgæði þessara sjúklinga. Crohn's sjúkdómur í efri hluta meltingarvegar Tiltölulega sjaldgæft er að finna sjúkdóminn þarna en oft eru hefðbundin einkenni frá efri meltingarvegi til staðar, svo sem verkur, uppþemba og ógleði. Greining er venjulega með holsjárspeglun af vélinda, maga og skeifugörn. Rannsóknir i Crohn's sjúkdómi Engar blóðrannsóknir eru sértækar fyrir Crohn's sjúkdóm en þær eru oft hjálplegar við að meta bólgu og aukaverkanir sjúkdómsins. • Hækkað CRP og sökk, blóðflögufjölgun • Blóðleysi (járnskortur og langvinnt blóðleysi) • Albumin lækkun • Hvítblóðkornafjölgun Ef grunur er um fituskitu er hægt að láta smásjárskoða saur með tilliti til fitu en magnmælingar á fitu heyra sögunni til, allavega hér á íslandi. Ef frásogsvandi er umtalsverður má sjá lækkun á bæði calcium og magnesium og jafnvel lengdan prothrombin tíma. Holsjárspeglanir í Crohn 's sjúkdómi Holsjárspeglun er gagnleg rannsókn til að finna breytingar sjúkdómsins bæði í efri hluta kviðarhols og í ristli. Speglanir hafa takmarkað gildi í smáþarmi af tæknilegum ástæðum nema við greiningu á sjúkdómi í terminal ileum. Við ristilspeglun er afar þýðingarmikið að komast inn í terminal ileum og ef speglun er eðlileg af ristli og terminal ileum eru litlar líkur á Crohn's sjúkdómi. Notkun holsjárspeglanna er einnig mikilvæg eftir greiningu á erfiðari tilfellum, til dæmis við að meta svörun við lyfjum og ef taka þarf ákvörðun um breytingu á meðferð. Nýlega er einnig farið að nota holsjárspeglun til að sjá hvort slímhúð grói þegar notuð eru kröftug og kostnaðarsöm lyf einsog infliximab og adalimumab. Gróin slímhúð í sjúklingi með Crohn's sjúkdóm er nú viðurkennt markmið eins og í sáraristilbólgu með þá von í huga að það dragi úr líkum á aukaverkunum og fækki innlögnum og skurðaðgerðum. Mynd 5 Myndgreiningarrannsóknir í Crohn 's sjúkdómi Þar sem það er erfitt að spegla smáþarminn og Crohn's sjúkdómur getur farið út fyrir þarmavegginn þá eru myndgreiningarrannsóknir mikilvægar í Crohn's sjúkdómi. Mjógirnismyndataka Bæði hefðbundin drykkjupassage og loftinnblástur (enteroclysis) eru notaðir en næmni þessara rannsókna er léleg eða um 30%. Þær sýna þó venjulega nokkuð vel þrengsli og geta þannig hjálpað við ákvörðun um til dæmis skurðaðgerð í smáþarmasjúkdómi (sjá mynd 5). Tölvusneiömyndataka af mjógirni (CT-enterografy) Mjög góð rannsókn til að greina Crohn's sjúkdóm í smáþarmi ef komin er veggþykknun og þrengsli og eins ef sjúkdómur er utan við þarm. Mjög ónákvæm rannsókn fyrir sár og þessari rannsókn fylgir umtals verð geislun í ungu fólki. Þess vegna er nú mikil áhersla lögð á segulómskoðun af smáþarmi (MRI- enterografy) en myndgæði segulómunar hafa farið hratt batnandi. Engin geislun gerir þetta að álitlegum kosti fyrir ungt fólk sem þarf jafnvel að fara oft í slíkar rannsóknir. Holsjárhylkisspeglun (Videocapsule) Klárlega besta aðferðin til að skoða smáþarm með tilliti til sára og ef til vill fyrstu einkenna frá Crohn's í smáþarmi. Kostnaðarsöm rannsókn og það er um 1% áhætta á að hylkið festist í smáþarmi hjá sjúklingum sem eru grunaðir um Crohn's sjúkdóm en um 5% áhætta hjá þeim sem eru með staðfestan Crohn's sjúkdóm. Því ætti líklega ekki að gera hylkisspeglun nema brýna nauðsyn beri til í sjúklingum með staðfestan Crohn's sjúkdóm. Við langvinnan Crohn's sjúkdóm koma upp ýmsar aukaverkanir, svo sem bólguberði eða graftrarkýli og er þá mikilvægt að nota tölvusneiðmynd til frekari greiningar og stundum er tölvusneiðmyndatæknin notuð til að stinga á og drenera graftrarkýli í kviðarholi. Aukaverkanir Crohn's sjúkdóms Með langvinnum sjúkdómi getur ýmislegt komið upp á, sérstaklega ef meðferð hefur verið ófullkomin. Með nútímalegri lyfjanotkun og þá sérstaklega notkun líftæknilyfja verða þessar aukaverkanir vonandi enn sjaldgæfari í framtíðinni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.