Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 18
sem gerð var á nýliðum Bandaríska Landgönguliðaflotans
(e. marine corps) voru 39% af 337 nýliðun með hækkun á
vöðvarauða í sermi á fyrstu 6 dögum nýliðaþjálfunar, en höfðu
þó ekki önnur einkenni rákvöðvasundrunar. Sérstakir áhættu-
þættir fyrir áreynslutengda rákvöðvasundrun er að vera í
slæmu formi, að þjálfa í mjög heitum og rökum aðstæðum, að
vera með blóðkalíumlækkun, að vera með sigðkornahneigð (e.
sickle cell trait) samfara því að þjálfa hátt yfir sjávarmáli. Eftir
því sem næst verður komist á ekkert af þessu við í þessu tilfelli.
Hún hafði hins vegar tekið fram að hún hafi mætt á æfinguna
með vægar harðsperrur í upphandleggjum frá æfingunni þar á
undan. Hún segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hún væri
að ganga of nærri sér meðan á æfingum stóð og ekki vildi hún
sjálf meina að þjálfararnir hafi lagt of hart að henni.
Anima sana in corpore sano - Heilbrigð sál i hraustum líkama
Greinin var unnin undir handleiðslu Ólafs Skúla Indriðasonar.
Sérstakar þakkirfá G. Vignir Sigurðsson og Eyrún Baldursdóttir.
Heimildir
1. Miller ML: Rhabdomyolysis, www.uptodate.com,
UpToDate®, 2010.
2. Rose BD: Clinical features and prevention og heme
pigment-induced acute tubular necrosis, www.uptodate.
com, UpToDate®, 2010.
3. Warren JD, Blumbergs PC, Thompson, PD:
Rhabdomyolysis: a review. Muscle Nerve 25:332,2002.
4. Ron D, et al: Prevention of acute renal failure in traumatic
rhabdomyolysis, Arch Intern Med 144:277-80,1984.
5. Holt S, Moore K: Pathogenesis of renal failure in
rhabdomyolysis: the role of myoglobin, Exp Nephrol 8:72-
6,2000.
6. Odeh M: The role of reperfusion-induced injury in the
pathogenesis of the crush syndrome. N Engl J Med
324:1417-22.
Jón Ragnar Jónsson
4. árs laknanemi
Littmann fæst hjá Vistor
Merki um gæði
3M Health Care
vistor
Vistor hf. i Hörgatúni 2 i 210 Garöabær i Sími: 5357000 i Fax: 565 6485 i www.vistor.is