Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 90

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 90
RANNSOKNAR VERKEFNI 3. ÁRS NEMA Sjúklingaþýði og fylgni við meðferð- arráðleggingar í hjúkrunarmiðaðri hjartabilunarmóttöku. Agnes Björg Gunnarsdóttir* 1, Kristján Kárason2, Ewa Kjörk2, Bert Andersson2 'Háskóli íslands, 2Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið, Gautaborg Inngangur Algengi hjartabilunar hefur aukist samfara hækkandi meðalaldri í samfélaginu. Þrátt fyrir sönnuð jákvæð áhrif hjartabilunarlyfja hefur notkun þeirra í klíníkinni ekki náð þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í meðferðarráðleggingum. Ætlun okkar hér var því að kanna breyt- ingar í þýði sjúklinga og lyfjameðferð á hjartabilunarmóttökunni við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg á tímabilinu 1995-2008. Efniviður og aðferðir Notast var við Microsoft Access forritið við skráningu 1129 hjartabilunarsjúklinga á tímabilinu 1995-2008. Þaðan voru síðan teknar og notaðar upplýsingar til tölfræðilegra útreikninga. Sjúklingahópnum var skipt í fjórðunga byggt á komudag- setningu og þýði sjúklinga borið saman á milli tímabila. Þegar breytingar í lyfjameðferð voru kannaðar voru hins vegar borin saman 7 tímabil með 2 ár hvert. Niöurstöður Á tímabilinu milli 1995 og 2008 lækkaði meðalaldur sjúklinga um 3 ár (P < 0,01) og meðalþyngdin jókst um 7,0% (P < 0,001). Ríflega 70% sjúklinga voru karlmenn og kynjahlutfallið breyttist ekki marktækt milli tímabila. Kreatínin lækkaði um 19% (P < 0,001) og væg hækkun (0,7%) varð á natríum (P < 0,001) þegar borið var saman fyrsta og síðasta rannsóknartimabilið. Breytingar urðu á undirliggjandi orsök hjartabilunar milli timabila. Hlutfallslega færri sjúklingar voru greindir með blóðþurrð (P = 0,049) á meðan hlutfall þeirra með kardiomyopatíu (P = 0,041), háþrýsting (P = 0,029) og takykardíu (P < 0,001) jókst. Notkun ACE hemla sem lyfjagjöf minnkaði en samfara því jókst notkun angiótensín viðtakahemla (P < 0,001). Marktæk aukning varð í notkun beta blokkera (P < 0,001) fram til tímabilsins 2001-2002 og hélst þar eftir nokkurn veginn óbreytt. Sömu sögu var að segja um notkun aldosterón antagónista (P < 0,001). Fjöldi sjúklinga é þremur eða fleirum af ráðlögðum hjartabilunarlyfjum jókst úr 0,9% í fyrsta tímabilinu (1995-1996) og í 36,2% í síðasta tímabilinu (2007-2008), (P < 0,001). Ályktanir Þýði sjúklinga sem kemur á hjartabilunar- móttökuna á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu hefur breyst talsvert á timabilinu 1995-2008. Meðalaldur hefur lækkað og meðalþyngd aukist. Hlutfall sjuklinga með kardiomyopatíu hefur aukist á meðan hlutfall þeirra með blóðþurrð hefur minnkað. Gildi hjartabilunarmóttökunnar sannast hér með árangri hennar í upptítrun hjartabilunarlyfja, bæði í fjölgun sjúklinga á angíótensín viðtakahemlum, beta blokkum og aldósterón antagónistum og i fjölgun sjúklinga sem eru settir á þrjú eða fleiri hjartabilunarlyf. Meinafræðileg eitlastigun brjósta- krabbameins við Landspítala 2000-2007 Anna Kristín Höskuldsdóttir', Þorvaldur Jónsson2, Lárus Jónasson3, Kristján Skúli Ásgeirsson2. 'Læknadeild Hi, 2Skurðlækningadeild landspitala, !Rannsóknarstofa í meinafræði. Inngangur Eitlataka úr holhönd hefur lengi verið hluti af meðferð brjóstkrabbameins enda er staða holhandareitlanna einn mikilvægasti þátturinn i stigun sjúkdómsins. Lengi vel var eitlataka þar sem 10-20 eitlar voru fjarlægðir eina leiðin til eitlastigunar. Eftir að skipulögð hópleit að brjóstakrabbameini hófst greinast margir sjúklingar sem ekki hafa eitlameinvörp. Með tilkomu varðeitiltöku, þar sem aðeins þeir eitlar sem líklegastir eru til að hafa meinvörp eru fjarlægðir, gefst kostur á að stiga sjúklinga sem litlar likur eru til að hafi meinvörp án þess að gera hefðbundna eitlatöku. Mögulegt er að meinafræðileg skoðun á fáum varðeitlum sé nákvæmari en þegar margir eitlar eru skoðaðir og leiði til þess að fleiri meinvörp greinist. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort breyting hefur orðið á eitlastigun sjúklinga eftir að varðeitiltaka var tekin upp á Landspítala árið 2004. Efni og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn þýðisrannsókn og nær til allra sjúklinga sem skornir voru upp á átta ára tímabili vegna brjóstakrabbameins á Landspítalanum, og þar sem eitlataka úr holhönd var hluti af skurðmeðferðinni. Rannsóknartímabilinu var skipt í tvennt, 2000-2003 og 2004-2007. Skráður var aldur og kyn sjúklinga, stærð, meingerð og gráða frumæxlisins, fjöldi fjarlægðra eitla og fjöldi eitla með meinvörpum. Niðurstöður Alls voru 1095 sjúklingar í þýðinu (konur 99,3%, miðaldur 58,2) sem fóru (1128 aðgerðir. Aldursdreifing, kynjaskipting, stærð, meingerð og gráða frumæxlis var sambærileg á báðum tímabilunum. Á fyrra tímabilinu voru fjarlægðir 6885 eitlar og 4195 á þvf seinna. Hlutfall sjúklinga með meinvörp í einum eða fleiri eitlum reyndist sambærilegt á báðum tímabilum, 41,6% á þvf fyrra og 38,1% á þvi síðara. Ályktun Innleiðing á varðeitiltöku við skurðmeðferð brjóstakrabbameins á Landspítala hefur ekki leitt til marktækrar uppstigunar á eitlastöðu sjúkdómsins við greiningu. Þetta er ólíkt því sem hefur verið lýst annars staðar, þar sem hlutfall einstaklinga með eitlameinvörp jókst eftir tilkomu varðeitiltökunnar. (farandi sveppasýkingar af völdum Candida á íslandi 2000-2008 Anna Lilja Gísladóttir1, Helga Erlendsdóttir2, Lena Rós Ásmundsdóttir3, Magnús Gottfreðsson4 '■4Læknadeild Háskóla fslands, 2Sýklafræðideild LSH, 3'4Lyflækningadeild LSH Inngangur Tíðni (farandi sveppasýkinga hefur aukist umtalsvert á sfðustu áratugum. Fjöldi ónæmisbældra sjúklinga er að aukast og yfirgripsmiklum aðgerðum fer fjölgandi. Þetta veldur því að fleiri sjúklingar eru í aukinni hættu á sýkingu. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð þessara sýkinga þá er dánartíðni sjúklinga enn mjög há. Markmið þessarar rannsóknar er aó kanna klínísk einkenni og áhættuþætti blóðsýkinga af völdum Candida gersveppa fyrir allt ísland frá 2000 til 2008. Aðferðir Framkvæmd var lýðgrunduð, afturvirk rannsókn sem tók til 148 tilfella af ífarandi sveppasýkingum á öllu íslandi. Upplýsingar um jákvæðar blóðræktanir voru fengnar frá Sýklafræðideild Landspítala. Skráðar voru upplýsingar um sjúkrahúslegu, einkenni, undirliggjandi sjúkdóma, niðurstöður líkamsskoðunar, blóð-, og myndrannsókna, alvarleika veikinda samkvæmt APACHE og PRISM, lyfjameðferð sýkingar, fylgikvilla og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.