Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 82
Rof á görn
Venjulega er þetta tiltölulega afmarkað
rof með bólguberði umhverfis rofið
og frítt rof inn í kviðinn er tiltölulega
sjaldgæft.
Graftrarkýli í kviðarholi
Algengt í smáþarmasjúkdómi og oft
eftir staðbundið rof. Yfirleitt er settur
inn keri með aðstoð CT en einnig
þarf að meðhöndla með sýklalyfjum.
Stundum kallar þetta á skurðaðgerð þar
sem nálægur bólginn eða skemmdur
garnabútur er fjarlægður.
Þrengsli
Sjást i ristli en eru mun algengari
í smáþarmi. Skurðaðgerð yfirleitt
nauðsynleg.
Graftrarkýli umhverfis endaþarmsop
Yfirleitt afleiðing bólgu neðst í
endaþarmi og tilheyrandi fistlum. Þarf
alltaf að hreinsa með aðgerð en síðan
eru oft settir inn þræðir í fistulur til að
halda þeim opnum. Seinna þegar öll
sýking er farin má reyna Infliximab
eða adalimumab og er hægt að loka um
helmingi fistla með slíkri meðferð.
Við samanburð á klínískum
einkennum sáraristilbólgu og Crohn's
sjúkdóms sést að margt er sameiginlegt
þessum tveimur sjúkdómum en annað er
frábrugðið. I töflu 2 er samantekt á því
helsta sem aðgreinir þessa sjúkdóma.
Ekki er hægt að greina á milli þessara
sjúkdóma í allt að 15% tilfella og er þá
talað um ristilbólgu af óákveðinni gerð
(Colitis indeterminata). Lyfjameðferð
þessara einstaklinga er mjög svipuð en
ef taka á ristil eru þessir einstaklingar
meðhöndlaðir eins og þeir hefðu Crohn's
sjúkdóm og fá þeir venjulega ekki J
poka frekar en sjúklingar með Crohn's
sjúkdóm vegna lélegs árangurs af þeirri
aðgerð.
Einkenni þarmabólgu utan þarma
Um 30% sjúklinga fá á einhverjum tíma
einhver einkenni utan þarma.
Erythema Nodosum
Sést hjá um 15% með Crohn's en 10%
með sáraristilbólgu. Virknihúðbreytinga
fylgir virkni þarmabólgunnar.
Pyoderma Gangrenosum
Sjaldgæfur húðsjúkdómur. Nánast
eingöngu í sáraristilbólgu. Fylgir ekki
virkni þarmabólgunnar og brottnám
ristils hjálpar ekki. Meðferð erfið en
svara ef til vill infliximab.
Apthous sár í munni
Sést aðallega í Crohn's sjúkdómi.
Fjölliðabólgur (Polyarthritis)
Algengar en sjást oftar í Crohn's
sjúkdómi. Flögra á milli stærri liða og
fylgja virkni þarmabólgunnar.
Liðverkir
Sjaldgæfir en erfiðir verkir sem fylgja
ekki virkni þarmabólgunnar og lagast til
dæmis ekki við brottnám ristils. Eru oft í
smáliðum handa og fóta.
Sacroileitis
Oft einkennalaus bólga en getur gefið
verki. Þróast stundum yfir í hryggikt.
Salazopyrin er kjörmeðferð.
Hryggikt
Sést oftar í Crohn's sjúkdómi en
sáraristilbólgu. Um 2/3 tengjast HLA
- B27. Virknin er óháð þarmabólgunni
og getur leitt til varanlegra skemmda
á hrygg. Infliximab virðist geta breytt
gangi þessa sjúkdóms.
Augu
Lithimnubólga og hvarmabólga eru
algengar. Virknin er óháð virkni
þarmabólgunnar. Staðbundin
ónæmisbæling er nauðsynleg vegna
einkenna og til að fyrirbyggja augnskaða.
Infliximab og adalimumab eru sennilega
gagnleg.
Gallsteinar
Aukin tiðni ef sjúklingur með Crohn's
er með sjúkdóm í terminal ileum eða
búið er að taka terminal lieum. Þetta
gerist vegna minnkaðs endurfrásogs á
gallsöltum, gallið þykknar og steinar
myndast.
Primary Sclerosing Cholangitis (PSC)
Sjaldgæfur sjúkdómur í þarmabólgu
en flest tilfelli PSC eru hinsvegar
með þarmabólgusjúkdóm. Alvarlegur
sjúkdómur sem skemmir bæði innri
og ytri gallganga og getur endað með
skorpulifur. Eina meðferðin á háu stigi
eru lifraskipti en vægari sjúkdómur er
meðhöndlaður með ursodeoxycholic
acid eða gallbreytilyfi og síðan eru
þrengsli í ytra gallkerfinu víkkuð út með
holsjárspeglun ef einkenni fylgja þessum
þrengslum.Langalvarlegastaaukaverkun
þessa sjúkdóms er gallgangakrabbamein
(cholangiocarcinoma) en nánast allir
deyja úr þeim sjúkdómi.
Pericholangitis
Stundum kallaður smágallganga PSC og
sést fyrst og fremst í yngri sjúklingum
og virðist ekki vera eins alvarlegur og
hefðbundinn PSC og leiðir yfirleitt ekki til
skorpulifrar eða gallgangakrabbameins.
Mismunagreining
Margir sjúkdómar gefa svipuð klínísk
einkenni og þarmabólgusjúkdómar. I
töflu 3 má sjá lista yfir helstu sjúkdóma,
bæði sýkingar og aðra sjúkdóma sem
hafa ber í huga þegar verið er að greina
þarmabólgu. Almennt má segja að
sýkingar séu skammvinn vandamál
sem lagast af sjálfu sér, oft án sérstakrar
meðferðar. Undantekning frá því eru
hinsvegar ónæmisbældir einstaklingar
sem oft geta haft mallandi sýkingar í
meltingarvegi.
Saurræktanir skipta miklu máli en
einnig getur verið gott að fá vefjasýni við
speglun til frekari greiningar eins og á til
dæmis CMV ristilbólgu og Clostridium
difficilie sýkingu. Við staðbundna
endaþarmsbólgu er rétt að hafa í huga
kynsjúkdóma eins og lekanda og herpes,
sérstaklega ef sjúklingur hefur stundað
kynmök um endaþarm.
Hjá sjúklingum með langvinnan
vatnskenndan niðurgang er rétt að muna
eftir smásjárristilbólgu sem getur sést
á öllum aldri en er þó mest áberandi í
eldri konum (nýgengi um 6/100 þús. á
íslandi). í þeim tilfellum er það vefjasýni
sem gefur greiningu ef ræktanir eru
eðlilegar. Við smásjárskoðun sést aukinn
fjöldi eitilfrumna í eitilfrumuristilbólgu
og þykknun á bandvefslagi undir
slímhúð í bandvefsristilbólgu. Meðferð
er með lyfjum og er góður árangur af
budesonid lyfjameðferð um munn.
Meðferð þarmabólgusjúkdóma
í dag er ekki til lyfjameðferð sem læknar
þarmabólgusjúkdóma. Oftast er þó
hægt að stjórna þessum sjúkdómum
með lyfjum þó að flestir sjúklingar með
Crohn's sjúkdóm þurfi einhvern tíma á