Ferðir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ferðir - 01.05.1988, Qupperneq 6

Ferðir - 01.05.1988, Qupperneq 6
6 FERÐIR 1 Laugafelli. Vinnuferð 1974. (Ljósm.: Gunnar Jónsson). og þá hefur Þórunn trúlega farið að búa sig til heimferðar. En hve löng dvöl hennar hefur orðið þarna, verður bara hver og einn að geta sér til um. Fyrir því eru engar heimildir, nema þessi óljósa ábending í frásögn séra Einars í Saurbæ. Eins og gróðurfari er nú háttað við Laugafell mundi engum manni koma til hugar að reyna að framfleyta búsmala þar. Á tímum Þórunnar var það þó engan veginn óhugsandi. Hnignun á hálendisgróðri hefur verið skelfileg á síðastliðnum 500 árum. Það er trúlegt að gróður hafi lifað þarna alls staðar nema á hæstu melum, en víða hefur hann samt verið lág- vaxinn. Þarna hafa því verið víðlendir hagar og gróðurinn er alltaf kjarnmikill. Gróðurtorfan sem sæluhúsið stendur á, er aðeins lítil leif af þykku gróðurlendi. Bara með því að athuga hana og horfa svo yfir melana þarna utan og neðan við, sér maður að þarna hefur allt verið gróið í fyrri tíð, og kannske er það ekki svo langt síðan að þarna var samfelldur gróður. Ég sé mikla hnignun á gróðri síðan ég kom þarna fyrst og uppblástur er alltaf talsverður á svæðinu frá sæluhúsinu og niður að

x

Ferðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.