Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Page 7

Ferðir - 01.05.1988, Page 7
FERÐIR 7 Laugakvíslinni og þó höfum við stundum verið að sá í suma blettina og oft höfum við borið á þá. Faðir minn sagðist hafa séð mikla hnignun á gróðrinum þarna um sína daga. Saman höfum við feðgar yfirsýn fyrir rúma þrjá aldarfjórðunga. Ef við reiknum með að hnignunin hafi alltaf verið jafn hröð frá dögum Þórunnar, er sýnilegt að mynd sú sem ég dró upp af gróðurfarinu á hennar dögum getur ekki verið mjög fjarri lagi. Ferðafólk á fyrri tímum Það er vitað að dálítið var um mannaferðir hjá Laugafelli á undanförnum öldum. Langferðamenn fóru þar um öðru hvoru og svo fóru menn þangað i haustleitir. Skagfirðingar hafa stundað þarna eftirleitir í margar aldir. Það voru fyrst og fremst einstaklingar sem tóku sig saman um að leita þar að fé. Venjulega tóku þeir svo helming verðs i fundarlaun fyrir hverja kind, sem þeir komu með til byggða og það var síst of mikið gjald, vegna þess að þessar ferðir voru bæði erfiðar og hættulegar, einkum vegna þess að þær voru alltaf farnar síðla hausts eftir að von var allra veðra. Það er ekki vitað hvenær Eyfirðingar hófu skipulegar leitir á Laugafellsöræfum, en það hefur ekki verið síðar en um miðja siðustu öld og sennilega löngu fyrr. Það má m.a. sjá i bókinni Hrakningar og heiðavegir. 1 fjórða hefti bókarinnar er sagt frá frækilegri öræfaferð fjögurra Eyfirðinga suður yfir Kjöl á útmánuðum árið 1856 og heim aftur sömu leið. Höf- undur ferðasögunnar, Bjarni Bjarnason, getur þess á blaðsíðu 58, þegar þeir voru á heimleið hjá Eystri-Pollum, að tveir þeirra hafi þá verið orðnir vel kunnugir á þessum slóðum vegna fjárleita og grasaferða. Þessi setning segir talsvert um ferðir Eyfirðinga á Laugafellsöræfum á síðustu öld. Þingeyingar smöluðu einnig á þessu svæði seinnihluta síð-

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.