Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Side 8

Ferðir - 01.05.1988, Side 8
8 FERÐIR ustu aldar og þá í félagi við Eyfirðinga. Þingeysk fjallalömb rásuðu oft vestur á gróðurflesjurnar vestur undir Jökulsá og þetta var talin öruggasta leiðin til að ná þeim heilum heim. Eyfirðingar höguðu leitum sínum þannig, að þeir fóru á fyrsta degi suður að laugunum og tjölduðu þar. Næsta morg- un var liðinu skipt og tveir riðu vestur að Hofsjökli og smöl- uðu þaðan til baka aftur að laugunum. Hinir tveir riðu suður á Þjórsárkvíslar og þar skilst mér að tveir Þingeyingar hafi komið til móts við þá og allir hafi þeir leitað norður að laugunum. Oftast var ekki leitað lengra þann daginn. Þá var hlaðin rétt á melnum neðan við sæluhúsið og hún stendur að nokkru enn. Næsta dag var smalað norður í hvamminn við Geldingsá, en hann hefur hlotið nafnið Réttarhvammur. Leit- armannakofarnir Gráni og Sesseljubær standa þar hlið við hlið síðan árið 1971 að Sesseljubær var byggður. Gráni er nú bara notaður sem hesthús, en hýsti áður bæði menn og hesta. Þriðja smölunardaginn riðu menn norður að Fossá og smöluðu þaðan suður í Réttarhvamm. Fimmta og síðasta daginn ráku Eyfirðingar safnið heim, en Þingeyingar ráku sitt fé austur öræfin. Þetta leitarfyrirkomulag breyttist síðar og það varð m.a. til þess að leitirnar gengu fljótar. Af framanskráðu sést að oft þurftu menn að nátta sig við laugarnar og stundum urðu það kaldsamar nætur. Það var gerð fleiri en ein tilraun með að koma upp leitarmannakofa við nyrsta laugalækinn, en þeir stóðu skammt. Hvorutveggja var, að þeir fúnuðu við ylinn og rakann frá læknum og svo munu snjóþyngsli hafa sligað þá niður. Við nákvæma at- hugun má enn sjá hvar þessi kofi var. Hann hefur verið mjög lítill og ekki rúmað nema tvo menn. Trúlega hafa það verið Skagfirðingar sem komu þessum kofa upp til að leita skjóls í eftirleitum, sem venjulega voru ekki farnar fyrr en um vetur- nætur og stundum síðar. Langferðamenn lögðu nokkrum sinnum leiðir sínar hjá Laugafelli og stundum fór ungt fólk úr Eyjafirði þangað að gamni sínu, einkum eftir 1920. Það þóttu miklar sportferðir og jafnvel ævintýraferðir, ef eitthvað bar út af, eins og stund-

x

Ferðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.