Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 12

Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 12
12 F E RÐIR eyðileggingu, sem yfir henni vofir, og leggja heitt vatn í húsið til upphitunar. Formanni skálanefndar, Angantý H. Hjálm- arssyni, er falin forysta við þessar framkvæmdir.“ Hálfum mánuði seinna, hinn 15. september, er þessi bókun gerð: „Komum hér um hádegi í gær úr Jökuldal. Þá var strax tekið til við hitaveituna, meðan kvenfólkið bjó til hádegis- verðar. Síðan var borðað og þá unnið allt til myrkurs, enda var þá heita vatnið farið að renna sína leið gegnum húsið. í dag var svo síðasta hönd lögð á verkið og grjót flutt að rofa- börðum. Kl. 3 e.h. höldum við heim um Hólafjall. Við unnum hér undir stjórn Angantýs Hjörvars Hjálmarssonar. Hér var margt og mikið lagað, mokað, stungið, troðið, þjappað, borað, skrúfað, sorfið, sagað, soðið, brasað, skafið, stappað. Engir hafa á liði legið leikið sér við hvern sinn fingur. Farið heim og hinum segið að Hjörvar viti hvað hann syngur. (Höf. Hjalti Finnsson) Undir þetta hafa skrifað 13 manns af Akureyri og úr Eyja- firði. Fleiri skemmtilegar bókanir hafa verið gerðar þarna á næstu dögum af nokkrum ferðamönnum, sem hefur fundist þessi frumstæða hitaveita mjög athyglisverð, en það yrði of langt mál að taka það allt með hér. Það voru til menn, sem töldu þessa hitaveitu aðeins verða til ills. Þeir álitu að hún mundi veita það lítinn hita að það myndaðist aðeins raki af henni þegar ýmist væri að frjósa eða

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.