Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 13
FERÐIR
13
þiðna í húsinu yfir veturinn. Það reyndist ekki rétt, sem betur
fer. Það fraus aldrei í því, en vitað er, að hitinn þar inni komst
eitt sinn niður í 0 stig.
Næsta sumar var eftirfarandi skrifað í gestabókina:
Vinnuferð 5.-10. júlí.
„Nú þegar við snúum heim á sjötta degi ferðar okkar er
orðið öðruvísi umhorfs hér í kring. Vindbásarnir kringum
húsið hafa verið fylltir með mold og sáð í túnvingli. Tvö vik
eftir vinda í útjöðrum torfunnar hafa verið fyllt upp og grjóti
hlaðið undir þau rofabörð sem mest fauk úr. Við biðjum alla
sem hér koma að virða verk okkar og ganga sem gætilegast hér
í kring og umfram allt að fara ekki með bifreiðar alveg heim
að húsi.“
Ýmislegt fleira var bókað í þessari vinnuferð. Þar eru m.a.
margar teikningar af fólki við störf sín og nokkrar skemmti-
legar athugasemdir skrifaðar við þær.
Undir þetta hafa sjö Eyfirðingar skrifað nöfn sín í umboði
Ferðafélagsins.
Næsta vinnuferð félagsins var farin fyrst í ágúst 1971. Hún
var farin vegna þess að vindurinn hafði sorfið djúpa bása
niður í jarðveginn á þrjá vegu kringum húsið. í þessa bása
þurfti að flytja mold og síðan að rista þökur norður við
laugarlæk og þekja yfir. Dýpsti skápurinn var orðinn allt að 1
m á dýpt.
Um þessa ferð má lesa í gestabókinni. Efnislega er það á
þessa leið:
Við lögðum af stað úr innstu dölum Eyjafjarðar laust eftir
hádegi fimmtudaginn 5. ágúst, fórum Skagafjörð og komum
hingað klukkan 2 aðfaranótt föstudagsins. Við höfðum með
okkur tvær kúfaðar jeppakerrur af hálfþurri mykju, en þær
voru þungar í drætti og töfðu ferð okkar mikið. Föstudags-
morguninn byrjuðum við á að flytja mold í básana, settum
mykjulag yfir, þöktum svo og dreifðum afganginum af mykj-