Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Page 17

Ferðir - 01.05.1988, Page 17
FERÐIR 17 Hafist handa um stœkkun Siguröarskála í júlí 1986. (Ljósm.: Gudmundur Gunnarsson). jafn þreyttir og við stöllur því nær allir voru farnir inn að íshelli og því var nóg pláss fyrir okkur til að fá okkur að borða (en sú athöfn varð að föstum og hátíðlegum viðburði mjög oft og á hvaða tíma sólarhrings sem var). Umhyggjusamir vinir og vandamenn höfður sent okkur með forláta bílasíma og fengum við nú bílstjórann okkar til liðs við okkur að tengja hann. í langan tima heyrðist ekkert nema taktfastir diskó- tónar úr símanum en loksins við mikil gleðilæti allra við- staddra náðum við sambandi. Var þá farið, enn með þennan indæla bílstjóra í farar- broddi, að athuga tunnu-vatnsvirkjun allmikla er stendur nálægt skálanum. Var þar ráðist í miklar framkvæmdir við hreinsun og lagfæringar og að lokum var svo komið að ekki sást mikill munur á Landsvirkjun allri og Sigurðarskálavirkj- un. Þar sem vatnið var nú komið í lag fannst okkur um að gera að nýta það til hreingerninga á skálanum en deginum lauk svo með indælli kvöldgöngu.

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.