Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 20

Ferðir - 01.05.1988, Blaðsíða 20
20 FERÐIR Gengið á jökul í Kverkfjöllum. (Ljósm.: Jón Jóhannesson). við kvittanaeyðublöð var til i skálanum. Því var bjargað snarlega með því að semja mjög snyrtilega kvittun á einhverju furðulegu samblandi af íslensku og ensku. Buðum við síðan öllum hópnum í kaffi og skemmtum okkur konunglega fram eftir kvöldi. Laugardagurinn 17. 08. Þar með var góða veðrið búið! Komin rigning og suddi. En þar sem við áttum von á gestum drifum við okkur í að höggva í eldinn og kom blessuð eldamaskínan í góðar þarfir til að þurrka timbrið. Þegar komið var fram undir kvöldmat kemur fyrri rútan og er hún full af Frökkum. Þeir drífa sig inn með allt sitt hafurtask og fór nú í hönd ekta frönsk matargerð. Furðu lostnar sátum við með gróft brauð með osti og fylgd- umst með hvernig Frakkar matreiða þríréttaða máltíð uppi á fjöllum. Seinni hópurinn renndi svo í hlað stuttu seinna og kom sér fyrir á tjaldstæðinu.

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.