Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Side 22

Ferðir - 01.05.1988, Side 22
GUÐBRANDUR ÞORKELL GUÐBRANDSSON: Trölli í Tröllabotnum og umhverfi hans Það fyrirkomulag, að starfrækja sérstakar héraðadeildir innan Lerðafélags Islands hefur að margra mati gefist vel, og má segja að beinar afurðir af því séu skálabyggingar þær, vega- bætur og sérstöku ferðir sem deildirnar hafa staðið fyrir. Má hiklaust fullyrða, að tilvera deildanna hafi virkjað margan manninn til starfa í þágu málefnisins sem ella hefði látið kyrrt liggja vegna fjarlægðar frá Reykjavík. Deildin á Akureyri er að sjálfsögðu elst og merkust þessara deilda, og Húsvíkingar og Héraðbúar hafa lengi átt öflugar deildir. Víðar um land eru svo smærri deildir, og þar á meðal hefur félagsdeild starfað í Skagafirði hátt í tvo áratugi, og þótt umfang hennar og afl sé minna en þeirra, sem fyrr er getið, hefur henni þó tekist að koma ýmsu í verk, sem sjá má stað. Segja má, að upphaf ferðafélagsdeildarinnar í Skagafirði megi rekja til brúargerðar á Austari-Jökulsá við Austur-Bug, skammt þaðan sem Pollakvísl rennur í hana. Opnaði sú brú akfæra leið úr Skagafirði á Sprengisandsveg. Haustið eftir að brúargerðinni lauk, var deildin stofnuð af flestum þeirra, er að smíðinni unnu, undir forystu Ingólfs Nikodemussonar. Næsta verkefni sem deildin stóð að var bygging Ingólfsskála, sem stendur við Lambahraum vestara, á bakka austustu kvíslar Vestari-Jökulsár, sem í seinni tíð er kölluð Skálakvísl. Var þetta nokkuð mikið og dýrt verkefni fyrir litla og fjárvana deild, og tók enda nokkur ár að ljúka við bygginguna. En menn létu ekki deigan síga, og ekki vantaði draumana hjá

x

Ferðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.