Ferðir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ferðir - 01.05.1988, Qupperneq 26

Ferðir - 01.05.1988, Qupperneq 26
26 FERÐIR niðurstöðu, að þar hafi verið 5-6 býli. Ef til vill hafa þau ekki verið öll í byggð á sama tíma. Nokkuð er á reiki hvenær endalok byggðarinnar hafi verið, en Ogmundur telur líkleg- ast, að það hafi orðið í seinni plágunni. Á Helgastöðum, sem voru að því talið er nokkru utar en um miðjan dal, mun hafa verið kirkjustaður, og eru til sagnir um að þar hafi sést til ummerkja um kirkjugarð, er áin braut land á þessum slóðum. Síðar byggðust Gvendarstaðir, ysti bær á dalnum aftur, og var hann meira og minna í byggð allt fram á fyrstu ár þessarar aldar, og sér þar greinilega til tófta. Víðidalur er fremur veðursæll í norðlægum áttum, og alls ekki eins snjóþungur og sumir nágrannar hans. Allhörð veður getur þó gert þar í suðlægum og suðvestlægum áttum. Ritgerð Ögmundar um byggðina á þessum slóðum birtist á sinum tíma í Skagfirskum fræðum, og er þeim sem áhuga hafa á slíku bent á að lesa hana sér til fróðleiks. Þegar kemur nokkuð suður fyrir Litla-Vatnsskarð grynnist Víðidalur og greinist í smærri dali. Verður þar m.a. fyrir fell eitt nokkuð mikið um sig en ekki ýkja hátt er Þverfell heitir (654 m y.s.). Austan þess er Valbrandsdalur, og opnast hann i Reykjaskarð ofan Skarðsár í Sæmundarhlíð. Vestan Þver- fellsins er Þröngidalur. Um hann má komast að eyðibýninu Kálfárdal, en það var í byggð fram á þessa öld og stendur undir Kálfafelli (600 m y.s.). Milli Kálfafells og Þverfells er Flosaskarð, en suðaustan fellanna er Vestara-Króksskarð. Opnast það suður á Stóra-Vatnsskarð, vestan Vatnshlíðar- hnjúks og er þar komið á slóðir sem flestir landsmenn þekkja. Austast í Kálfárdalnum, skammt frá þar sem hann opnast í Vestara-Króksskarð, má sjá tóftir eyðibýlis. Þar var bærinn Selhagi, og var einn síðustu bænda, ef ekki sá siðasti, Sveinn Hannesson, oftast kenndur við Elivoga, og er Auðunn Bragi sonur hans, sá landskunni maður, fæddur þarna í Selhaga. Af þjóðveginum á Stóra-Vatnsskarði er ekki nema 15-20 mín- útna gangur að þessum tóftum, og því kjörið fyrir vegfar- endur, sem hafa ekki alltof stífa tímaáætlun að rölta þangað ef gott er veður.

x

Ferðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.