Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Síða 36

Ferðir - 01.05.1988, Síða 36
36 FERÐIR var svo formannafundur allra deilda F.f. haldinn og mættu hinir sömu þar, ásamt Jakobi Kárasyni er staddur var í Rvk. þessa daga. Skrifstofa félagsins var flutt að Skipagötu 13 (Drangshúsið), og ráðin í starf þar Sigríður Magnúsdóttir, og líkur eru á að hún verði í starfi hjá félaginu næsta sumar einnig. Ymislegt fleira mætti tina til en ég læt þetta nægja, en að lokum þakkar stjórnin öllum þeim fjölda manna (og kvenna) sem hafa lagt hönd að verki á einhvern hátt við hin ýmsu störf, smá og stór, en þar hafa margir unnið mjög vel, og er það von stjórnarinnar að félagið njóti starfa ykkar i fram- tiðinni. Sérstakar þakkir skulu færðar Ingólfi Árnasyni hjá Rafmagnsveitum ríkisins, og þeim linumönnum sem fylgdu Strýtu austur á fjöll um s.l. hvitasunnu. Guðmundur Björnsson. Úr reikningum Ferðafélags Akureyrar 1987 Velta félagsins var kr. 1.286.228,36 og skilaði kr. 732.321,18 í rekstrar- hagnað. Nú brá svo við að stærsti einstaki tekjuliðurinn voru ferðalög sumarsins sem gáfu af sér nettó kr. 280.590,60. Næst komu vaxtatekjur, kr. 255.025,78, og hagnaður af Árbók Ff 1987 kr. 251.500,00. Stærsti gjaldaliðurinn var húsaleiga, kr. 166.516,00, í Skipagötu 13. Þar tók félagið húsnæði á leigu snemma á árinu og hefur sú ráðstöfun breytt starfsaðstöðu þess verulega til bóta. Eignir alls á efnahagsreikningi eru kr. 4.488.220,15 en skuldir eru engar svo að upphæðin er einnig hrein eign félagsins. Á árinu var ráðist i verulegar fjárfestingar. Mest munar þar um bygg- ingarkostnað Strýtu sem var kr. 807.084,20. Kostnaður ársins 1986 var kr. 247.717,95 og hækkun, ef fært er til verðlags 1987 kr. 44.465,05, svo að fjárfesting alls á verðlagi 1987 er kr. 1.099.267,20. Þá keypti félagið tvo vinnuskúra af Starfsmannafélagi Vegagerðar rikis- ins á Akureyri fyrir kr. 300.000,00. Eignfærslu á skálum félagsins var breytt. Þorsteinsskáli og Dreki eru nú færðir á sem næst 20% af brunatryggingarverði en aðrir skálar á 10% verðsins. Sem dæmi má nefna að Þorsteinsskáli er nú færður á kr. 562.000,00 en var áður á kr. 700,00 og Laugafell á kr. 153.400,00 en fyrri eignfærsla var kr. 1.100,00. Skálar félagsins, allir til samans, eru eignfærðir á kr. 2.249.267,20. Þar á eftir koma innstæður i innlánsstofnunum kr. 1.036.849,45 og i þriðja sæti birgðir af Árbók Ferðafélags fslands á kr. 423.957,50.

x

Ferðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.