Ferðir - 01.05.1988, Qupperneq 38
38
FERÐIR
Skýrsla ferðanefndar 1987
Starfsemi ferðanefndar árið 1987 var með svipuðu sniði og undanfarin ár. f
ferðanefnd eru 5 manns og auk þess 2 i gönguleiðanefnd. Ferðanefnd starfar
á milli aðalfunda og var þannig skipuð:
Karl Bragason formaður, Haukur ívarsson, Árný Runólfsdóttir, Jón
Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Þór Þorvaldsson, Jón D. Ármannsson
Haldnir voru 22 fundir í nefndinni auk ýmissa óformlegra funda til
undirbúnings á ferðum félagsins og einnig hélt nefndin myndakvöld í
Alþýðuhúsinu 30 apríl.
Aðalstarf nefndarinnar er að undirbúa og sjá um ferðir félagsins en þær
urðu 17 á árinu með samtals 390 þátttakendum. Fjölmennasta ferðin var
Jónsmessuferð í Hrlsey 20. jún! og voru þátttakendur 76 en minnst í Súlu-
ferð 18. apríl þar sem þátttakendur voru aðeins 3. Samtals voru ferðadagar
1472.
Félagið flutti starfsaðstöðu sína úr Skipagötu 12 í Skipagötu 13
(Kjarnahúsið). Skrifstofustúlka félagsins var Sigrlður Magnúsdóttir og var
hún ! hlutastarfi í þrjá mánuði.
Ferðir Ferðafélags Akureyrar á árinu voru þessar:
1. Súlumýrar (18/4). Fararstjóri Þór Þorvaldsson. Þátttakendur 3.
2. Súlur (3/5). Fararstjórar Jón D. Ármannsson og Þór Þorvaldsson.
Þátttakendur 9.
3. Kaldbakur (30/5). Fararstjórar Jón D. Ármannsson og Þór Þorvalds-
son. Þátttakendur 14.
4. Fuglaskoðunarferð (30/5). Fararstjóri Björgvin Leifsson. Þátttakendur
9.
5. Málmey (6/6). Fararstjóri Þór Þorvaldsson. Leiðsögumaður Uni Pét-
ursson. Þátttakendur 24.
6. Norðurlandaferð (18/6-2/7). Fararstjórar Gunnlaugur Sigurðsson og
Sigrún Jónsdóttir. Þátttakendur 43.
7. Hrísey (20/6). Fararstjóri Guðmundur Gunnarsson. Leiðsögumaður
Ásgeir Halldórsson. Þátttakendur 76.
8. Herðubreiðarlindir (26-28/6). Fararstjóri Sigríður Magnúsdóttir.
Leiðsögumaður Magnús Guðmundsson. Þátttakendur 21.
9. Suðurárbotnar (11/7). Fararstjóri Karl Bragason. Leiðsögumaður
Tryggvi Harðarson. Þátttakendur 23.
10. Austurland til Hornarfjarðar, Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og
Sprengisandur (11-18/7). Fararstjóri Þórunn Sigurbjörnsdóttir. Þátt-
takendur 33.