Ferðir


Ferðir - 01.05.1988, Side 42

Ferðir - 01.05.1988, Side 42
42 FERÐIR skálinn þrifinn að innan, pottar og kabyssa hreinsuð og fægð. Á sunnu- deginum var skálinn málaður innan, að hluta tvær umferðir. Mokuð kamarhola og möl og grjóti mokað að skálanum svo ekki blæs eins mikið undir hann. Aftur var farið laugardaginn 8. ágúst og voru þar á ferð Friðjón Hall- dórsson, Jón Pétursson, Jóhannes Kárason, Kári Jóhannesson og Jakob Kárason í björtu veðri og þurru. Úti voru þak, veggir og gluggar málaðir tvær umferðir. Kamar var reistur og gengið frá honum sem tryggilegast og hann síðan málaður. Þeir Jóhannes og Kári hlupu síðan til baka um kvöldið. A sunnudeginum var gólfið lakkað tvisvar og fóru menn því næst um í Glerárdalsbotni í steingervingaleit. I haust fóru svo gangnamenn með smádót sem vantaði og er þessi skýrsla var rituð á gamlársdag hafði ekki verið komist í skálann, hvorki á skíðum né sleðum. Skálinn ætti að duga nokkur ár án stórra lagfæringa, en eftir 2-4 ár ætti að byggja forstofu norðan við 3 m langa. Rífa innanúr skálanum, einangra og klæða með panel eða krossviði. Með litlum tilkostnaði mætti bæta við svefnplássi fyrir 4. Núna er nefndin að viða að sér efni í brú yfir Glerá á móts við skálann og verður hún vonandi langt komin í næstu ársskýrslu. 31. 12. 1987 F. h. Lambanefndar: Jakob Kárason.

x

Ferðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.