Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Síða 8
8 | | 5. júlí 2023 LV á fjölum Þjóðleikhússins E Y J A M A Ð U R I N N Það var mikil viðurkenning fyr- ir starf Leikfélags Vesmanna- eyja þegar því var boðið að að sýna Rocky Horror á stóra sviði Þjóðleikshússins. Verkið hafði slegið eftirminnilega í gegn í Eyjum en stökkið mikið að sýna í Þjóðleikhúsinu. En þau náðu nánast að fylla húsið og viðtökur frábærar. Hópur- inn er stór en Albert Snær Tórshamar, sem sló í gegn er Eyjamaðurinn. Fullt nafn: Albert Snær Tórshamar. Fjölskylda: Pabbi minn er Ósvald Tórshamar, mamma mín er Ágústa Salbjörg. Systkini mín eru Jóhann Ágúst, Hildur Rán, Alexander Páll, Ólafur Eysteinn, Sigmundur Kristinn og Gunnlaugur Hróðmar. Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Nei, ég hef búið alla mína ævi í Vestmannaeyjum, fæddur og uppalinn. Mottó: Ekki láta neikvæðni annarra hafa áhrif á drauma þína. Síðasta hámhorfið: Lucifer sem eru á Netflix, mæli með. Uppáhalds hlaðvarp? Ég hlusta ekki mikið á hlaðvarp en það sem ég hef hlustað mest á er HÆHÆ og Morðkastið. Aðaláhugamál: Tónlist og leiklist. Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Ég verð að segja að það sé hreyf- ing eins og göngur og svoleiðis. Venjulegur dagur hjá þér? Fara í vinnu hjá Sigurjóni Ingvars. Sinni áhugamálum mínum, fer í göngu og eyði kvöldinu með fjölskyldu og vinum. Hvað óttast þú mest: Sigurjón Ingvars... djók. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Ég er með svo víðan tónlist- arsmekk að ég get eignlega ekki svarað þessu en það fyrsta sem mér datt í hug var country, sko gamla stuffið. Hvað er velgengni fyrir þér: Ef þú ert umkringdur góðu fólki og heldur rétt á spilunum og finnur almennt fyrir hamingju þá gengur þér vel. Hvenær byrjaðir þú í Leikfélagi Vestmannaeyja? Ég byrjaði haustið 2016, þar lék ég Sölvar Súra í Benedikt Búálf. Hvað hefur þú tekið þátt í mörg- um verkum? Ég hef tekið átt í tíu uppsetningum hjá Leikfélagi Vestmannaeyja og nú síðast lék ég Frank´ N Furter í Rocky Horror. Hvað stendur upp úr í leiklistinni? Þegar ég lék Frank núna síðast því það var ákveðin áskorun þar sem ég þurfti að fara verulega út fyrir þægindarammann. Hvernig var upplifunin að sýna Rocky Horror í Þjóðleikhúsinu? Þetta var stórkostleg upplifun í alla staði. Ég er ótrúlega þakk- látur fyrir þetta tækifæri og öllu fólkinu sem stóð í þessu með mér. Þau eiga öll hrós skilið og ég er svo stoltur af því að hafa verið formaður á þessu magnaða tímabili. Þetta er það stærsta sem ég hef gert hingað til og ég er svo sannarlega ekki hættur. Hver eru markmið þín? Markmiðin mín eru að klára nám- ið sem ég er í, sem er múraranám í FÍV. Síðan komast í leikaranám og ná framförum í tónlistinni. Hvað tekur við í framhaldinu? Ég ætla að halda áfram að starfa fyrir þetta stórkostlega leikfélag og klára námið mitt. Eitthvað að lokum? Já ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt leikfélagið þá bæði fyrirtæki og gestum sem koma á sýningar hjá okkur. Þið eruð öll ómetanlegur fjársjóður, takk fyrir mig. A L B E R T S N Æ R T Ó R S H A M A R Albert Snær Tórshamar í hlutverki Frank’N Furter. Í dag stunda rúmlega 200 nem- endur nám við Framahaldsskólann í Vestmannaeyjum (FÍV). Er hann í gamla Gagnfræðaskólahúsinu en byggt var við skólann fyrir tuttugu árum til að bók- og starfsnámið gæti verið í sama húsnæðinu. Skólinn hefur ætíð brugðist hratt og vel við tækninýjungum og breyttum kröfum atvinnulífsins af fagmennsku og metnaði. Mikið ákall hefur verið um að auka iðn og starfsnám og í dag er tæplega helmingur nemenda sem stundar nám á því sviði við skólann. Skólinn býður upp á fjölbreytt tækifæri til menntunar með vönd- uðu og góðu námsframboði sem tekur mið af þörfum og kröfum nærsamfélagsins og eftirspurn nemenda. Síðustu ár hefur verið lögð rík áherslu á að nýta bættar samgöngur og tækni til að tryggja möguleika til náms óháð búsetu og stuðla þannig að enn öflugra þekkingarsamfélagi. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu valdi GRV eina af stofnunum ársins 2022. Titilinn hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr í þeim þáttum sem könnun Sameykis náði yfir að mati starfs- manna þeirra. Fjölbreytt nám Námsframboð við skólann er fjölbreytt og sjaldan verið eins fjölbreytt og nú. Í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á grunnnám rafiðna í dreifnámi (lotubundið) sem er mjög spennandi tækifæri fyrir þá sem ekki hafa tök á að sækja dagskólann. Einnig verður boðið upp á nám við vélstjórn C-stigs í fyrsta sinn. Það er ekki síður spennandi tækifæri fyrir þá sem lokið hafa B-stiginu og vilja bæta við sig réttindum. Námið er til réttinda til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl minna en 3000 kW (STCW III/3) og undirvélstjóra á skipum með ótakmarkað vélarafl (að loknum siglingatíma). Þetta námsstig er jafnframt nám til stúdentsprófs. Verið er að kanna þörf og áhuga á að fara af stað með fiskeldisnám og skipstjórnarnám við skólann. Bóknámið er ávallt í endurskoðun er nú hefur stúdentsprófsbrautinni verið skipt upp í átta svið til að tryggja að flestir finni eitthvað við sitt hæfi og áhugasvið. Skólinn mikilvægur fyrir Vestmannaeyjar Menntun styrkir félagslega og menningarlega þætti hvers samfélags með því að bæta hugmyndaflug, efla sköpun, víkka sjóndeildarhringi og hvetja til virkari þátttöku í samfélaginu. Þetta er sérstaklega mikilvægt í sjávarplássi eins og okkar þar sem samfélagsþátttaka skiptir sköpum fyrir velgengni samfélagsins. Að auki getur menntun hjálpað til við að draga úr fátækt, bæta lífsgæði og heilsufar og stuðlað að félags- legri aðlögun Mikilvægt er að áfram verði boðið upp á góða menntun með fjölbreyttu námsframboð í Vest- mannaeyjum því þannig sköpum við sjálfbærara og blómlegra samfélag, aukum lífsgæði og tryggjum þróun og vöxt samfé- lagsins. Helga Kristín Kolbeins skólameistari. FÍV ein af stofnunum ársins 2022 Útskriftarnemar frá FÍV á vorönn 2023.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.