Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Page 12
12 | | 5. júlí 2023
Tvö ný upplýsingaskilti á þremur
tungumálum verða afhjúpuð á
goslokahátíðinni. Marinó Sigur-
steinsson pípulagningameistari
hefur látið gera skiltin og setja
þau upp.
Fyrra skiltið verður afhjúpað á
Stórhöfða kl. 16. 30 þriðjudaginn
4. júlí. Það fjallar um fugla-
merkingamanninn Óskar Jakob
Sigurðsson vitavörð og veður-
athugunarmann. Hann hóf fugla-
merkingar 1953 og merkti alls
91.695 fugla af um 40 tegundum
til 2014 þegar hann flutti frá Stór-
höfða. Óskar merkti langmest af
lunda, fýl og snjótittlingum. Skráð
var í Heimsmetabók Guinness
1997 að enginn í heiminum hefði
merkt fleiri fugla en Óskar sem þá
hafði merkt 65.200 fugla. Af lund-
um og fýlum sem hann merkti
hafa um 10.750 endurheimst.
Óskar fékk riddarakross Hinnar
íslensku fálkaorðu 1997 fyrir
fuglamerkingarnar. Haf- og
veðurstofa Bandaríkjanna
(NOAA) útnefndi hann Hetju
umhverfisins 2007 fyrir mælingar
gróðurhúsalofttegunda og 2018
fékk hann heiðursverðlaun Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands fyrir
fuglamerkingar.
Flakkarinn og fellið Þorbjörn
Skilti um Flakkarann við útsýnis-
pallinn gegnt Klettsnefi verður
afhjúpað miðvikudaginn 5. júlí kl.
17.00. Þar er sögð saga tveggja
fjallshluta sem brotnuðu frá
gígbrún Eldfells og flutu í glóandi
hrauninu, líkt og borgarísjakar, í
átt til sjávar. Skiltið sýnir ferðalag
Flakkarans frá 24. febrúar til 9.
júní 1973 og hve langt það fór á
tilteknum dögum.
Minna fjallið strandaði fljótlega
og ákvað bæjarstjórn Vestmanna-
eyja að nefna það Þorbjörn til
heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni
prófessor. Hann átti hugmyndina
að hraunkælingunni og vann
ómetanlegt starf í krafti vísinda-
þekkingar sinnar fyrir Vestmanna-
eyjar í gosinu.
Stærra fjallið, Flakkarinn, stefndi
í átt að innsiglingunni og ógnaði
öryggi hafnarinnar. Hann var um
200 metrar á kant og stóð tæplega
50 metra upp úr hraunbreiðunni.
Fyrstu tvo sólarhringana fór fjallið
um 140 metra, að sögn Þorleifs
Einarssonar jarðfræðings. Það
hægði svo á sér og fór að með-
altali um 30 metra á sólarhring.
Eftir að hafa siglt um það bil eitt
þúsund metra í átt til sjávar á
rúmum mánuði strandaði fjallið í
kældu hrauni og klofnaði í tvennt.
Páll Zophoníasson, tæknifræðing-
ur og fyrrverandi bæjarstjóri, segir
að nafn Flakkarans hafi verið
sjálfgefið. Mönnum varð tíðrætt
um það þegar fellið fór af stað og
nafnið Flakkarinn festist fljótlega
við það.
„Þetta var mjög litríkt og fallegt
fjall, bæði gult og grænt og blátt,“
segir Páll. „Þegar það strandaði
klofnaði það og til urðu tveir tind-
ar. Þá fannst mönnum viðeigandi
að það yrði kallað Hannibal, en
það nafn festist aldrei við það.
Báðir topparnir sem nú sjást heita
Flakkarinn.“ Hannibal sem menn
vildu kenna tindana við var Valdi-
marsson og var bæði alþingis-
maður og ráðherra. Hann þótti
litríkur stjórnmálamaður og klauf
sig frá samherjum í pólitíkinni.
Marinó hefur einnig sett upp
útsýnisstaur við pallinn þar sem
skiltið um Flakkarann verður
staðsett. Hann tók 60 ára gamlan
trjábol og boraði 17 göt í gegnum
hann. Hvert gat er merkt ákveðnu
kennileiti eða örnefni og sést
staðurinn þegar þegar kíkt er í
gegnum viðeigandi gat. Meðal
annars má sjá þar Landeyjahöfn,
Eyjafjallajökul og veiðihúsið í
Elliðaey.
Marinó hefur auk þess sett upp
minnisvarða og skilti um Gömlu
götuna á Stórhöfða. Þá setti hann
upp hraunsúlur á fimm stöðum
í bænum og sýna þær þykkt
öskulagsins sem lagðist yfir á
hverjum stað.
Ný upplýsingaskilti afhjúpuð á goslokahátíð
Heimsmeistari í fuglamerkingum Ferðalag Flakkarans myndrænt
Eyjafréttir tilnefndu Marinó Sigur-
steinsson Eyjamann ársins 2019.
Flakkarinn
Flakkarinn
Í eldgosinu hér á Heimaey árið 1973 urðu menn varir
við ýmis áður óþekkt náttúrufyrirbæri og eitt af þeim var
myndun Flakkarans.
Um það bil mánuði eftir að gosið hófst hafði myndast
keiluformað fjall úr vikri, gjalli og hraunkleprum.
Meginhraunstraumurinn rann í norður undan fjallinu sem
síðar fékk nafnið Eldfell.
Myndun Flakkarans má rekja til þess að hluti af
norðvesturhlið Eldfells seig niður í hraunrásina og stíflaði
hana. Kvikan myndaði þá hrauntjörn í gígskálinni sem
þrýsti á gígvegginn með þeim afleiðingum að hann brast
og hljóp fram.
Við framhlaupið hrundu tvær mjög stjórar fyllur norðan úr
eystri gígveggnum, þar sem fellið var hæst og þessi tvö
„fjöll“ hófu „siglingu“ í hraunstrauminum, flutu í honum
líkt og borgarísjakar.
Minna fjallið stefndi í norðaustur en strandaði fljótlega
og var nefnt Þorbjörn.
Stærra fjallið, síðar nefnt Flakkari, tók stefnuna í norður
og síðar í norðvestur frá gígnum í átt að innsiglingunni
og ógnaði henni. Flakkarinn var um 200 metrar á kant og
hæð hans stóð tæplega 50 metra upp úr hraunbreiðunni.
Fyrstu tvo dagana flaut Flakkarinn um 100 – 140 metra
á sólahring en síðan dró smám saman úr hraðanum
og eftir um mánaðarsiglingu hreyfðist hann aðeins um
örfáa metra á dag og strandaði loks í kældu hrauni. Við
það klofnaði hann í tvennt eftir um það bil 1.000 metra
siglingu á rúmum mánuði.
Tekið saman í mars 2020 / pz
The Drifter
Several unknown natural phenomena were observed
during the volcanic eruption in 1973 here on Heimaey.
One of these was the formation of the Drifter. About a
month after the eruption started a conical mountain of
tephra and lava spatters had formed. The main lava
flow ran to the north from the new volcano, later
named Eldfell.
The formation of the Drifter originated when a part of the
Northwest side of the volcano sank into the main lava
vent and clogged it. The magma then formed a crater
lake which pressured the crater‘s surrounding rim until
a part of it gave way and broke off.
Two huge fragments crumbled away from the crater‘s
eastern rim, at the volcano´s highest point, the two
“mountains” started to “sail” in the lava flow, floating
like icebergs.
The smaller mountain headed northeast but soon
stranded and was named Þorbjörn.
The larger mountain, later named the Drifter, headed
north and later northwest away from the crater towards
the harbor, threatening its closure. The Drifter was
200 m (600 feet) across and stood just shy of 50 m
(150 feet) up from the lava.
The Drifter drifted about 100-140 m per day for the first
two days but gradually slowed down and after about a
month drifting it only moved a few meters per day until
it stranded in cooled lava. It then broke into two parts
after about 1000 m drift for over a month.
El Errante
Durante la erupción ocurrida aquí en Heimaey en 1973 se
observaron varios fenómenos naturales hasta entonces
desconocidos. Uno de ellos fue la formación del Errante.
Al mes de comenzar la erupción se había formado una montaña
cónica de tefra y salpicaduras de lava. La colada de lava
principal fluía hacia el norte desde el nuevo volcán que más
tarde recibiría el nombre de Eldfell.
La formación del Errante se originó cuando una parte de la
ladera noroeste del volcán se precipitó dentro de su chimenea
principal, obstruyéndola. El magma, entonces, formó una charca
de lava dentro del cráter, la cual ejercía presión sobre sus
paredes hasta que una sección cedió y se desprendió.
Dos enormes fragmentos se soltaron del borde oriental del
cráter, en la parte más alta del volcán, y esas dos «montañas»
comenzaron a «navegar» sobre el flujo de lava, flotando como
icebergs.
La montaña menor iba en dirección noreste, pero pronto quedó
varada, recibiendo el nombre de Þorbjörn.
La montaña más grande ―más adelante denominada el
Errante― , tomó rumbo al norte. Luego viró hacia el noroeste
desde el cráter, en dirección al puerto, amenazando con cerrar
su bocana. El Errante tenía 200 metros de diámetro y se elevaba
casi 50 metros por encima de la colada de lava.
El Errante se trasladaba a la deriva unos 100-140 metros diarios
durante los dos primeros días, aunque después disminuyendo
su velocidad gradualmente. Pasado un mes solo se desplazaba
unos pocos metros al día hasta que, finalmente, quedó varado
en lava enfriada, con lo que se rompió en dos, tras haber
cubierto unos 1.000 metros en algo más de un mes.
1.3.1973 7.3.1973 Ljósmyndir Sigurgeir Jónasson1.3.1973 7.3.1973
24-2
25-2
26-2
28-2
1-3
2-3
3-3
4-3
5-3
6-3
7-3
8-3
9-3
10-3
11-3
12-3
13-3
14-3
24-3
15-4
23-4
30-4
9-6
ÞÚ ERT HÉR
Gamla strandlengjan
Heiti Dagar Fjöldi
daga
Vega-
lengd,
metrar
Vegalengd
á dag,
metrar
Flakkarinn 24/2 - 25/2 1 30,79 30,79
Flakkarinn 25/2 - 26/2 1 34,62 34,62
Flakkarinn 26/2 - 28/2 2 57,38 28,69
Flakkarinn 28/2 - 1/3 1 8,34 8,34
Flakkarinn 1/3 - 2/3 1 16,84 16,84
Flakkarinn 2/3 - 3/3 1 18,93 18,93
Flakkarinn 3/3 - 4/3 1 15,73 15,73
Flakkarinn 4/3 - 5/3 1 13,23 13,23
Flakkarinn 5/3 - 6/3 1 12,98 12,98
Flakkarinn 6/3 - 7/3 1 16,2 16,2
Flakkarinn 7/3 - 8/3 1 18,69 18,69
Flakkarinn 8/3 - 9/3 1 34,76 34,76
Flakkarinn 9/3 - 10/3 1 32,07 32,07
Flakkarinn 10/3 - 11/3 1 16,27 16,27
Flakkarinn 11/3 - 12/3 1 19,13 19,13
Flakkarinn 12/3 - 13/3 1 17,62 17,62
Flakkarinn 13/3 - 14/3 1 19,66 19,66
Flakkarinn 14/3 - 24/3 10 53,14 5,31
Flakkarinn 24/3 - 15/4 21 34,89 1,66
Flakkarinn 15/4 - 23/4 8 22,49 2,81
Flakkarinn 23/4 - 30/4 7 52,62 7,52
Flakkarinn 30/4 - 9/6 67 12,98 0,19
Hannibal 14/3 - 24/3 10 53,36 5,34
Hannibal 24/3 - 15/4 21 23,58 1,12
Hannibal 15/4 - 23/4 8 19,77 2,47
Hannibal 23/4 - 30/4 7 9,82 1,4
Hannibal 30/4 - 9/6 67 11,35 0,17
FL
AK
KA
RI
NN
HA
NN
IB
AL
Skiltið um Flakkarann við útsýnispallinn gegnt Klettsnefi verður afhjúpað miðvikudaginn 5. júlí kl. 17.00.