Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Síða 14
14 | | 5. júlí 2023
„Surtseyjargosið stóð í fjögur
ár, frá 1963 til 1967 og ég held
að enginn sem hér bjó, og hafði
upplifað Surtseyjargosið, hafi
reiknað með að gosið á Heimaey
kláraðist á nokkrum mánuðum.
Að gos sem byrjaði í janúar yrði
aflýst 3. júlí sama ár. Gosið búið.
Punktur. Og þá hafði lítið gerst í
nokkuð langan tíma. Sjálfur kom
ég hingað í maí til að vinna. Þá
var ennþá formlega gos í gangi en
lítil eða engin umbrot,“ segir Páll
Magnússon, forseti bæjarstjórnar,
um sína upplifun af Heimaeyjar-
gosinu og því sem á eftir kom.
Páll er sonur Magnúsar H.
Magnússonar bæjarstjóra sem
stóð í stafni bæjaryfirvalda í
Vestmannaeyjum þegar ósköpin
dundu yfir. „Allir þeir sem réðu
fyrir bænum sögðu alltaf að gos-
inu myndi brátt ljúka og hér yrði
innan tíðar allt eins og áður, hvað
svo sem þeim fannst inni í sér.
Auðvitað varð það ekki alveg svo
einfalt og gott. Margt fólk missti
allt sem það átti og hafði byggt
upp í áranna rás og fékk auðvitað
ekki fullbætt. Og margir sneru
ekki aftur.“
Páll segir áhugavert að skoða
þetta 50 árum síðar. ,,Mínar skoð-
anir á þessu öllu saman litast held
ég talsvert af samtölum mínum
við pabba; því sem honum fannst
um þetta eftir að atinu sjálfu var
lokið. Því sannast sagna talaði ég
eiginlega ekkert við hann á meðan
sjálf ósköpin gengu yfir. Og þær
skoðanir ríma reyndar vel við
það sem aðrir hafa sagt. Ekki síst
Páll Zóphóníasson en sennilega
hafa engir tveir menn unnið þéttar
saman en hann og pabbi meðan
á þessu stóð. Ég held t.d. að ég
hafi sjaldan talað við pabba í
síma án þess að Palli Zóph væri í
herberginu með honum. Hann var
alltaf í aðra röndina að tala við
hinn Pallann,“ segir Páll og veltir
upp spurningunni um ákvörðunina
sem aldrei var tekin.
Bara sjálfsagður hlutur
Hann segist hvergi hafa fundið
því stað í fundargerðabókum
bæjarstjórnar, hvorki frá fyrstu
dögum gossins né þegar kom
fram á sumarið. „Að tekin hefði
verið sérstök ákvörðun um að
endurbyggja bæinn. Annað kom
líklega aldrei til greina og kallaði
því ekki á sérstaka ákvörðun.
Þetta var bara sjálfsagður hlutur,
að hreinsa, byggja upp og lokka
alla heim. Auðvitað var dregin
upp bjartari mynd af þessu en efni
stóðu raunverulega til.
Það gerði pabbi líka. Ég man
eftir viðtali við karl föður minn
í lit sem tekið var úti í Höfða.
Staðsetningin þar var örugglega
að hans eigin frumkvæði hans
því Stórhöfði var þá einn af fáum
stöðum á Heimaey þar sem græn-
an blett var að finna. Skilaboðin
skýr, hér er allt grænt og fallegt,
komið heim! Hér verður vertíð,
bátarnir byrjaðir að landa og allt
að fara af stað. Iðar allt af lífi!
En auðvitað var það ekki alveg
þannig. Sama aðferð og Eiríkur
rauði notaði þegar hann seldi
mönnum hugmyndina um gróð-
ursældina á Grænlandi. Mér hefur
alltaf fundist þetta áhugaverð
spurning - um sögulegu tímamóta
ákvörðunina sem var aldrei tekin.“
Óvissa og ótti
Páll segir oft gert alltof lítið úr
þeim raunverulegu hremmingum
sem Eyjamenn gengu í gegnum á
þessum tíma. „Auðvitað upp-
lifði fólk upp til hópa gríðarlega
vanlíðan, öryggisleysi, ótta og
óvissu um framtíð sína, ættingja
og ástvina. Margir horfðu til þess
hvað Surtseyjargosið stóð lengi
og voru því ekkert að gera ráð
fyrir að snúa heim í bráð – ef þá
nokkurn tíma. Hvar eigum við
að búa? Hvar fáum við vinnu?
Í hvaða skóla komast börnin
okkar? Er allt sem við áttum
heima í Eyjum ónýtt? Fáir sem
ekki hafa reynt geta ímyndað sér
hverskonar upplifun þetta er. Það
er auðvitað mýta eða goðsögn að
allir Eyjamenn hafi staðið sterkir,
glaðbeittir og bjartsýnir frá fyrsta
degi – staðráðnir í að snúa heim
í fullvissu þess að allt yrði eins
og það var. Þetta er auðvitað
skemmtileg mýta – svolítið Ösku-
buskuævintýri – en mýta samt. En
svo gerðist auðvitað ævintýrið.
Bærinn reis sannarlega úr öskunni
og er eitt mesta velsældarsamfélag
á Íslandi í dag – og það bæjarfélag
þar sem íbúarnir eru ánægðastir
samkvæmt könnunum.’’
Bandaríkjamenn til bjargar
Páll segir að björgun innsiglingar-
innar og um leið hafnarinnar hafi
auðvitað verið lykilatriðið.
„Til þess þurfti að stoppa Flakk-
arann og beina hraunstraumnum
frá norðri til austurs. Mörgum
þótti sjálf hugmyndin fráleit og
háðsglósurnar ekki sparaðar. Þetta
tókst þó m.a. með góðri hjálp
Bandaríkjamanna í hraunkæl-
ingunni – og sumir ferðamenn
þaðan tárast þegar þeim er gerð
grein fyrir hlutdeild þeirra í björg-
un byggðar í Vestmannaeyjum.
Það má kannski segja með ein-
hverri eftiráspeki að ekki sé alveg
víst að allt hefði farið endanlega
til andskotans þótt innsiglingin
hefði lokast. Fræðilega mætti
sjálfsagt hugsa sér að sprengd
hefði verið leið inn í höfnina
aftur eða Eiðið opnað. Ég er
samt ekkert viss um að það hefði
verið gert. Margra ára vinna með
gríðarlegum tilkostnaði hefði
hugsanlega stoppað slíka aðgerð.
En hraunkælingin tókst, eins og
reyndar flest annað við björgun
bæjarins, og þess njótum við í
dag.“
Samheldnin og nándin meiri
Hvernig væru Vestmannaeyjar í
dag ef ekki hefði gosið?
„Flókin spurning en kannski er
svarið mjög einfalt: Að breyttu
breytanda værum við líklega alveg
eins. Eyjan sjálf væri grænni og
gróandalegri; innsiglingin og
höfnin verri; sumir sem sneru
ekki aftur og afkomendur þeirra
væru hér enn; aðrir sem eru hér
hefðu ekki komið og svona mætti
áfram telja. Kannski er samheldn-
in og nándin meiri í samfélaginu
eftir að hafa sameiginlega tekist
á við þessar hamfarir og upp-
bygginguna í kjölfarið - en í
öllum aðalatriðum held ég að við
værum bara eins. En auðvitað er
samt ekkert alveg eins’’.
Páll Magnússon Forseti bæjarstjórnar:
Ákvörðun sem aldrei var tekin
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrett ir. is
” Allir þeir sem réðu fyrir bænum
sögðu alltaf að gosinu myndi brátt
ljúka og hér yrði innan tíðar allt eins
og áður, hvað svo sem þeim fannst
inni í sér. Auðvitað varð það ekki
alveg svo einfalt og gott.
Páll í tuðruferð með dóttur og dóttursyni, Eddu Sif og Magnúsi Berg.