Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Qupperneq 16

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Qupperneq 16
16 | | 5. júlí 2023 „Ef við byrjum á hreinsuninni þá var strax byrjað að hreinsa til að komast um bæinn. Milli 60 og 70 prósent af öskunni, vikrinum féll fyrstu dagana frá 25. til 29. janúar og síðustu hrinurnar komu um miðjan febrúar og venjulegir bílar komust ekkert áfram. Því varð að hreinsa aðalgöturnar og við vissum líka strax hvað átti að gera við vikurinn. Þannig var að um áramótin var samþykkt nýtt aðalskipulag að Vestmannaeyjum sem gerði ráð fyrir því að byggðin yrði í vestur. Það vantaði bara uppáskrift frá skipulagsstjórn en bæjarstjórn var búin að afgreiða skipulagið frá sér. Byggja átti þrjár blokkir á vegum verkamannabústaða þar sem Hraunbúðir eru og þegar verið var að undirbúa byggingu þeirra um áramótin 1972 og 1973 sáum við fram á að vinnan og kostnaðurinn við að fylla upp í hraunið yrði alveg óhugnanlegur. Þetta vorum við með í huga þegar við sáum allan þennan vikur. Hann væri alveg gósen sem fyllingarefni til að fylla upp í hraunið,“ segir Páll Zóphóníasson, tæknifræðingur, bæjartæknifræðingur í gosinu 1973, forstöðumaður Viðlagasjóðs og síðar bæjarstjóri þegar hann var spurður um upphaf hreinsunar bæjarins og hvenær ákvörðun um uppbyggingu var tekin. Ákvörðunin um hreinsun var bæjarstjórnar og á fundi hennar þann 6. febrúar samþykkir hún að hefja skuli hreinsun í kaup- staðnum og byrja skuli á hafnar- svæðinu. Áhersla skuli lögð á að fylla upp í vegstæði vestur í hrauni og skipulögð vegstæði þar. „Aðalskipulaginu var aðeins breytt og sett inn fleiri einbýlishús og farið að vinna í því í mars og apríl 1973. Það er klárt þegar byrjað er að hreinsa af alvöru í maí og keyra vestur úr. Við settum út götunar, ég þær fyrstu en svo komu Viðar Aðalsteinsson og fleiri að því verki,“ segir Páll. Og verkið var í stærri kantinum. „Um tveimur milljónum rúmmetra af vikri var mokað upp í bænum og milli 150.000 og 200.000 rúmmetrar af hrauni þegar upp var staðið. Það var austurbærinn, niður með Kirkjuveginum og út á Skans sem var hreinsað um haustið og veturinn 1974. Þetta er ramminn,“ segir Páll. Kappið mikið Er vitað hvað miklu var keyrt í vesturbæinn? „Já, það er allt skráð. Allt talið og sumir bíl- stjórarnir máttu varla vera að því að fara á klósettið til að missa ekki úr ferð. Mikil keppni um að fara sem flestar ferðir. Allir á tímakaupi. Þeir sögðu sögu af ein- um sem var að sækja olíu. Rauk út úr bílnum áður en hann stopp- aði. Tók slönguna og það passaði til að bíllinn stoppaði á réttum stað. Ekkert að gera nema skella slöngunni í tankinn og byrja að dæla,“ segir Páll og hlær. Þetta kapp segir Páll að hafi verið það sem einkenndi allt hreinsunar- og uppbyggingarstarf fyrstu mánuði og misseri eftir gos. „Menn sem komu hingað líktu þessu við stríðsástand. Það var líka málið að geta staðið við það sem sagt var, að búið yrði að hreinsa bæinn í haust. Haust er svolítið teygjanlegt hugtak en það var búið að hreinsa megnið haustið 1973.“ Flutt var inn í blokkirnar og rað- húsin við Foldahraun árið 1976 og voru þær reistar samkvæmt byggingaáætlun Vestmannaeyja- bæjar (BÁV). „Ein var verka- mannabústaðablokk en íbúðir í hinum seldi bærinn á kostnaðar- verði. Í allt voru þetta rúmlega 100 íbúðir og þetta gekk hratt fyrir sig. Fyrsti fundur BÁV var haldinn í janúar 1974 og í apríl 1976 er komið að frágangi lóða við Foldahraun 37, 38 og 39.“ Fyrsta einbýlishúsið vestur frá reisti Huginn Sveinbjörnsson málari og Systa, Albína Elísa Óskarsdóttir kona hans við Áshamar 20. „Það var einhvern tímann á árinu 1975 og þurfti að tengja rafmagn, vatn og skólp til bráðabirgða. Þetta var einingahús frá Húsasmiðjunni sem hann fékk afhent fyrr en við reiknaðum með. Húsið allt í einu risið og þá varð bærinn að standa við sitt. Svo voru nokkur hús í austurbænum tengd til bráðabirgða.“ Hiti úr hrauninu í tíu ár „Þó hluti af efri bænum væri hitaður með beinni rafkyndingu var tekin ákvörðun um að hita önnur hús upp með fjarhitun en ekki beinni rafhitun og leggja dreifikerfi í allan bæinn. Í flestum húsum bæjarins voru fýrar, olíu- kyntir katlar, sem hituðu bæði hús og neysluvatn og það mátti tengja þessi hús við dreifikerfið. Þessi ákvörðun tekin, með það í huga nýta dreifikerfið til frambúðar þó hitinn í hrauninu entist ekki enda- laust. Menn gætu síðar gripið til rafmagns, með rafskautakötlum, til að hita upp vatnið eins og gert var þegar hitinn þvarr í hrauninu, hann entist í 10 ár. Kerfið var til.“ Strax haustið 1973 hefst undir- búningur fyrir komu leikskólanna Kirkjugerðis og Rauðagerðis og Hraunbúða, einingabyggingar sem koma vorið 1974. „Við byrjuðum að innrétta sjúkrahúsið haustið 1973 með loforði frá ríkinu um að þeir myndu borga bæði hratt og vel til baka það sem bærinn lagði fram. Rökin voru að sjúkrahúsið væri grundvöllur fyrir byggð í Vestmannaeyjum. Það er tekið í notkun um haustið 1974. Ríkið stóð illa við stofnfjárgreiðslur þær komu allt of seint og voru minna virði vegna verðbólgu og Vestmannaeyjabær sem rak sjúkrahúsið á þessum tíma fyrir daggjöld frá ríkinu varð líka að leggja rekstrinum fé. Leiksskólarnir voru teknir í notkun um mitt ár 1974. Hraun- búðir seinnipart árs 1974. Svo var talað um það gengi ekkert,“ segir Páll en eitt af stóru skrefun- um var þegar Íþróttamiðstöðin í Brimhólalaut var afhent bænum fullbúin við hátíðlega athöfn, 12. september 1976, en sundlaugin 10. júlí 1976. Páll hefur víða komið við, var m.a. skátaforingi í mörg ár. Mynd Frosti Gíslason. Páll Zóphóníasson Aðalskipulag fyrir vesturbæinn var til staðar: Happ að fá allan þennan vikur ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.