Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Síða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Síða 21
5. júlí 2023 | | 21 Það var mikið öskufok af fjallinu og gasmengun ef þannig stóð á vindáttum,” segir Karl. „Fólk var að flytja inn í húsin og kallaði mig inn af götunni þar sem ég átti leið um. Það bauð manni inn til að sjá hjá sér og bað mig um að blessa heimili sín. Það kom mér á óvart að fá svona óskir frá ókunnugu fólki. Mér fannst þetta sýna traust og í senn feginleika yfir að vera komin heim – en líka kvíða. Kvíð- inn var oft nánast áþreifanlegur þó að ekki væru höfð orð á því.” Karl segist oft hafa hugsað um hve lítið var talað um kvíðann þótt margir væru þrúgaðir af honum. „Ég fann það helst á konunum að þær fluttu oft ófúsar til Vest- mannaeyja eftir gosið. Karlarnir þurftu að fara aftur heim vegna vinnu sinnar því það var verið að koma atvinnutækjunum í gang. Konurnar fylgdu mönnum sínum og börnin voru ekki alltaf mjög hrifin af því að fara aftur heim. En það var ekkert lengur eins og áður var. Gamla gatan var ef til vill komin undir hraun og þetta kunnuglega var horfið. Fólk var komið inn í nýjar og að sumu leyti ógnvænlegar aðstæður. Í mörgum blundaði líka ótti við að það færi aftur að gjósa.” Börnin óttuðust annað eldgos Karl fór að kenna í Gagnfræða- skóla Vestmannaeyja um haustið. Þá fann hann að það var einnig grunnt á kvíða hjá börnunum gagnvart því að það færi að gjósa aftur. „Ég fann til með þessum börnum, hvað þau voru mörg tætt. En það var sjaldnast orðað,” segir Karl. „Fyrsta félagsstarfið í Vest- mannaeyjum eftir gosið var messurnar. Það var messað á hverjum sunnudegi í Landa- kirkju. Ég byrjaði líka strax með barnastarf um haustið. Það var enginn organisti og hver söng með sínu nefi. Fólk sem hafði verið í kirkjukórnum leiddi sönginn. Ég fékk fermingarbörnin til að vera meðhjálparar og til að hringja klukkunum. Það var heilmikið sport hjá þeim að vera hringjarar og klingja hinum fornu klukkum Landakirkju sem hafa blessað Vestmannaeyinga frá því um Tyrkjarán. Þá fann maður líka hvað það skipti fólk miklu máli að eiga athvarf í helgidóminum með þeim orðum, táknum, hljómum og söng sem því tilheyrir,” segir Karl. Hann segir að orðið „áfallahjálp” hafi ekki verið orðið til á þessum tíma. „Sterkasta áfallahjálp sem til er er bænin og trúin. Trúin á Guð og kærleikurinn til náungans. Það kemur fram í umhyggju og samhjálp. Mér hefur fundist þetta vera skólabókardæmi um þann styrk sem í þessu er fólginn.” Samfélagið í Eyjum féll fljótt í skorður. Karl fann fyrir því að fólki var mjög í mun að færa allt til sama horfs og hafði verið fyrir gos. Það vildi aftur gömlu Vestmannaeyjar sem aldrei komu þó aftur. „Það er hins vegar undra- vert að sjá hvað Eyjarnar hafa blómgast og blómstrað. Öll þessi saga er vitnisburður um einstakt kraftaverk. Máttarverk Drottins. Það er ekki hægt að segja annað,” segir Karl. Gosbyrjunar og gosloka minnst Þegar eitt ár var liðið frá upphafi Heimaeyjargossins var haldin guðsþjónusta í Landakirkju að kvöldi 22. janúar 1974. Herra Sig- urbjörn Einarsson biskup Íslands og faðir Karls kom til Vestmanna- eyja og flutti áhrifaríka prédikun. Þegar leið að því að ár væri liðið frá goslokunum þann 3. júlí 1974 kom Karl að máli við Reyni Guð- steinsson bæjarfulltrúa, sem söng í kirkjukórnum, og bar undir hann þá hugmynd að bæjarstjórnin kæmi að þakkar- og bænastund í Landakirkju að kvöldi 3. júlí til að minnst goslokanna. Því var afar vel tekið. Tóku m.a. þeir Magnús H. Magnússon bæjarstjóri, Sigur- geir Kristjánsson forseti bæjar- stjórnar og Reynir Guðsteinsson þátt með lestrum úr Ritningunni og ávörpum. Kirkjukórinn söng og leiddi almennan söng undir stjórn Guðmundar H. Guðjóns- sonar, organista. Þessi stund í hinni fornu og fögru Landakirkju var mjög eftirminnileg. „Ein af stóru, helgu stundunum sem ég á svo dýrmætar minningar um,” segir Karl. Daginn eftir var heil- mikil goslokahátíð í bænum. Enginn viðstaddra slapp ósnortinn En hvernig var þessi tími fyrir þig sem ungan og óreyndan prest? „Þetta var mikill reynsluskóli fyrir mig, eiginlega doktorsnám,” segir Karl. „Maður hugsar ekkert út í það þegar maður er ungur og nógu vitlaus, einhendir sér bara í hlutina. En þetta var vissulega einstök og dýrmæt reynsla. En ég var aldrei einn, það voru svo margir sem lögðust á eitt. Og bænir hinna mörgu og ótal hendur umhyggjunnar sem réttar voru fram skiptu sköpum þá, eins og jafnan.“ Hann segir að mikið návígi við óblíð náttúruöfl og ógn þeirra þekkist í mörgum byggðarlögum á landinu. Sjóslys og náttúruham- farir hafa víða tekið mikinn toll. Þegar Karl kom til Eyja talaði fólk um Helgaslysið hræðilega þann 7. janúar 1950 eins og það hefði gerst daginn áður. Við slíka voðaatburði fyrr og síðar hefur mikið reynt á prestana og sálusorgun þeirra. Sem betur eru alvarleg sjóslys orðin fátíðari en áður. En segja má að hamfarirnar í Vestmannaeyjum veturinn 1973 hafi verið stórbrotnari og snert fleiri en dæmi voru um. Enginn viðstaddra slapp ósnortinn frá þeirri reynslu. Á hvítasunnu í vor hittist hluti þeirra 104 sem fermdust í Skálholti 1973. Þar tók Kristján Björnsson, vígslubiskup og fyrrum Eyjaprestur á móti hópnum. Þau sem mættu þegar 50 ára afmælis fermingarinnar í Skálholti var minnst: Fremsta röð: Marta Jónsdóttir, Jóna Ósk Garðarsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, Kristján Björnsson, Guðrún Runólfsdóttir, Sigurlín Guðrún Ingvarsdóttir, Lovísa Sigurðardóttir og Ágúst Ingi Sigurðsson. Næsta röð: Elín Eiríksdóttir, Eygló Kristinsdóttir, Helga Margrét Sveinsdóttir, Bjarney Magnúsdóttir, Bjargey Stefáns- dóttir, Svanhildur Guðlaugsdóttir, Rósa Guðjónsdóttir, Auðbjörg Svava Björgvinsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir. Efsta röð: Vignir Þröstur Hjálmarsson, Guðmundur Ingvarsson, Þorsteinn Finnbogason, Sigurður Sveinsson, Lárus Guðjónsson og Hermann Haraldsson. Mynd Guðmundur Sv. Hermannsson. Á Vestmannaeyjaflugvelli 16. febrúar 1973. F.v. Ottó Michelsen, Sigurbjörn Einarsson biskup, séra Karl Sigurbjörnsson og séra Jónas Gíslason. Þeir Ottó og séra Jónas voru í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar sem kom gríðarsterk inn í allt hjálparstarf í Eyjum. Ljósmynd: Guðmundur Sigfússon

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.