Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Page 24
24 | | 5. júlí 2023
Cup í ár, Suður Ameríkumótið
á næsta ári, svo Gold Cup 2025,
möguleika á komast á HM 2026
og vera með í lokakeppni næstu
fjögur sumur ef allt gengur upp.“
Hefurðu mannskap og meðbyr
til ná takmarkinu? „Já, ég held
það ef allt gengur upp hjá okkur
og liðið tekur framförum. Það er
gríðarlega stórt að fá að taka þátt í
Suður Ameríkukeppninni á næsta
ári þar sem verða lið frá Suður-
Mið og Norður Ameríku. Það yrði
gífurleg upplifun og sex bestu
liðin frá Mið- og Norður Ameríku
taka þátt í HM 2026 sem gestalið.
Þannig að það er ansi mikið og
stórt framundan. Spennandi og
gaman en líka erfitt þegar þú ert
að kynnast svo mörgu nýju, leik-
mönnum, stjórnarfólki, umhverfi
og menningu. Þetta er bara hörku
vinna.“
Vilji til að gera betur
Hvað hefur komið þér mest á
óvart. „Það er hvað stutt þeir eru
komnir,“ segir Heimir eftir langa
umhugsun. „Ég held að ég móðgi
engan með því að segja það. Hélt
að þeir væru komnir lengra í fag-
mennsku en raun ber vitni en það
er fullur vilji til að vinna það upp.
Þeirra bestu leikmenn standa með
okkur og staðan er ekki ósvipuð
og hjá íslenska landsliðinu þegar
við Lars tókum við því árið 2011.
Þegar þú ert með atvinnumenn
sem leika með stórum liðum í
Evrópu og stráka sem spila heima,
eru ekki atvinnumenn þarf lítið
út af að bera til að leikmanni líði
ekki vel í allt öðrum aðstæðum en
hann er vanur sem atvinnumaður.
Margt getur farið úrskeiðis en
allt er gert til að bæta umgjörðina
fyrir þessa stráka. Að þeim líði
vel þegar þeir koma í landsliðið.
Það þarf til að ná sem mestu út úr
þeim þegar kemur að landsleikj-
um. Þetta er eitt verkefnið núna.“
Með Heimi er Guðmundur
Hreiðarsson, markmannsþjálfari
og Svíi sem þjálfar 21 landslið
Jamaíku verður honum til aðstoð-
ar. „Aðrir í teyminu eru heima-
menn og svo bætist Spánverji í
hópinn í sumar. Hann vann með
mér í Katar.“
Þurfti ekki langan
umhugsunarfrest
„Ég tel það bæði hollt og þrosk-
andi að stíga reglulega út fyrir
þægindarammann og það hefur
alltaf blundað í mér ævintýraþrá.
Ég er m.a. lærður Ævintýraleið-
sögumaður og hef ofboðslega
gaman að prufa nýja hluti, kynn-
ast öðrum þjóðum og menningu
þeirra. Ég þurfti því ekki langan
umhugsunarfrest þegar þetta
tilboð barst,“ segir Íris þegar
blaðamaður snýr sér að henni.
„Hér tala allir ensku en hún er
svolítið bjöguð hjá þeim. Stund-
um erfitt að skilja þau,“ segir hún
um tungumálið.
„Það eru kostir og gallar eins
og allsstaðar. Við búum í mjög
fallegu lokuðu hverfi og það getur
verið talsverður hausverkur þegar
kemur að því að verða sér út um
helstu nauðsynjar. Það kom mér á
óvart hvað mikið er um skyndi-
mat og hollustan ekki númer
eitt. Það er langt að sækja fyrir
okkur en kjöt, fiskur, grænmeti
og ávextir eru alveg fyrsta flokks.
Fólkið er yndislegt en mætti vera
skipulagðara. Það kom mér á
óvart og speglast í umferðinni sem
er ein allsherjar kaos. Þeir flokka
ekki sorp og mikið um plast sem
er fleygt á ströndina. Spá ekki
mikið í það og láta hverjum degi
nægja sína þjáningu,“ segir Íris.
„Þeir lifa í deginum í dag. Það
er þeirra kúltúr að vera afslapp-
aður, njóta dagsins og eru ekkert
að stressa sig á því þó eitthvað sé
ógert. Það er þeirra lífsstíll,“ segir
Heimir.
„Þar getum við lært helling af
þeim og spurning um að finna
milliveginn. Fólkið er mjög
yndælt, syngjandi og brosandi
og maður á erfitt með að trúa því
að það sé mikið um glæpi. Við
höfum ekki kynnst þeirri hlið en
glæpatíðni er mjög mikil, eitthvað
er um fátækt og laun verkafólks
eru lág. Samt eru aðföng mjög
dýr,“ segir Íris.
Bauð Bolt í Puffin Run
Upp úr þessu umhverfi koma
upp stjörnur eins og Usain
Bolt, margfaldur heimsmeistari,
heimsmetshafi og handhafi ellefu
verðlauna á Ólympíuleikjum í 100
og 200 metra hlaupi. Hefurðu hitt
hann? „Já. Hann er ósköp rólegur
og viðkunnanlegur drengur. Ég
hvatti hann til að mæta í Puffin
Runið hans Magga Braga í Eyjum
en hann sagðist vera hættur að
hlaupa. Hann hefur mikinn áhuga
á föðurlandi sínu og er mikið
heima sem er virðingavert. Hann
hefur áhuga á fótbolta og kemur
til að horfa á æfingar hjá lands-
liðinu,“ segir Heimir.
Þegar þau er spurð hvort þau hafi
flutt með sér eitthvað sem heillar
Jamaíkabúa er Heimir fljótur til
svars. „Bara það að ég kom með
Írisi,“ segir hann en hvað með
dóttur Bob Marley? „Ég hef ekki
hitt hana en rætt við hana í síma.
Hún sér um kvennafótboltann,“
segir Heimir en þar lætur Íris til
sín taka.
„Mér bauðst að starfa með undir
20 ára og 17 ára landsliðunum, er
líkamsræktarþjálfari ofl. í þjálf-
Það fer vel á með Kristófer og heimsmetshafanum Usain Bolt.
Íris er í þjálfarateymi yngri landsliða kvenna og segir það spennandi verkefni. Íris og liðsrútan sem er vel merkt.