Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Side 43
5. júlí 2023 | | 43
Atvinnuuppbygging í Vestmanna-
eyjum heldur áfram af fullum
krafti en félagið Icelandic Land
Farmed Salmon, eða ILFS,
stendur í miklum framkvæmd-
um bæði inn við Friðarhöfn og
austur á eyju í Viðlagafjöru. Hrafn
Sævaldsson, fjármálastjóri ILFS,
segir verkefnið á áætlun og gangi
vel.
„Seiðastöðin sem verið er að
reisa inn við Friðarhöfn er farin
að taka á sig mynd. Við erum
byrjuð að setja inn búnað og
reisugildið á húsinu var fyrr í
mánuðinum. Þangað tökum við
inn laxahrogn í nóvember sem
taka síðan 10 mánuði að vaxa og
dafna upp í 100 gramma seiði
sem verða í kjölfarið flutt upp í
mateldisstöðina í Viðlagafjöru.
Þar eru jarðvegsframkvæmdir í
fullum gangi og verið að útbúa
landið fyrir 6 áfanga verkefnisins.
Fyrsti hlutinn af verkefninu er
að byggja seiðastöðina og fyrsta
áfangann“ segir Hrafn. Hver
áfangi er keraklasi af 8 lokuðum
tönkum sem taka á móti seiðun-
um og hýsa laxinn í um það bil
12 mánuði þar til hann vegur 5
kílógrömm að meðaltali en þá
hefst slátrun. Hrafn segir óþarfi
að hafa áhyggjur af flutningum
milli seiðastöðvar og eldisins þar
sem útsendingar eru fáar og einn
tankbíll sem kemur að þeim.
„Við erum bara rétt í þessu að
fara að byggja fyrstu mannvirkin
austur á eyju, sem sagt þessa
tanka, sláturtanka, innviði eins
og rafstöð og ýmsar þjónustu-
byggingar. Við horfum mikið
til verkefnis sem heitir Salmon
Evolution í Noregi varðandi
hönnun á mannvirkjum og öðru
slíku, sem og til annarra land-
eldisverkefna á Íslandi sem eru í
þróun. Það tekur eitt og hálft ár að
gera fyrsta áfangann og um leið
og hann er búinn þá förum við
koll af kolli“ segir Hrafn. Kostn-
aður við uppsetningu verkefnis-
ins hleypur á tugum milljarða.
Markmiðið er að slátra 32.000
tonnum af laxi upp úr kerum sem
skilar sér rúmum 27.000 tonnum
af afurðum. Fiskurinn verður
fyrst tilbúinn til slátrunar í lok árs
2025.
Endurnýta úrgang og
kolefnisbinda
“Það sem er nýtt við þetta verk-
efni á heimsvísu, þó það sé búið
að stunda landeldi á Íslandi í
áratugi, þá er þetta landeldi með
mjög stórar framleiðslueiningar
og við erum að fara að notast við
blöndu af gegnumstreymiskerfi
og endurnýtingu á sjó, sem mun
endurnýta 65% af þeim sjó sem
við dælum upp. Við dælum öllum
sjó upp á tveimur jarðlögum,
annars vegar á 40 metra dýpi og
hinsvegar á 100 metra dýpi en
sjórinn sem fæst þar er heldur
heitari. Til þess að halda við
vatnsgæðin í kerfinu þá hreinsum
við út öll föst efni, bæði úrgang
frá fiskinum og fóðurleifar, sem
og við losum koltvísýring úr
sjónum og dælum inn súrefni“
segir Hrafn en við hreinsunina á
eldisvatninu verður til laxamykja
sem er þurrkuð niður með pressu
og getur skilað sér í efni í áburð
sem nota má við landgræðslu. „Ef
við getum nýtt mykjuna okkar í
að ná upp einhverri gróðurþekju
þá er það að sjálfsögðu frábært og
það felur í sér kolefnisbindingu”
segir Hrafn.
Ýtt á innviði
„Seiðastöðin gengur fyrir fersku
vatni og við höfum gengið mjög
langt í að hanna hana þannig hún
sé bæði örugg og afkastageta
hennar sem best. Við höfum
fjárfest í besta búnaði til seiða-
framleiðslu sem völ er á í heim-
inum. Þar erum við að endurnýta
vatnið rúmlega 99% og við getum
líka framleitt 6 sekúndulítra af
ferskvatni með okkar búnaði með
því að vinna jarðsjó. Við þurfum
ekki nema 2 sekúndulítra af vatni
fyrir stöðina sjálfa. Annars er
óhætt að fullyrða að þetta verkefni
hefur ýtt á innviði hér í Eyjum,
bæði á nýja vatnslögn, rafstrengi,
bætta hafnaraðstöðu og skipa-
flutninga, svo fátt eitt sé nefnt.
Allir bæjarbúar munu njóta góðs
af sterkari samfélagsinnviðum”
segir Hrafn.
Mikill meðbyr með verkefninu
„Það er ekkert annað hægt að
segja en að maður sé bjartsýnn
fyrir framtíðinni. Það hefur geng-
ið vel að fjármagna verkefnið og
við finnum mikinn meðbyr með
því. Við höfum reynt að vanda til
allra verka og passa að verk-
efnið falli vel inn í umhverfið og
samfélagið. Einnig höfum við lagt
mikla áherslu á það að eignarhald
sé sterkt í Vestmannaeyjum og að
heimamönnum verði gert kleift
að taka þátt í þessu ævintýri með
okkur. Við erum þakklát fyrir
þann stuðning og framsýni sem
sveitarfélagið hefur sýnt í verki í
þessu risa stóra atvinnuþróunar-
verkefni og fyrir þann velvilja
og áhuga sem íbúar í Eyjum hafa
sýnt verkefninu” segir Hrafn.
Markmiðið að framleiða
27.000 tonn af laxaafurðum
SALKA SÓL ÖRVARSDÓTTIR
salka@eyjafrett ir. is
Starfsfólk á skrifstofu ILFS. Frá vinstri: Grétar Sindrason, Bragi Magnússon, Kristín Hartmannsdóttir, Sólveig Rut
Magnúsdóttir og Hrafn Sævaldsson.
Seiðastöðin í botni Friðarhafnar er farin að taka á sig mynd.Mateldisstöðin sem rís senn í Viðlagafjöru.