Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 46

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Blaðsíða 46
46 | | 5. júlí 2023 ÚTSKRIFTARNEMAR S ITJA FYRIR SVÖRUM GRUNNSKÓLI VESTMANNAEYJA FRAMHALDSSKÓLINN Í VESTMANNAEYJUM Hverra manna ert þú? Magn- ús Inga Eggertsson og Aðal- björgu Skarphéðinsdóttur. Uppáhalds kennari? Lára Skærings. Það mikilvægasta sem þú lærðir í grunnskóla? Algebra. Hvað áttu eftir að sakna mest við GRV? Bekkjarfélaganna og félagsskapinn. Hvað er planið í haust? Verzló. Lokaorð? Takk fyrir grunn- skólann. Hverra manna ert þú? Er dóttir Rúnar Karls og Karen Haralds. Uppáhalds kennari? Lára Skærings. Það mikilvægasta sem þú lærðir í grunnskóla? Stærð- fræði, enska og íslenska. Hvað áttu eftir að sakna mest við GRV? Ég á eftir að sakna skólaferðalaganna og nemendanna. Hvað er planið í haust? Fara á félagsvísindalínuna í FÍV og ná góðum árangri þar. Lokaorð? Núna byrjar nýr kafli í lífi mínu og hlakka ég til nýrra verkefna og áskorana sem framundan eru. Hverra manna ert þú? Mamma mín er Sigrún í Skvísubúðinni og pabbi er Svenni stýrimaður á Ísleifi. Uppáhalds kennari? Lóa Sig- urðardóttir. Hún er voða næs. Það mikilvægasta sem þú lærðir í grunnskóla? Það mik- ilvægasta sem ég lærði var að lesa og skrifa í grunnskóla. Hvað áttu eftir að sakna mest við GRV? Ég á eftir að sakna mest bekkjarfélaganna og fé- lagsskapsins en vonandi hitti ég sem flesta í FÍV í haust. Hvað er planið í haust? Að fara á náttúrufræðibraut í FÍV. Lokaorð? Mennt er máttur. Hverra manna ert þú? Hlyns Sigmars og Svetlönu. Braut? Opin lína. Uppáhalds við FÍV? Uppá- haldið mitt við FÍV var einfald- lega það að kynnast nýju fólki og læra allskonar nýja hluti. Ráð fyrir nýnema haustsins? Ekki stressa sig fyrir önninni, þetta verður bara gaman. Hvernig var tilfinningin að út- skrifast? Mikill léttir. Gaman að vera búinn með skólann í bili. Hvað er planið núna? Nú á bara að vinna, svo sé ég bara til hvaða tækifæri opnast og hvernig áhugamálin mín munu þróast. Lokaorð? Vil þakka fyrir góðar stundir í FÍV. Hverra manna ert þú? Mamma og pabbi eru Þjóðhildur og Stefán. Braut? Ég var á náttúrufræði- braut. Uppáhalds við FÍV? Yfirhöfuð bara að vera í skóla með bestu vinum sínum. Ráð fyrir nýnema haustsins? Leggja sig fram en muna að njóta í leiðinni, þetta líður hjá svo fljótt. Hvernig var tilfinningin að út- skrifast? Hún var mjög góð en á sama tíma smá erfitt að kveðja. Hvað er planið núna? Ég ætla í hagfræði í HR núna í haust. Lokaorð? Takk fyrir mig FÍV. PATREKUR ÞÓR Magnússon ÞÓRA BJÖRG Stefánsdóttir RICHARD ÓSKAR Hlynsson REBEKKA RUT Rúnarsdóttir ÓMAR SMÁRI Sveinsson Hverra manna ert þú? Mamma mín heitir Guðrún Mary og pabbi minn heitir Bjarni Ólafur. Uppáhalds kennari? Lára Skærings- dóttir. Það mikilvægasta sem þú lærðir í grunnskóla? Stafrófið og lesturinn. Hvað áttu eftir að sakna mest við GRV? Mun sakna kennaranna mest. Hvað er planið í haust? Fer vonandi í grunnnám bygginga- og mannvirkja- greina. Lokaorð? Ég vil þakka öllum kennurum, starfsfólki og GRV fyrir frábær ár. HÁKON TRISTAN Bjarnason

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.