Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Síða 47

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2023, Síða 47
5. júlí 2023 | | 47 Hverra manna ert þú? Mamma mín heitir Auður Ásgeirsdóttir og pabbi minn heitir Gunnar Ingi Gíslason. Braut? Ég útskrifaðist af nátt- úrufræðibraut. Uppáhalds við FÍV? Ég verð að segja félagsskapurinn og vinátturnar sem ég myndaði á skólagöngunni minni, bæði ný sambönd og ræktaði gömul frá grunnskóla. Ráð fyrir nýnema haustsins? Skipulagning er númer 1, 2 og 3 og ekki gera heimavinnuna deginum fyrir (sorry Óli Týr). Mæli ekki með að vera með kveikt á kerti þegar þið eruð að læra í spænsku, það eru mikl- ar líkur á því að það kviknar í heimavinnunni (talandi af reynslu). Hvernig var tilfinningin að útskrifast? Ég var rosa spennt fyrir því að vera búin með þennan áfanga og pressan fór heldur betur af öxlunum þegar ég kláraði öll prófin. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en nær dróg að útskriftinni að ég myndi aldrei vera í tíma aftur með Radinku eða þjást í tímum með Óla Týr og ég mun sakna þess innilega. Hvað er planið núna? Planið núna er að vera ung og njóta. Vinna, vinna, vinna í sumar og líklega ferðast, ætli maður skoði ekki stöðuna eftir ár á því hvort að maður hendi sér í háskóla. Lokaorð? Ég vil þakka öllum sem stóðu með mér í gegnum þessa skólagöngu og ég óska nýnemum góðs gengis. Takk fyrir mig FÍV. ÚTSKRIFTARNEMAR S ITJA FYRIR SVÖRUM SALKA SÓL ÖRVARSDÓTTIR / salka@eyjafrett ir. is www.skipalyftan . is // 488 3550 Góða skemmtun á Goslokahátíð RAGNHEIÐUR RÓS Gunnarsdóttir Hverra manna ert þú? Mamma mín heitir Fríða Hrönn Halldórs- dóttir og stjúppabbi minn er Ágúst Sævar Einarsson. Braut? Ég er útskrifuð með stúd- entspróf af Félagsfræðilínu. Uppáhalds við FÍV? Það sem mér finnst það besta við FÍV eru nemendur skólans. FÍV gefur okkur nemendum tækifæri á að halda áfram að hitta sömu krakka daglega og frá því í grunn- og leikskóla ásamt því að sækja okkur góðrar menntunar. Ráð fyrir nýnema haustsins? Að njóta þess að vera í skólanum og taka þátt í félagslífinu þar sem þessi ár eru mjög fljót að líða. Hvernig var tilfinningin að út- skrifast? Tilfinningin var virkilega góð, ég fann fyrir miklu stolti og gleði. Á sama tíma var þó skrítið að hugsa út í það að í þetta skipti færum við krakkarnir líklega öll í sitthvora áttina og myndum því ekki hittast daglega líkt og síðan á leikskóla Hvað er planið núna? Í haust mun ég hefja fornám í Tækniskólanum í hönnun- og nýsköpun. Lokaorð? Muna að fylgja hjartanu og vera sama um það sem öðrum finnst. GUÐBJÖRG SÓL Sindradóttir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.