Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Síða 2
Útgefandi: Eyjasýn ehf. - kt. 480278-0549 Ægissgötu 2 - 900 Vestmannaeyjum. Ritstjórn og ábyrgð: Ómar Garðarsson og Sindri Ólafsson - omar@eyjafrettir.is - sindri@eyjafrettir.is. Umbrot: Leturstofa Vestmannaeyjum ehf. Ljósmyndir: Blaðamenn Eyjafrétta. Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf. Sími: 481 1300 Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is Veffang: www.eyjafrettir.is EYJAFRÉTTIR er áskriftarblað. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. „Auðvitað er mikil ábyrgð fólgin í því en það er einnig mikill heiður og mikil áskorun. ÍBV skipar stór- an sess í bæjarfélaginu, er með karla- og kvennalið í efstu deild bæði í handbolta og fótbolta sem er ótrúlegt í ekki stærra bæjarfé- lagi ásamt því að halda úti yngri flokka starfi. Þá heldur félagið þrjá risa viðburði yfir sumartím- ann, sér um þrettándann og heldur handboltamót á veturna. Eðlilega koma upp hnökrar hér og þar í svo viðamiklu starfi en vandamálin eru til þess að leysa þau,“ segir Sæunn Magnúsdóttir sem er að byrja sitt annað ár sem formaður ÍBV-íþróttafélags sem heldur þjóðhátíðina að venju. Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart sem formaður ÍBV? „Ég hef lært margt og mikið síðasta árið. Ég vissi að ÍBV héldi stærstu viðburðina í Eyjum ár hvert og því mjög mikilvægt viðskipta- lífinu hér í bæ en ég áttaði mig ekki á því hversu rosalega stórt vörumerki ÍBV er.“ Hvernig er að vera orðin þátttak- andi í undibúningi þjóðhátíðar? „Ég hef nú lengi komið að undir- búningi hátíðarinnar í gegnum vinnuna og því svolítið skrítið að vera í sumarfríi og láta aðra um leyfamálin. Það er hins vegar mjög skemmtilegt að taka þátt í undirbúningi hinu megin frá.“ Hvert er þitt hlutverk í því? „Þar sem ég hef töluverða þekkingu á leyfamálum hef ég helst leiðbeint og aðstoðað framkvæmdastjóra varðandi umsóknir og leyfamál. Félagið hefur átt og vill eiga gott samstarf við leyfisveitendur og umsagnaraðila og hefur t.a.m. unnið mikla og góða greinargerð sem fylgir umsókn um hátíðina og ætti að auðvelda vinnu bæði félagsins umumsagnaraðila.“ Klár í slaginn Bjartsýn á góða þjóðhátíð? „Já. Auðvitað, spáin er góð, Dalurinn glæsilegur, nýr rennilás á tjaldinu og búslóðin klár til flutnings.“ Loks, ertu mikil þjóðhátíðar- kona? „Ójá, það eru einhverjir töfrar við þessa hátíð, það er ekki bara hátíðin sjálf heldur líka allt stússið í kringum hana sem gera hana alveg einstaka og ómissandi. Líkt og flestir Eyjamenn hefur fjölskyldan mín sína siði og venj- ur í kringum hátíðina en Þjóðhátíð skipar stærstan sess í hjarta mínu af öllum fjölskyldusamkomum ársins. Það er alltaf gestkvæmt hjá okk- ur hjónum á þjóðhátíð og töfrarnir koma berlegast í ljós þegar gestir okkar fá að upplifa hátíðna frá sjónarhorni Eyjamanna. Skyldumæting er á setninguna þar sem þeir sjá hátíðleikann og öðl- ast virðingu fyrir hátíðinni okkar og því mikla starfi sem sjálfboða- liðarnir okkar inna af hendi,“ sagði Sæunn að endingu. Sæunn Magnúsdóttir formaður Mikil ábyrgð og heiður: ÍBV er risastórt vörumerki Ári á undan. Sæunn og eiginmaðurinn, Sveinn Hjalti Guðmundsson, flugmaður, á leið í Dalinn sem Barbie og Ken.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.