Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Qupperneq 4
4 | | 3. ágúst 2023 Að ala upp barn sem á 4000 foreldra E Y J A M A Ð U R I N N Ellert Scheving Pálsson tók við sem framkvæmdarstjóri ÍBV- íþróttafélags fyrir stuttu. Hann hefur því í mörg horna að líta þessa dagana við undirbúning Þjóðhátíðar. Nafn: Ellert Scheving Pálsson: Fjölskylda: Ég er giftur Sólveigu Rut Magnúsdóttur og saman eigum við Daníel Gauta 10 ára og Söru Sól 19 mánaða. Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Já ég bjó í Hafnarfirði þar til ég flutti til Vestmannaeyja árið 2001. Mottó: Þetta er ekki spurning um hvað þú getur heldur hvað þú gerir. Síðasta hámhorfið: Ég man það eiginlega ekki, það er svo langt síðan. Ég mæli samt alltaf með Atlanta. Uppáhalds hlaðvarp? Ég hlusta á Dr. Football, Steve Dagskrá og Disgraceland meðal annarra. Aðaláhugamál: Ég hef áhuga á flestum íþróttum. Aðallega fótbolta og handbolta. Ég hef einnig mik- inn áhuga á hjólreiðum. Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Ég vildi óska þess að ég gæti sagt líkamsrækt en ég reyni að hjóla daglega og finnst fátt betra. Venjulegur dagur hjá þér? Ég er vakinn af dóttur minni flesta morgna, snemma. Þá byrjar ákveðinn glundroði sem tekur svona 45 mínútur og endar með því að öll fjölskyldan er kominn á sinn stað, leikskóla, skóla og vinnu. Dagarnir eru mismunandi eins og þeir eru margir, sérstaklega í þessu starfi sem ég er í en oftast er það síminn og tölvupóstur sem tekur yfir daginn. Hvað óttast þú mest: Ég hef alið með mér einhvern sérkennilegan ótta við geitunga. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Það er margt en þessa dagana er ég hrifinn af nýju lagi GusGus og Birnis. Hvað er velgengni fyrir þér: Mér finnst velgengni vera ofboðslega stórt hugtak. Fyrir mér er það kannski bara að geta farið sáttur á koddann. Að eiga góða fjölskyldu og vini er líka ákveðin tegund af velgengni. Hvernig leggst framkvæmdar- stjórastarfið í þig? Það leggst bara vel í mig. Þetta er auðvitað svolítið yfirþyrmandi svona til að byrja með enda í mörg horn að líta. Mér var einu sinni sagt að það að starfa hjá ÍBV væri eins og að ala upp barn sem á 4000 foreldra. Ég held að það sé sannleikur í því. Í þessu starfi er Þjóðhátíð auðvit- að eitt stærsta verkefnið. Ég er svo heppinn að vera partur af frábærri Þjóðhátíðarnefnd, þar er valinn maður í hverri stöðu. Það er líka þannig að ef ekki væri fyrir ótrú- legt starf sjálfboðaliða í Dalnum þá færi hátíðin ekki fram. Það er gott að hafa það hugfast. Hefur þú sett þér einhver markmið í starfi? Ég vil að ÍBV skili afburða barna og unglingastarfi og það er mitt markmið í starfinu. Það er mikilvægast. Ætlar þú að vera á Þjóðhátíð? Að sjálfsögðu. Er þjóðhátíðarhefð hjá ykkur? Þetta er einhvern veginn alltaf eins hjá okkur. Kaffi á setningu svo er það bara brekkan og stuð í tjaldinu þegar líður á nóttina. Hvað stendur upp úr á Þjóðhá- tíð? Ég hef alltaf verið hrifinn af brennunni. Það er einhver ró sem myndast í dalnum þegar er kveikt í henni. Ég kann að meta það. Eitthvað að lokum? Ég vil óska öllum Þjóðhátíðargestum góðrar skemmtunar. Við skulum hafa það í huga að Vera Vakandi og spyrjum fólk hvort það sé allt í lagi. Þetta er fjölskylduhátíð okkar allra og munum að hlúa vel að yngstu gestunum. Góða skemmtun. E L L E R T S C H E V I N G P Á L S S O N Ellert ásamt syninum Daníel Gauta. Diljá Pétursdóttur gegndi hlut- verki fulltrúa Íslands í Eurovision í ár með lagið Power sem hún samdi ásamt hinum vinsæla pródúsent Pálma Ragnari. Hún söng sig inn í hjörtu landsmanna í Söngvakeppni Sjónvarpsins og var send rakleiðis til Manchester í stóru keppnina. Diljá hefur verið að vinna að nýrri tónlist og er sömuleiðis að fara að leika í nýrri þáttaröð fyrir Sjónvarp Símans. Bæði mun Diljá troða upp á föstudagskvöldinu og á fimmtu- daginn á Húkkaraballinu sem fer fram í portinu á bakvið Strandveg 50. Með henni í portinu verða meðal annars Sprite Zero Klan, Gugusar, JóiPé x Króli og Snorri Ástráðsson. „Ég hef farið fjórum sinnum á Þjóðhátíð. Tvisvar sinnum sem barn fór ég á sunnudeginum með fjölskyldunni og svo fór ég árin 2019 og 2022 frá föstudegi til sunnudags. Upplifunin hefur alltaf verið mjög góð og stemningin mikil.” Aðspurð sagðist hún vera spenntust fyrir atriði hljómsveitar- innar XXX Rottweiler Hunda sem leika fyrir dansi á Brekkusviðinu aðfaranótt laugardags. Ekki mínútu seinna „Með mér í atriðinu verða Sólrún Mjöll trommari og Reynir Snær gítarleikari og við erum búin að púsla saman „neglusetti”. Við erum að vinna með blöndu af lögum eftir mig og Pálma Ragnar og endurgerð á íslenskum lögum sem flestir ættu að kannast við” segir Diljá sem bíður spennt eftir því að fá að koma fram. „Það er mæting í dalinn á föstu- daginn í seinasta lagi klukkan níu og ekki mínútu seinna en það” segir Diljá að endingu en hún er önnur til að stíga á stokk, beint á eftir tónlistarkonunni Unu Torfa. Diljá Pétursdóttir: Búin að púsla saman „neglusetti”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.