Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 03.08.2023, Qupperneq 8
8 | | 3. ágúst 2023 Ljúfur eins og lamb sest Kári Kristján Kristjánsson niður með blaðamanni til að ræða þjóðhátíðina framundan um leið og litið er til baka. Fátt sem minnir á víkinginn vaska á handboltavellinum sem alla heillar og á sinn þátt í, ásamt ÍBV, að koma handboltanum á Íslandi á þann stall sem hann er á í dag. Viðtalið er á heimili hans og Kristjönu Ingibergs- dóttur, eiginkonu hans. Spjall- að er við þau bæði og greini- legt að konan hefur þessi áhrif á eiginmanninn, hann sýnir mildari hliðina. Börnin eru tvö, Klara 15 ára og Kristján Kári 10 ára. Þau viðurkenna að því fylgi ábyrgð að stefna á þjóðhátíð með ungling á heimilinu. Áhyggjurnar séu handan hornsins. „Þær eru að myndast,“ segir Kári og Kristjana tekur í sama streng. „Þetta er fyrsta þjóðhátíðin sem hún má vera lengur í Dalnum en til miðnættis,“ segir Kristjana. Ætlið þið að vera á vaktinni? Því svara þau bæði játandi. „Við verðum að vera það.“ Bæði eru fædd og uppalin í Eyjum en þjóðhátíð hefur ekki alltaf verið á dagskránni eftir að þau byrjuðu saman árið 2003. „Já, þetta eru 20 ár og við ekki orðin fertug,“ segir Kristjana og hlær. „Það er kannski síðustu árin sem við erum að komast í þjóðhá- tíðargírinn fyrir alvöru. Fyrir það fyrsta var Kári aldrei á þjóðhátíð þegar við byrjuðum saman. Alltaf á handboltaferðalögum eða í keppnisferðum með landsliðum. Eftir að Klara fæðist var ég oft ein með hana. Það er eiginlega ekki fyrr en síðustu þrjú árin sem við erum að upplifa þjóðhátíð til fulls sem fjölskylda.“ Leikið heima og erlendis Kári á einstaklega farsælan feril í handboltanum, heima og erlendis. Varð Íslandsmeistari með ÍBV síðasta vor í eftirminnilegri úr- slitakeppni. Lék fimm ár erlendis. „Þrjú ár í Þýskalandi, eitt í Sviss og eitt í Danmörku. Fyrir það vorum við í fjögur ár uppi á landi og ég var eitt ár í Val eftir að við fluttum til Íslands. Það er svo árið 2015 sem við flytjum til Eyja,“ segir Kári. Þegar þau eru spurð um hápunkt- inn á þjóðhátíð þegar þau voru yngri segist Kári hafa verið frekar seinþroska í þeim efnum. „Það var ekki fyrr en ég varð 17 eða 18 ára að þetta byrjaði hjá mér. Einhvern veginn rúllaði þetta, stemning í vinahópnum og allir saman. Til- búinn í eitthvert fíflarí og fara í búning. Þá tók handboltinn við og það varð engin þjóðhátíð. Oft í ferðum með ung- lingalandsliðum og æfingar að byrja. Ég var ekki einn af þeim sem beið spenntur eftir hátíðinni,“ segir Kári en Kristjana er á hinum endanum. Hlakkaði alltaf mikið til. „Ástæðan var líka að afi Einar var í Lúðrasveitinni sem á sinn sess á þjóðhátíð. Alltaf spenna og umstang eins og við þekkjum svo vel. Allir að smyrja og mikið um að vera. Fyrir mér var þetta fyrst og fremst keyrsla. Mæta á setninguna, heim að elda og græja sig og svo aftur í Dalinn. Mér fannst gott sem vinkona mín sagði um daginn, það besta í þeirra hefðum væri að allir fara á sínum hraða. Vera ekki að flýta sér og ég held að ég reyni að grípa það. Það verða engin vandræði með Kára því hann fer hægar en ég,“ segir Kristjana og Kári grípur það á lofti. Segir best að fá ákveðin verkefni og vita hvenær þeim á að vera lokið. Eitt af þeim minnstu Kári segir þau ekki vera með einhverja sérstaka pósta þegar kemur að þjóðhátíð. Hvorki í aðdragandanum eða á hátíðinni sjálfri. „Þegar við tjöldum er það litla tjaldið mömmu og pabba. Ætlum að gera það aftur núna. Það er gamla týpan, 2,70 m. Lítið en er svo alveg skrukku stórt þegar líður á,“ segir Kári. „Tjaldið var upphaflega stærra en svo fór það Í litlu tjaldi með stóra sál og karakter ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrett ir. is Fjölskyldan, Kristján Kári, Kristjana, Kári Kristján og Klara. ” Það er eiginlega ekki fyrr en síðustu þrjú árin sem við erum að upplifa þjóðhátíð til fulls sem fjölskylda.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.